Mjölnir


Mjölnir - 21.12.1962, Blaðsíða 12

Mjölnir - 21.12.1962, Blaðsíða 12
Jón T. Jóhaimssoii, ikipstj. ■ HINIINCARORD - í fyrradag fór fram frá Siglu- fjarðarkirkju útför Jóns Jóhanns- sonar skipstjóra, er íórst af slysförum á Akureyri hinn 11. þ. mán. Jón Jóhannsson var fæddur á Brekku í Svarfaðardal 27. júní 1906. Foreldrar hans voru Jóhann Sveinbjörnsson bóndi þar og kona lians Sesselja Jónsdóttir. Þegar Jón var 10 ára gamall fluttust for- eldrar lians að Sauðanesi í sömu sveit. Þar fékk hann sín fyrstu kynni af sjómennskunni, sem varð ævistarf hans, þegar undan eru skilin fáein ár, sem hann var verk- stjóri. Byrjaði hann sem ungur drengur á Sauðanesi að fara á sjó með föður sínurn. Er hann var 16 ára gamall, flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, og þar hófst sjó- mennskuferill Jóns fyrir alvöru. M. a. var hann nokkra vetur á tog- urum. Þá voru vökulögin ný af nálinni, og bar talsvert á, að þau væru ekki virt, og vinnudeilur og verkföll voru tíð. Þar fékk Jón sín fyrstu kynni af verkalýðshreyfing- unni og flokki hennar, Alþýðu- flokknum. Jón sagði mér eitt sinn, að íog- aravertíðirnar á unglingsárum sínum væru þeir verstu dagar, sem hann hefði lifað. Hefði hann þá ekki verið fullharðnaður, en vökur og þrældómur slíkur, að hann liefði oftast verið úrvinda af svefnskorti og þrældómi, og hafn- arfríin Iiefði hann og flestir skips- íélagar hans notað til að sofa. llefði hann þá fengið sig svo sadd- an af togarasjómennskunni, að þrátt fyrir það að hann vissi, að vinna og aðbúnaður á togurum væri nú gerbreytt frá því sem þá var, mundi hann reyna flest önn- ur ráð til að vinna fyrir sér áður en hann færi um borð í íogára. A þessum árum mun hann oft- ast hafa verið á síld eða við róðra hér fyrir norðan á sumrin. Tuttugu og tveggja ára gamall varð hann fyrst formaður á bát héðan frá Siglufirði, og stundaði oftast sjó héðan eftir það, sem skipstjóri eða stýrimaður á bát- um héðan, að undanteknu 10 ára tímabili, sem hann var verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Var hann farsæll skipstjórnarmað- ur, drjúgur aflamaður og fór vel með skip og veiðarfæri. Árið 1929 kvæntist Jón Elínu Flóventsdóttur, héðan frá Siglu- firði, og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau þrjá syni: Braga, veðurfræðing í Reykjavík, Jóhann Tónskóli Siglufjorðar efndi til skemmtunar í Nýja-Bíó 1. desember. Gafst þar að heyra ór- angur af starfi skólans meðal yngstu nemendanna það sem af er órinu. Mikill fjöldi barna ó aldrinum 7 til 15 óra kom fram, lék ó hljóðfæri og söng. Síðari hluti skemmtunarinnar var i því fólginn að jólasveinn heimsótti börnin, sagði þeim sögur og söng fyrir þau, en þau sungu aftur fyrir hann og léku ó hljóðfæri sín. Aðsókn var ógæt og skemmtu óheyrendur sér hið bezta. Sverri, tannlækni, búsettan hér, og Héðinn, háskólastúdent. Lét Jón sér mjög annt um syni sína og greiddi götu þeirra til náms eins og hagur hans frekast leyfði. Eins og áður segir varð Jón snemma handgenginn verkalýðs- hreyfingunni og stjórnmálasam- tökum hennar. Hörð verkalýðs- barátta og sósíalismi forustu- manna Alþýðuflokksins mótuðu skoðanir hans þannig, að þær ent- ust honum til æviloka. Var hann alla ævi eindreginn sósíalisti í skoðunum og skildi flestum betur nauðsyn einingarinnar í baráttu vinnandi fólks fyrir betri lífskjör- sendum. Hann var ákaflega vand- ur að virðingu sinni og í félags- málastarfsemi