Mjölnir


Mjölnir - 13.12.1950, Blaðsíða 4

Mjölnir - 13.12.1950, Blaðsíða 4
í smágreinardellu í síðasta Siglfirðingi, sem ber öll ein- kenni ritmennsku Stefáns Frið- bjarnaraonar, stendur þetta: „Kommúnisminn hefur óneitan- lega farið í föt nazísmans — Það hafa flestir talið, að ðmögulegt sé fyrir tvo að vera klæddir sömu flíkinni. Hingað til hefur verið talið lítið vafa- mál, að S.F. gengi í fötum naz- ismans, þótt hakakrossinn sjá- ist ekki utan á. Nú má vel vera, að ritstjór- inn hafi haft fataskipti, a.m.k. þykist hann vita hver hafi klæðzt þeim eftir að hann lagði þau frá sér. Hinsvegar er engin ástæða til að sálartetur S.F. hafi haft fataskipti, og er ekkert líklegra, ef hún væri skoðuð vel, en hakakrossinn kæini í ljós á handleggnurn, þar sem hann var í gamla daga. Á brjóstinu sæist máske járn- kross, sem þessum arftaka Hitlers í baráttunni gegn kommúnismanum, hefur verið veittur í heiðursskyni fyrir vakklega framgöngu. Það er óvarlegt af Stefáni Friðbjamarsyni að leika sér stöðugt að því að núa nazista- stimpli á aðra menn, vitandi það, að hakakrossinn getur hve haft fataskipti? nær sem er sézt í gegn um hans eigin ermi. Það er l'íka heimskulegt af honum að velja til þess þann flokk manna, sem ávallt hefur sýnt, að hann hef- ur enga samstöðu haft með nazistum, heldur þvert á móti 'barizt hatramlegast á móti nazismanum og verið mest of- sóttur af villidýrum Hitlers. — 'Eða hvort heldur Stefán litli að Hitler hafi af vinskap og skyldleika ráðist gegn Sovét- ríkjunum, eða heldur hann, að Hitler hafi drepið fleiri íhalds- menn í fangabúðum sínum fyrir stríð en kommúnista. — Stefán hefur áreiðamlega kynnt sér Mein Kampf það vel áður, að hann ætti að vita hvert var æðsta boðorð nazistanna. Stefán litli ætti eftirleiðis að hafa vit fyrir sjálfum sér, þó ekki væri nema i sambandi við þessi mál, og hætta að skrifa um þau, því öll skrif hans um þau rifja aðeins upp fyrir les- endum fortíð hans sjálfs. En vilji hann halda sl'ikum skrifum áfram er honum það auðvitað velkomið okkar vegna, sem hann segir að klæðzt höfum fötum þeim, sem hann hefur nýlega lagt frá sér. Æ.F.S.-félagi O R Ð S E N D I N G tíl meðlima Æskulýðsfylkingarinnar Á morgun, fimmtudag, verð- ur haldinn fundur í Æskulýðs- fylkingunni, fél. irngra sósíal- ista. Er hann auglýstur á öðr- um stað í blaðinu í dag. Eins og ykkur er kunnugt, hefur starfsemi Æ.F.S. verið heldur lítil nú undanfarið, en nú er meiningin að efla starfið að nýju og verður aðallega um það rætt á þessum fundi . hvernig því skuli haga. Vill stjórn Æ.F.S. því eindregið skora á ykkur öll, sem. í bæn- um eruð, að koma á fundinn og ,taka þáft í eflingu starfsins. Þá skorar hún á ykkur að koma á fundinn með nýja fé- laga, og eins og ykkur er kunn- ugt mega allir, sem orðnir eru M ára ganga í félagið. Félagar! Þið vitið, að sókn afturhaldsins gegn sósíalistum hefur harðhað tölúvért upp á síðkastið. Það beitir nú skefja- lausari áróðri gegn okkur en áður, og hefur þegar byrjað atvinnuofsóknir gegn róttækum verkamönnum, þar sem það hefur aðstöðu til að beita þeim. Gegn þessu höfum við aðeins eitt ráð og það ér að hérða okkar baráttu og brynja okkur sjálf gegn áróðrinum, þannig að við eflumst að manndómi til að mæta ofsóknum aftur- haldsins hvenær, sem því þókn- ást að hefja þær gegn okkur með meiru en orðunum tómum. Þótt nú horfi svo í dag hér á Islandi, að aftúrhaldið ráði yfir heildarsamtökum alþýðunnar, þá sjást engin merki þess, að sósíalisminn hafi glatað fylgi meðal verkalýðsins, held- ur hefur raunin