Mjölnir


Mjölnir - 10.05.1966, Qupperneq 1

Mjölnir - 10.05.1966, Qupperneq 1
Enn íiö sonifl heygarishflrBii Stefán Friðbjarnarson og Jóhann G. Möller vísuðu frá til- lögu Hannesar Baldvinssonar um að auglýsa bæjarstjóra- starfið í Siglufirði laust til umsóknar! Á bæjarráðsfundi 28. apríl sl. bar Hannes Baldvinsson bæjar- fulltrúi fram eftirfarandi tillögu: „Þar sem ráðningartími bæjarstjóra rennur út um leið og kjörtimabilið, samþykkir bæjarráð að auglýsa starf bæjarstjára í Siglufirði laust til um- sóknar." Bœjarmálastefnuskrá Alþýðnbendalflgsins í Siglofirði fyrir hjirtímabilið I9ÍHW0 Alþýðubandalagið mun að kosningum lokn- * um hafa frumkvæði um að skapa sem víð- tækasta einingu innan bæjarstjórnarinnar um hags- munamál bæjarfélagsins og ráðningu duglegs bæj- arstjóra. i 2 Alþýðubandolagið telur nauðsynlegt, að gerð * verði hlutlaus rannsókn og mat á fjárhags- kerfi bæjarins og bæjarfyrirtækjanna. A grundvelli niðurstaðna þessarrar rannsóknar verði byggðar að- gerðir til að rétta við fjárhag bæjarfélagsins, og ennfremur áætlanir um framkvæmdir bæjarins og fyrirtækja hans til nokkurra ára i senn. ^ Reynt verði að fá tekjustofnalögunum breytt * í það horf, að bæjarfélaginu verði heimilt að lcggja útsvör og önnur bæjargjöld á ríkisrekin fyrirtæki á sama hátt og hliðstæðan rekstur í fé- lags- eða einstaklingseign. í Bæjarfélagið stuðli að aukningu þorskútgerð- * ar úr bænum, m. a. með byggingu útgerðar- húsa. Stefnt verði að þvi að koma upp verbúðum fyrir 10 smærri og stærri báta á kjörtimabilinu. Aðstaða til smábátaútgerðar verði bætt hið bráðasta Beitt verði öllum tiltækum ráðum til að * hraða byggingu fyrirhugaðs slipps á athafna- svæði innri hafnarinnar, og stefnt að þvi að hann verði tekinn til starfa fyrir lok kjörtímabilsins. ^ Hraðað verði sem unnt er rannsóknum á * jarðhitasvæðinu í Skútudal, og hafizt handa um byggingu hitaveitu, reynist jarðhiti þar nægi- legur. ’J Bæjarstjórn stuðli að auknum viðskiptatengsl * um Siglfirðinga við nærliggjandi sveitir, og leiti eftir samvinnu við bændur og samtök þeirra i austanverðum Skagafirði i þessu skyni, m. a. með það fyrir augum, að í Siglufirði verði komið á fót mjólkuriðnaði og sláturhúsi. 8. Bæjarstjórn stuðli eftir megni að aukningu niðurlagningar- og niðursuðuiðnaðar í bæn- 9. Bæjarstjórn beiti áhrifum sínum til þess að gerð flugvallar í bænum verði hraðað, og að sá hluti hans, sem búið er að fylla upp, verði mal- borinn og tekinn í notkun á þessu ári. 10. Uppbyggingu Innri-hafnarinnar verði hald ið áfram í áföngum, og framkvæmdum hagað þannig, að það, sem unnið er hverju sinni, komi sem fyrst til nota. Fram verði látin fara at- hugun og aðkallandi viðgerð á Oldubrjótnum, og lokið við byggingu Hofnarbryggjunnar. 11. Lokið verði við byggingu skólanna og sund- hallarinnar á þessu ári. Unnið verði að byggingu fyrirhugaðs iþróttasvæðis við Langeyri og stefnt að því, að þar komist upp a. m. k. fullgerð- ur knattspyrnuvöllur fyrir lok kjörtimabilsins. Bætt verði aðstaða til skíðaiðkana, i samráði og sam- vinnu við skíðafélagið, og varið til þess nokkurri fjárfúlgu úr bæjarsjóði. Leitað verði samstarfs við verkalýðssamtök, at- vinnurekendur og kvennasamtök bæjarins um að koma upp barnadagheimili, er helzt þyrfti að reka allt árið, með það fyrir augum að auðvelda mæðr- um þátttöku i atvinnulífinu. Einnig verði athugaðir möguleikar á að koma upp vöggustofu, m. a. rann- sakað, hvort unnt mundi vera að nota gamla sjúkra húsið i þeim tilgangi. Komið verði upp leikvelli í suðurbænum, og leik- svæði fyrir börn afmörkuð á fleiri stöðum. Hlynnt verði að menningar- og tómstundastarfi æskulýðs bæjarins. Bæjarstjórn hafi forgöngu um undirbúning að byggingu