sinni gerði hann sér flestum betur far um að líta hlutlægt á málin. Enda naut hann trausts og virðingar andstæðinga jafnt og samherja í félagsmálum. M. a. var hann fyrsti formaður Þróttar, er verkalýðsfélögin hér voru sameinuð. Ekki kann ég að rekja íélags- málastörf Jóns nákvæmlega, en hann átti oft sæti í stjórnum verka- lýðsfélaganna hér, starfaði mikið í bæjarstjórn og nefndum bæjar- stjórnar, einkum fyrr á árum, og í stjórn og fulltrúaráði Sósíalista- um. Var hann jafnan í vinstri armi Alþýðuflokksins, og þegar íil orða kom að sameina Alþýðu- flokkinn og Kommúnistaflokkinn gerðist hann eindreginn talsmað- ur sameiningarinnar í Alþýðu- flokknum og naut mikils trausts vinstri manna. M. a. tókst hann á hendur erindrekstur til að íal.a máli sameiningarsinna í verka- lýðsfélögunum hér norðanlands, og átti sæti í samninganefnd þeirri, sem kjörin var á Alþýðu- sambandsþingi 1937 til samninga við Komnnnúnistaflokkinn. Þegar svo Sósíalistaflokkurinn var stofn- aður 1938, var hann einn þeirra Alþýðuflokksmanna, sem gerðust stofnfélagar hans. Nokkrum mán- uðum áður hafði Jón verið kjör- inn í bæjarstjórn Siglufjarðar sem fulltrúi Alþýðuflokksins á sameiginlegum lista þess flokks og Kommúnistaflokksins, en lagði niður umboð sitt eftir stofnun Sósíalistaflokksins, eftir tilmælum fyrri félaga sinna i Alþýðuflokkn- um. Lýsir þetta Jóni vel. Lagalega hafði hann fullan rétt til að fara áfram með umboð sitt sem bæjar- fulltrúi, en þótt hann vildi vinna hinum nýja flokki sínum, sem hann hafði lagt mikið á sig lil að koma á fót, kaus hann heldur að leggja niður umboð sitt en láta nokkurn mann draga í efa, að hann væri með það á réttum for- félags Siglufjarðar átti liann sæti öll þau ár sem hann var í flokkn- um eða frá stofnun hans til dauða- dags, að undanskildum örfáum árum, sem hann var utan flokka. Ilefur sósíalistafélagið misst einn af sínum beztu mönnum, þar sem Jón var. Jón var harðgreindur maður, hafði gott minni og var fljótur að átta sig á hlutunum, en tók aldrei afstöðu án þess að hugsa málin og athuga þau vandlega fyrst. Æs- ingar annarra höfðu engin áhrif á hann, en hann gat orðið lalsvert heitur stundum, ef honum þótti mikið í húfi. Ræðumaður var hann ágætur, talaði íagurt mál, og talaði það vel. Rödd hans var björt og þýð og ákaflega blæ- brigðarík, og honum varð aldrei orðs vant. Hef ég engan mann heyrt flytja betur ræðu en Jón, þegar honum tókst bezt upp, og lélega ræðu hygg ég, að hann hafi aldrei flutt. Jón var fremur dulur í skapi og hlédrægur að eðlisfari. Hann var góður hagyrðingur, en lét lítið á því bera. Einkamálum sínum flík- aði hann aldrei við aðra menn, og sóttist ekki eftir kunningsskap annarra, né heldur vegtyllum af nokkru tagi. Hygg ég, að hann hefði helzt kosið að lifa í kyrrþey og friði við alla. En þegar um það var að velja að sitja hjá eða leggja Jakob Gunnlaugsson Fæddur 12. ágúsf 1888. — Þann 7. þ. m. andaðist á Sjúkra- húsi Siglufjarðar Jakob Gunn- laugsson verkamaður, eftir skamma sjúkrahúsvist. Jakob var 74 ára er hann lézt. Meðan heilsa og starfsþrek ent- ist starfaði Jakob heitinn að því ásamt öðrum þeim Siglfirðingum sem nú eru orðnir vel við aldur, að breyta bænum okkar úr út- lendri verstöð í innlent bæjarfé- lag. I hópi starfsfélaga var þessi hægláti verkamaður vinsæll og dæmi eru þess, að hann hafi notið sérstakrar vinsemdar vinnufélaga sinna og húsbænda. Þótt Jakob heitinn færi á mis við