orðið sú að at- kvæðatala hans hefur heldur vaxið, t.d. í síðustu Alþýðu- sambandskosningu. Þess vegna er nú þörf á auknu starfi sósíal ista til að efla áhrifin inn í verkalýðssamtökin og vinna að enn meiri fylgisaukningu þar. Æskulýðsfylkingin hefur því mikilvægu hlutverki að gegna, og.ber því verkalýðsæskunni að gerast meðlimir hennar og taka þar upp störfin í þágu sjálfrar sín og verkalýðsins yfirleitt. Þess vegna félagar! Fjöl- mennið á fundinn annað kvöld og takið- marga nýja félaga með. — Hef jum öflugt starf í Fylkingunni og herðum bar- áttuna. Lifi verkalýðshreyfingin! Lifi sósíalisminn! Stjórn Æskulýðsfylkingarinnar, fél. ungra sósíalista, Siglufirði. Æ. F. S. Æ. F. S. sem ný kojurúm (tvö rúm), og skiði með stálköntum. Afgr. vísar á. FUNDUR verður haldinn í Æskulýðs fylkingunni, fél. ungra sósíal- ista, fimmtudaginn 14. des. kl. 9 e. h. í Sugurgötu 10. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Félagsmál. 3. Vetrárstarfið. 4. Upplestur 5. Skiptivist (hafið með spil. Félagar eru áminntir um að mæta stundvíslega. STJÓRNIN. Viðskiptasamningur Islandsog Irlands New York Times birti hinn 3. þ.m. fregn um að fyrsti við- skiptasamningurinn, sem Island og írland hefðu gert, hefði ver- ið undirritaður !ií aðalstöðvum Marshallstofnunarinnar þar dag inn áður. Selja Irar Islending- um hatta, kaðla, vefnaðarvöru, mjólk og kartöflur, en fá i stað inn fisk, loðskinnog húðir. Manndauði, fæð- ingar o.fl. árið 1949 1 nýútkomnum hagtíðindum er að finna ýmsar upplýsingar um hjónavigslur, manndauða og fæðingar árið 1949. Skulu hér birt nokkur atriði úr þeim upp- lýsingmn. Árið 1949 voru hjónavígslur alls 1.075, eða 7,7 á hvert þús- imd landsmanna. Er það held- ur minna heldur en verið hefur (1948 8,5 1947 8,3). Hjónaskiln aðir voru 83 eða 0,6 af þús- undi. Er það minna en udan- farin 2 ár (1948 0,7, 1947 0,8). Miðað við lengra tímabil, frá 1926, sem skýrslurnar ná yfir, hefur hjónaskilnuðum fjölgað mjög, svo aðheita má að þeir hafi tvöfaldást miðað við mann fjölda. (Framliald á 2. síðu) Ix^ Miðvikudagur 13. des. 1950 35. tölublað. 13. árgangur. Rokossovski og Eisenhower Bandaríski hershöfðinginn Ike Eisenhower hef- ur nýlega verið útnefndur æðsti yfirmaður „hinna sameinuðu varnarher ja Atlanzhafsbanda Iagsríkjanna“. Að ráðningu hans standa æðstu yfirmenn hermála og ríkisstjórnirnar í þessum tólf löndum, þ.á.m. íslands! ★ Fyrir tæpu ári kaus r'ikis- stjórn og þing Póllands Konst- antin Rokossovski marskálk æðsta yfirmann Pólska hersins. Þegar þetta fréttist, ætluðu ,,Iýðræðisblöðin“ í V-Evrópu bókstaflega að rifna í tætlur af hneykslun og vandlætingu, og töldu það fullsannað, sem þau hefði reyndar grunað áður, að Rússar hefðu bæði tögl o.g hagldir í hermálum Póllands og annara alþýðulýðvelda í A- Evrópu. „Pólski herinn settur undir rússneska yfirstjórn,“ sagði Morgunblaðið. Rokossovski marskálkur hlaut hernaðarmenntun s'ína í Ráðstjórnarríkjunum og ávann sér heimsfrægð fyrir herstjórn arsnilli í heimsstyrjöldinrii síð- ari. En hann er Pólverji í húð og hár, fæddur í Varsjá af pólskum foreldrum, alinn upp í Póllandi að miklu leyti, talar pólsku og hefur ætíð litið á sig sem Pólverja. Þegar hann tók við hinu nýja embætti smu í fyrravetur, afsalaði hann sér borgararétti sínum í Ráðstjórn arríkjunum og gerðist pólskur borgari. Eisenhower er ekki fæddur í London, París, Kaupmanna- höfn, Reykjavík, né neinni aim arri evrópskri borg, heldur 100% ameríkani og gamall skó sveinn dollaraimperíalismans.