Mjölnir


Mjölnir - 21.12.1962, Blaðsíða 1

Mjölnir - 21.12.1962, Blaðsíða 1
TIL SIGLFIRÐINGA Við send'um ölluin Siglfiiðingum, sérstaklej’a [ió Þrótlar- félögum vinum okkar og samherjum innilegustu jóla- og nýársóskir. STEINÞORA EINARSDOTTIR. GUNNAR JOHANNSSON. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON: fimm vers úr gamnldngs ttúnrljóði Og ég skal gjarnan játa enn að sinni að ég var myrkhrætt barn í æsku minni, og jafnvel miklu meira að slíku kvað en mamma og pabbi fengju að vita það. Og sál mín var sem lítill fugl á flótta er finnur hvergi skjól í sínum ótta og næturvindar hrekja stað úr stað. En börnum þeim er drottinn bauð að dreyma í dul og þjáning milli tveggja heima, þeim gaf þó stundum fagursýh að sjá í svip, er skýjum létti snöggvast frá: þú, friðarland, að baki hvítra hranna, þú, hulduland í vonsýn þúsundanna, þín strönd er græn og frjó og fjöll þín blá. Hví skyldi ei sá, er heyrði heiminn stynja í hatursbáli, leita þar til vinja sem aldrei streymir bróðurblóð í sand, og barn sitt fræða um sjálfs sín draumaland. Hve gott að vona að framtíð friði vafin sé föðurlausum vís og Ijósöld hafin, er okkar eigin báta ber í strand. Því meir sem dimman dregur tjald sitt yfir þess dýrri verður geisli sá er lifir, því vil ég, fyrr en fell ég eins og strá í firnsku og þögn af sláttumannsins Ijá, þinn andblæ finna ofar hyl og straumi þú óskaland, er fyrr ég leit í draumi og vita til þín nokkru nær en þá. Ó, gef mér svar við barnabænum mínum og birt mér landsýn heim að ströndum þínum, og lát mig undrast hversu hátt þig ber úr húmsins myrka sæ við fætur þér, gleð augu mín með öllum þínum litum, lát angan þrna berast mér að vitum, seg fram þitt Ijúfa Ijóð í eyra mér. L_r ——-------------------———i Fiðlusveif Tónskóla Siglufjarðar. Grein um skólann bíður næsfa blaðs. Byltingin á Kúbu Heimskringla hefur nýlega gef- ið út bókina Byltingin á Kúbu, eftir Magnús Kjartansson rit- stj óra, en Magnús dvaldist á Kúbu um nokkurra vikna skeið á s.l. sumri. Eitt af því fáa, sem kommún- istar og andkommúnistar hafa lil skamms tíma verið algerlega sam- mála um, er það, að til þess að hægt sé að gera kommúnistiska byltingu og stofna sósíalistiskt þjóðfélag, þurfi að vera fyrir hendi í viðkomandi landi sósíalist- iskur stjórnmálaflokkur, sem stjórni valdatökunni og skipu- leggi uppbyggingu hins sósíalist- iska þjóðfélags. En á Kúbu þró- uðust atburðirnir þvert ofan í all- ar kenningar, og er sú þróun eitt dæmi þess, hvernig allar leiðir stefna nú til sósíalisma og hversu furðulegar þær leiðir geta verið: Gerð er uppreisn gegn harð- stjórn og óstjórn siðspilltrar valdaklíku í þeim tilgangi að tryggja þjóðinni yfirráð í landi sínu og þolanlega heiðarlegt stjórnarfar. Uppreisnarmenn sigra. En höf- uðvígi andkommúnismans, Banda- ríkin, neyða Kúbustjórn til að koma á sósíalistisku hagkerfi stig af stigi, loka jafnvel ölium leið- um hennar til verzlunarviðskipta nema við sósíalistisku löndin. Allöngu síðar er lýst yfir, að gerð hafi verið sósíalistisk bylting í landinu. Að síðustu er hafizt handa um stofnun sósíalistisks stjórnmála- ílokks til að hafa á hendi forustu um stjórn hins sósíalistiska þjóð- félags, — og því verki mun ekki enn lokið! Svona öfugmælakennd getur söguþróunin verið á miklum tíma- mótum. Við lestur bókar Magnús- ar Kjartanssonar verður rás þró- unarinnar á Kúbu auðskilin. Sósí- alisminn var eina færa leiðin til lausnar á vandamálum þjóðarinn- ar. Það var aðeins um tvennt að velja: sósialisma eða uppgjöf. Og sú mynd, sem dregin er upp í bók- inni af Fidel Castro og félögum hans, skýrir hvernig á því stóð, að þeim fór ekki eins og svo mörg- um byltingaleiðtogum í rómönsku Ameríku, sem gefizt hafa upp fyrir hinu margfalda ofurefli. Það, sem gerði gæfumuninn, var óbil- andi kjarkur og siðferðisþrek hinna kúbönsku leiðtoga. Fidel Caslro er án efa einn sér- stæðasti og áhrifamesti persónu- leiki, sem nú er uppi. Bók Magnús- ar gefur glögga mynd af þessum furðulega manni, sem einna helzt minnir á útvalda leiðtoga, sem oss eru aðeins kunnir af bókum. Eld- móður hans, kjarkur hans, áhrifa- vald ræðu hans, æðruleysi hans og sigurvissa gagnvart ofureflinu, jafnvel líkamsvöxtur hans og skeggjað andlitið leiðir hugann að spámönnum forngyðinga, Móse, Elíasi og Makkabeunum, og myndum þeim, er trúaðir menn hafa gert sér af þessum innblásnu heljum, sem með óbilandi sið- ferðisþreki sínu og algerri full- vissu um réttmæti málstaðar síns sönnuðu þjóð sinni, „að sigrar eru að minnstu leyti komnir undir vopnum en að mestu leyti undir siðgæði“, — og sköpuðu þjóð, sem enn heldur velli, eftir meira en tvö þúsund ára þrengingar. Magnús rekur í bókinni í stór- um dráttum hina reyfaralegu sögu um uppreisnina, sem fæstir mundu trúa, ef hún væri ekki margstað- fest af blöðum og útvarpsstöðv- um um allan heim. Þá segir hann glöggt og skilmerkilega frá núver- andi viðfangsefnum Kúbustj órn- ar, framtíðaráformum og ýmsum erfiðleikum, sem hún á - við að stríða. Eru þessu m. a. gerð skil í viðtali, sem Magnús átti við Che Guevara, lækni, skæruliðaforingja, marxista og skipulagssnilling, sem „alltaf er að finna þar sem vand- inn er mestur“, og er nú iðnaðar- málaráðherra og formaður áætl- unarstjórnar Kúbu. Þá veitir bók- in ágæta fræðslu um náttúrufar og landshætti í þessu auðuga og fagra sólarlandi, þar sem meðal- Framh. á 3. síðu. Fró Kúbu. — Fremst á myndinni Dorticos forscti og Castro forsætisróðh.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.