menntun og skólagöngu, gat hann vel komið fyrir sig orði, og ef með þurfti sagt öðrum til syndanna, en sá eiginleiki nýtur ávallt virðingar verkamanna, og sérstaklega ef sá hinn sami er ekki talinn standa hátt á borgaralega vísu. Mörg undanfarin ár bjó Jakob í Pálsbænum við Lindargötu og hugsaði um sig sjálfur að öðru leyti en því sem góðir nágrannar litu til með honum. Margar munu þær ferðirnar sem Jakob fór til vinar síns Páls, eftir að hann var kominn á efri ár og sagði honum þá gjarnan írá atburðum dagsins, en Páll þá ekki orðinn fær um að vera mikið úli við. Vænti ég Jakob hafi nú fært vini sínum nokkrar fréttir úr okk- ar kæra bæjarfélagi. Jakob heitinn var ekki einn þeirra er kvarta þótt ekki sé hægt að veita sér það sem hugurinn þráir, en hann taldi að bæjarfélag- inu bæri nokkur skylda til, að gleyma þeim ekki, er unnið hafa langan vinnudag, en væru nokk- urs þurfi hinztu árin, en vart verð- ur því haldið fram að bæjarfélag- ið sói fé til að gera vistarverur slíkra meðbræðra sem Jakobs heitins ríkmannlegar. Skoðanalega var Jakob heitinn einlægur verkalýðssinni og heitur andstæðingur yfirgangs og aftur- halds, hann fylgdist vel með þeim atburðum, sem bárust utan úr heimi, og gerði sér mörgum frek- ar grein fyrir þeirri frelsisbaráttu sem þar á sér stað milli alþýðunn- ar og yfirstéttanna. Engum gat Jakob óskað verra lilutskiptis en út í baráttu vegna málefnis, sem hann taldi gott, þá kaus hann held- ur baráttuna. Það laldi hann skyldu sína, og frá skyldum sínum hljópst hann ekki. Ég votla eiginkonu Jóns heitins, sonum þeirra, öldruðum föður hans og öðrum vandamönnum hans innilegustu samúð mína. Benedikt Sigurðsson. - Dáinn 7. desember 1962 vera kominn lil Þýzkalands, en gert mun hann hafa sér grein fyrir að þar, í ríki nazismans, hafi mannvonzka lagzt lægst. Jæja kunningi Jakob, þakka þér fyrir öll árin, sem við höfum þekkzt, það var oft hressandi að hitta þig og þú eyddir ekki tíman- um í málalengingar, og slíkum mönnum lærir maður vissulega margt af að kynnast. Vinur. SLYSAVARNAKONUR í SIGLUFIRÐI I tilefni af 30 ára afmæli kvennadeildarinnar „Varnar" 5. marz n. k. hefir verið ákveðið að æfa kvennakór ef næg þátltaka fæst. Þær konur, sem hafa áhuga á að vera með í kórnum, gefi sig frcm við Pál Erlendsson, síma 251, Líneyju Bogadóttur, síma 461 eða Ragnheiði Sæmundsdótt- son, síma 321. FRÁ KVENFÉLAGI SJÚKRAHÚSSINS Kvenfélag Sjúkrahúss Siglu- fjarðar hélt aðalfund sinn 27. nóv- ember s.l. Var öll stjórnin endur- kjörin, en hana skipa: Hildur Svavarsdóttir, formaður, Ragn- heiður Sæmundsson, ritari, Krist- ine Þorsteinsson, gjaldkeri, Dag- björt Einarsdóttir, meðstjórnandi, og til vara Anna Snorradóttir, Margrét Olafsdóttir og Ágústa Ragnars. Fjársöfnun á árinu nam kr. 161.025.00. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa var samþykkt að hækka verð heillaskeyta félagsins úr kr. 15 í kr. 20 frá 1. janúar 1963. Einnig var ákveðið að láta gera tvær nýjar gerðir heilla- skeyta. Allt fé, sem félagið safnar fer lil byggingar Sjúkrahúss Siglufjarðar, og hefur þegar verið lagt fram krónur 765 þúsund. Félagið þakkar öllum Siglfirð- ingum þann hlýhug, sem þeir hafa frá byrjun sýnt starfsemi félags- ins og óskar öllum gleðilegra jóla og gæíuríks komandi árs. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. sendir öllum Siglfirðingum beztu jóla- og nýórsóskir.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.