— Hann hefur heldur ekki og mun ekki afsala sér neinum réttind- um bandarískra borgara. Hins- vegar hefur hann tekið nokkurn þátt í stjórnmálum, m.a. verið nefndur sem hugsanlegt for- setaefni repúblikana. Þrátt fyr- ir þetta heyrðist engiim kurr meðal lýðræðishetja V-Evrópu þegar hann var kjörinn yfir- stjórnandi herja V-Evrópu, — heldur beygðu þær kné sín í þögn og auðmýkt. Eisenhower er Ameríkani, og þar að auki gamalt handbendi Wall Street auðjöfraima. Dollaraherrunum ber að hlýða skilyrðislaust. Það eru notaðir tvennskon- BEZTU BOKAKAUPIN Eftirtaldar bækur lief ég fengið til afgreiðslu lianda áskrif- endum Máls og menningar með 10% afslætti frá verði í bóka- búðum: Jóhann Kristófer, eftir Romain Rolland, Ditta Mannsbam, eftir Martin Andersen Nexö, Bamæska mín, eftir Maxim Gorki, Hjá vandalausum eftir Maxim Gorki, Dauðsmannsey eftir Jó- liannes úr Kötlum, Siglingin milcla, eftir Jóliannes úr Kötlum, Ljóðasafn Jóliannesar úr Kötlum, Fyrsta barnið, eftir Giuen Barton, Fjalla Eyvindur, eftir Jóhann Sigurjónsson, Kvæði Snorra Hjartarsonar, Ur landsuðri, kvæði, Jón Helgason. Þið, sem enn liafið ekki gerzt áskrifendur að bókmn Máls og menningar, ættuð að gera það sem fyrst, svo þið getið orðið að- njótandi þess að fá bækur eftir vinsælustu rithöfunda með lægra verði en þið eigið kost á að fá annars staðar. KRISTMAR ÓLAFSSON ar mælikvarðar í marsjall-lönd- unum. Það telst í alla staði sjálfsagt og lofsvert að tólf Evrópuríki afsali sér fullveldi sinu og sjálfsákvörðunarrétti, og búi sig undir styrjöld gegn fjandmönnum, sem valdhafarn- ir í annari heijnsálfu ákveða hverjir skuli vera, framselji dollaraimperialismanumlöndsín og l'If fólksins til að ráðskast með e-ftir vild og setji allan herafla sinn undir bandaríska yfirstjórn. Hinsvegar á hneyksl un „lýðræðisríkjanna" sér eng- in takmörk þegar pólska þingið gerir pólskan hershöfðingja að æðsta yfirmanni pólska hersins. Tímaritið „Réttur“ 3. hefti þessa árgangs er ný- komið út. Er hefti þetta að mestu helgað minningu Jóns biskups Arasonar og sona hans. Efni heftisins er þetta: I minningu Jóns Arasonar og sona hans: Ritkaflar og kvæði eftir Jón Sigurðsson forseta, Jón Arason, Þorstein Erlings- son, Jóhannes úr Kötlum o.fl. Dánarminning Jóns Arasonar, eftir Bjöm Sigfússon. Auðæfi jarðar og mennirnir, eftir M. Iljin. Stórveldastrið og stétta- barátta siðskiptatímans eftir Bjöm Þorsteinsson. Innlend víð sjá eftir Brynjólf Bjamason. Þá er kvæði, bókafréttir o.fl. Eins og margoft áður hefur verið bent á hér 1 þessu blaði, er Réttur eitt af merkustu tímaritmn landsins. Þetta er 34. árgangur hans. Öll þessi ár hefur hann verið málssvari og málflytjandi hinna réttinda- snauðu í þjóðfélaginu, barizt fyrir auknum réttindum þeim til handa og leitast við að fræða þá um orsakir réttleysis þeirra. Því er alltaf að finna í Rétti fræðandi greinar um þjóð félagsmál, bæði af innlendum og erlendum vettvangi, og í þeim má finna skýringar á mörgum þeim málum, sem auð- valdsblöðin hafa rangskýrt og flutt viHandi fregnir af. Árgang ur Réttar er fjögur hefti, sam- tals um þrjú hundmð blaðsíð- ur og kostar þó ekki nema ein- ar 25 krónur. Það er ekki stór né merkileg bók, sem fæst nú fyrir 25 kr. Þeir, sem áhuga hafa fyrir að eignast ódýrar og góðar bækur ættu að gerast áskrifendiu’ að Rétti. Þar fá þeir eina góða bók á ári hverju Útsölumaður Réttar er Einar M. Aibertsson, og geta nýir kaupendur snúið sér tH hans í Skóvinnustofuna Aðalgötu 22, eða hringt í síma 130 og tH- kynnt þar áskrift sína.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.