félagsheimilis. Haldið verði áfram varanlegri gatnagerð, eftir þvi sem fjármagn leyfir. t Bæjarstjórn hafi góða samvinnu við verkalýðs- samtökin, geri við þau samninga eða hliti þeim samningum, sem þau gera við atvinnurekendur. Bæjarráðsmennirnir Stefán Friðbjarnarson og Jóhann G. Möller fluttu eftirfarandi frávísunartillögu við tillögu Hannesar: „Þar sem það er ótvirætt verkefni nýrrar bæjarstjórnar að ráða bæjar- stjóra fyrir komandi kjörtimabil, teljum við ótímabært að samþykkja fram- komna tillögu á þessu stigi málsins, og raunar óviðeigandi að núverandi bæjarstjóra fjarverandi erlendis, og vísum henni því frá." Auðvitað er það hreint blaður, að „ótímabært“ sé að auglýsa eftir umsækjanda í starf, sem er að losna. Því síður er það nokkur móðg- un við núverandi bæjarstjóra að auglýsa starfið þótt hann sé fjar- verndi. Að réttu lagi hefði hann sjálfur átt að hafa frumkvæði um að auglýsa það, og það fyrir löngu. Ástæðan fyrir frávísun þeirra sálufélaganna Stefáns og Jóhanns getur því engin önnur verið en sú, að þeir hafa hug á ákveðnum manni til að vera bæjarstjóri næsta kjörtímabil, ef flokkar þeirra fá meirihluta í bæjarstjórn. Geta Sigfirðingar gizkað á, hvaða maður það er, sem Stefán og Jóhann hafa hug á sem bæjarstjóra næsta kjörtímabil? ALÞÝÐU BAN DALAGSFÓLK! FUNDUR verður haldinn í Alþýðubandalaginu, Siglufirði, nk. föstudagskvöld, 13. maí, kl. 8.30 e. h. í Suðurgötu 10. Á dagskrá verður: Nokkur stutt ávörp, kaffi og skemmtiatriði. Alþýðubandalagsfólk! Stuðningsmenn Alþýðubanda lagsins! — Fjölmennið á fundinn og bjóðið vinum ykk ar með! Verum öll samtaka um að efla kosningastarf 'Alþýðubandalagsins, G-listans! Stjórnin. Þrír af fii Meinleg prentvilla varð í greininni um viðræður flokkanna, sem birtist á 1. síðu síðasta tbl. Mjölnis. Þar er sagt, að í hinum óform- legu viðræðum Alþýðubandalagsins og Framsóknar um kosninga- samstarf, hafi Alþýðubandalagið léð má!s á því, „að Framsóknar- menn skipuðu 5 af efstu sætum á lista, sem flokkarnir styddu sam- eiginlega.“ Málsgrein sú, sem brenglaðist, átti að vera þannig: „Léði Alþýðubandalagið máls á þvi, frekar en að láta viðræðurnar stranda, að Framsóknarmenn skipuðu 3 af 5 efstu sætum á lista, sem flokkarnir styddu sameiginlega, og að fallast að auki á Jóhann Einvarðs- son, sem Framsókn hafði áður lýst stuðningi við, og sem talinn er Fram- sóknarmaður, sem bæjarstjóra." Leiðréttingin var handskrifuð á meirihluta upplagsins, en vegna þeirra, sem fengu blaðið óleiðrétt, þykir blaðinu rétt að leiðrétta þetta nú. Framboðslisti Aiþýðubandalagsins á Skagaströnd við hreppsnefndarkosningarnar 22. maí 1966: 1. Kristinn Jóhannsson, hafnarvörður 2. Pálmi Sigurðsson, verkamaður 3. Kristján A. Hjartarson, verkamaður 4. Skafti Jónasson, verkamaður 5. Elinborg Jónsdóttir, kennari 6. Guðlaugur Gíslason, smiður 7. Páll Jóhannesson, verkamaður 8. Sævar Bjarnason, verkamaður 9. Guðmundur Guðnason, póstur 10. Hulda Árnadóttir, frú Framboðslisti Framsóknar- og Alþýðubandalagsmanna á Blönduósi 1. Ólafur Sverrisson, kaupfé- lagsstj óri. 2. Þórhalla Davíðsdóttir, frú. 3. Jónas Tryggvason, iðnaðar- maður. 4. Þormóður Pétursson, verk- stj óri. 5. Guðmundur Theódórsson, verkamaður. 6. Ragnar Þórarinsson, bif- reiðastjóri. 7. Knútur Berndsen, trésmíða- meistari. 8. Jónas Stefánsson, verkamað- ur. 9. Pétur Pétursson, verkamað- ur. 10. Sigvaldi Torfason, bifreiða- stjóri. Til sýslunefndar: Þorsteinn Sigurjónsson, hót- elstjóri, og til vara Jónas Tryggvason, iðnaðar- maður. Listinn er H-listi. Við hreppsnefndarkosningarn ar á Blönduósi styðja Framsókn- armenn og Alþýðubandalags- menn H-listann og er hann þann- ig skipaður: II 1 II

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.