Mjölnir


Mjölnir - 21.12.1962, Blaðsíða 3

Mjölnir - 21.12.1962, Blaðsíða 3
 HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLAADS 60.000 lilutamiðar — 15.000 vinniugar. Fjórði hver miði hlýtur vinning að meðaltali Endurnýjun til 1. flokks 1963 hefst 27. desember. FJÖLDI ÚTGEFINNA MIÐA ER ÓBREYTTUR. VERÐ MIÐANNA ER ÓBREYTT. Yi miði 60 krónur á mónuði l/z — 30 krónur ó mónuði % — 15 krónur á mónuði 70% af velfunni er greitt í vinninga, en það er miklu hærra vinningshlutfall, en nokkurt annað happdrætti greiðir hérlendis. Heildarfjórhæð vinninga er: Þrjátíu milljónir tvö liundruð og fjöru- ~ tíu þúsund krónur er skiptast þannig: Happdrætti Háskólans hefur einkarétt á pen- ingahappdrætti hér á landi. 1 vinningur ó 1.000.000 kr. . . . 1.000.000 kr. 1 — — 500.000 — . 500.000 — 11 vinningar — 200.000 — . . . 2.200.000 — 12 — — 100.000 — . . . 1.200.000 — 401 — — 10.000 — . . . 4.010.000 — 1.606 — — 5.000 — . . . 8.030.000 — 12.940 — — 1.000 — . . . 12.940.000 — Aukavinningar: 2 vinningar r a 50.000 kr. . 100.000 kr. 26 — — 10.000 — . . . 260.000 — 15.000 30.240.000 kr. Athugið hinn mikla fjölda 5.000 og 10.000 króna vinninga. Happdrætti Háskólans er eina happdrættið, sem greiðir 7 krónur af hverjum 10 í vinninga. Góðfúslega endurnýið sem fyrst til að forðast biðraðir seinustu dagana. Happdrætti Háskóla íslands. Lítið andsvar Það var sagt um alkunnan draug á Berufjarðarströnd, sem nefndur var Skála-Brandur, að hann leystist jafnan upp í reyk, þegar menn vildu taka á honum. Svolítið svipað hefur farið fyrir vini mínum Stefáni Friðbjarnar- syni í leiðara Siglfirðings hinn 27. nóv. Ofurlitið mótar þó fyrir línum í þokunni, og þegar búið er að blása rykinu burtu, stendur þetta eftir: Allt illl í heiminum er Rúss- um og kommúnistum a.ð kenna, og hinar vestrænu lýðræðisþjóðir, sem eru hreinar af allri synd, verða að skera upp herör og berj- ast þar til yfir lýkur, og kommún- isminn er að velli lagður, þótt það kunni að kosta líf mannkynsins. Allt friðartal er af hinu vonda. Ennfremur er svo að skilja, að allir þeir, sem ekki fallast skilyrð- islaust á þetta heróp, séu ofurseld- ir spillingunni, og heri fulla á- hyrgð á öllu því, sem miður fer, og miður kann að fara í löndum sósíalismans, hvort sem þeir mæla fyrir friðinum af heimsku eða ill- um hvötum. Væntanlega er Stef- án þá reiðubúinn til að bera á- byrgð á öllum syndum hins kapí- taliska heims. Nei, Stefán minn, við skulum halda okkur við j örðina. Það þarf stærri mann en þig til að taka alia ' ábyrgð á glæpum hins vestræna heims, enda hefur mér aldrei kom- j ið til hugar að leggja þá byrði á ' þínar veiku herðar. En ég man heldur ekki til, að neinn liggi dauður sunnan iandamæra Tíbet af mínum völdum. Hún er ósköp einföld trúarjátningin hans Stef- áns. Hún er sú sama og liöfð er eftir Dungal: „Djöfullinn býr í Moskva“. Eg hef hins vegar lengst af verið efasemdarmaður, og ég trúi því ekki, að jörðin skiptist milli engla og djöfla eftir ákveð- inni línu. Hins vegar trúi ég því statt og stöðugt, að smáþjóð eins og íslendingum sé sæmra að leggja lóð á vogarskál friðarins, en að gala með í stríðskór stór- veldanna. Og það er rangt, að hlutleysið sé úrelt hugtak. Þá á ég ekki við það ábyrgðarleysi, sem lætur reka á reiðanum og skáldið, sem hann Stefán vitnar í, er að ráðast á, heldur þá friðarbaráttu, sem reynir að jafna deilur stór- veldanna og hera klæði á vopnin. Þeim fjölgar stöðugt þeim ríkj- um, sem skipa sér í þann flokk, og það verður komið undir styrk þeirra, hvort mannkynið á að fá að lifa á jörðinni eða brenna upp í atómeldi. Með kærri kveðju. Hlöðver Sigurðsson. ATH.: Vegna rúmleysis liefur birting þessarar greinar dregizt. Byltinp ií Kðtiii (Framhald aj 1. síSu). liiti vetrarins er yfir 20 stig og þar sem sáð er og uppskorið allan ársins hring. Milli 30 og 40 ágætar myndir prýða bókina, sem er um 190 les- málssíður. Þetta er skeinmtileg og eiguleg bók, en ég ráðlegg engum að lesa hana nema hann hafi sæmi- legan tíma til lestrar, því það er mjög erfitt að leggja hana frá sér fyrr en maður er búinn að lesa hana til enda. B. S. Gerist óskrifendur að Mjölni. Auglýsið í MJÖLNI Prentum BÆKUR BLÖÐ TÍMARIT Hvers konor SMÁPRENT LITPRENTUN Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Sími 1024. Gleðileg jól. Gott og farsælt komandi ór. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. BIFREIÐA- OG VÉLAVERKSTÆÐI KS, Sauðórkróki Messor i hirhjunni YFIR HÁTÍÐARNAR Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6 Jóladagur: Hótíðamessa kl. 2 Annar jóladagur Barnamessa kl. 1 1 f. h. Skírnarmessa kl. 2e. h. Gamlaórskvöld: Aftansöngur kl. 6 Nýórsdagur: Hótíðamessa kl. 2 Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ór. Sóknarprestur MJÖLNIR Útgefondi: Alþýðubandalogið i Norðurlandskjördæmi vestra. ÁbyrgSarmaður: Hannes Baldvinsson. Afgreiðsla: SuSurgötu 10 — Simi 194. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri. 1----------------------------------------------------------------------♦ JÓLABLAÐ 1962 Mjölnir — (3

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.