Mjölnir


Mjölnir - 10.05.1966, Qupperneq 3

Mjölnir - 10.05.1966, Qupperneq 3
r FRUMSTÆTT ATVINNULÍF Það er ein helzta röksemd alúmín manna, að gera þurfi ísienzkt at- vinnulíf fjölbreyttara — valt sé að treysta á fiskinn, sem syndir í sjón- um. Auðvitað geta allir verið sam- móla um, að okkur ber að treysta atvinnuvegi landsins. Spurningin er aðeins: hvaða leið á að velja? Hagfræðingar eru almennt sammála um, að efnahagslíf þjóðar sé heldur frumstætt og vanþroska, ef það byggist ein- ungis á hráefnasölu, en því meiri fullvinnsla sem á sér stað, þeim 17 sinnum verðmeiri en allur sá hagnaður, 300 milljónir, sem rík isstjórnin reynir að telja þjóð- .inni trú um að verði af alúmín- bræðslunni. Er ekki augljóst, að hér væri á ferðinni ISLENZK stóriðja, sem bæri nafn með rentu? Þvi að hér væri á ferðinni stóriðja, sem byggðist ein- ungis á islenzkum hrócfnum, væri eign isienzkra manna og veitti þjóð- inni margfaldar tekjur — 17 sinn- um meiri tekjur en hin risavaxna alúmínbræðsla samkvæmt úgizkun fiskimúlastjóra. Nauðsynlegasta skrefið í at- vinnumálum er ekki það að hefja Faxaflóa, að vinnumarkaðurinn er yfirspenntur og hvarvetna vantar fólk til starfa. Á sama tíma eru að hefjast geysimiklar byggingaframkvæmdir við alú- mínbræðslu í Straumsvík og bandaríska flotastöð í Hvalfirði. Engum getur dulizt, að á næstu árum mun vinnuafl í þúsunda- tali sogast utan af landi inn í hringiðuna við Faxaflóa. Valdamenn landsins þekkja byggðavandamálið, en hika þó ekki v.ið að gera ráðstafanir, sem eiga eftir að magna þetta mikla vandamál um allan helming. En jafnframt óttast þeir reiði fólks- rétta hlut sinn í hinni erfiðu sam keppni um fjármagn, fram- kvæmdir og unga fólkið. Arið 1970 leggur vélbótur af stað úr Reykjavík og stefnir til Vest- fjarða. Þetta er litill og laglegur koppur, verðmæti ellefu milljónir, — viðbótarframlag rikisstjórnarinn- or vegna alúmínbræðslunnar miklu, lúnveiting til að stöðva fólksflótt- ann frú Vestfjörðum. Næsta úr, 1971, leggur annar bót ur af stað úr Reykjavik, verðmæti ellefu milljónir. Só siglir norður fyr- ir Horn, — framlag rikisstjórnar- innar til Noðlendinga til að vega upp á móti mörg þúsund milljón sem alþingismenn allir hafa feng ið frá ríkisstjórninni, er þess getið á blaðsíðu fimmtán, að al- úmínhringurinn verði að greiða gífurlegt fé í tolla erlendis vegna þess að ísland sé ekki í Efna- hagsbandalagi Evrópu. Er gefið í skyn, að hringurinn myndi jafn vel vilja hækka raforkuverðið, ef ísland gengi í bandalagið. Flest bendir til þess, að innan tíðar muni á ný hefjast umræð- ur um hugsanlega aðild íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Stuðningsmenn slíkrar innlimun ar búa sig til sóknar. En þegar málið kemur á dagskrá, er kom- Vj Ragrnar Arnalds: Síðari grein Útlendingum boðin pótttako í fjdrhœttuspili ísl. stjórnmúla mun traustari fótum er efnahag- ur landsins talinn standa. I dag eru íslendingar fyrst og fremst hráefnisframleiðendur. Fiskurinn er seldur hrár og lítt- unninn úr landi, en aðrar þjóð- ir hafa vit og vilja til þess að margfalda hráefnisverðið og hagnast drjúgum á fullvinnslu vörunnar. Þegar Norðmenn draga 100 kíló af fiski úr sjó, fara að með- altali 15 kg í fullvinnslu, þar sem fisknum er breytt í fullbú- inn matarrétt í loftþéttum um- búðum. En þegar Islendingar veiða 100 kg af fiski fer að raeðaltali aðeins hálft kg í full- vinnslu. Miðað við sama afla- magn er fullvinnslan 30 sinnum meiri í Noregi. ÍSLENZK STÓRIÐJA Fiskimálastjóri hefur eitt sinn komizt svo að orði, að tvöfalda mætti verðmæti íslenzkra sjávar- afurða, ef aflinn væri fullunninn til jafns við nágrannaþjóðir okk ar. Á sl. ári var útflutningsverð- mæti sjávarafurða um 5200 millj. íslenzkra króna. Fiskimála stjóri minnir okkur sem sagt á, að stóriðja í matvælaiðnaði, sem stefndi að jafn fullkominni nýt- ingu sjávarafurða og ýmsar ná- grannaþjóðir okkar ástunda, væri hvorki meira né minna en hráefnissölu á nýju sviði: selja útlendingum rafmagn fyrir verð sem er um eða undir kostnaðar- verði. I þess stað eigum við að lyfta atvinnuvegum okkar af stigi hins frumstæða hráefnis- framleiðanda og hefja stóriðju í matvælaiðnaði, sjóða og leggja niður fisk eða reisa verksmiðj- ur til að herða lýsi og kald- hreinsa. Möguleikarnir á þessu sviði eru ótæmandi, en auðvitað er það frumskilyrðið, að hafin sé skipulögð og stórfelld sölu- herferð og markaðskönnun und- ir stjórn og með stuðningi rík- isvaldsins. SOGDÆLAN VIÐ FAXAFLÓA Það er ótvírætt eitt hið mesta vandamál íslendinga, að sífellt stærri hluti þjóðarinnar er að hrúgast saman á litlu svæði kring um Faxaflóa. Valdaaðstaðan í höfuðborginni, fjöldinn og fjár- magnið — allt leggst á eitt að knýja áfram þá dælu, sem sogar fólkið suður á bóginn með vax- andi hraða. Byggðir í öðrum landshlutum eflast ekki með eðlilegum hætti og margar skreppa saman, vegna þess að vaxtarbroddurinn, unga kynslóð in, hverfur jafnóðum í brott í stórum hópum. Nú er ástandið þannig hér við ins úti á landi, reiði kjósend- anna. Þess vegna hafa þeir til- kynnt, að verulegum hluta af þeim tekjum, sem íslendingar hafa af alúmínbræðslunni verði varið til að efla atvinnulíf úti um land. Alúmngullið á að renna í stríðum straumi inn í nýstofnaðan Atvinnujöfnunar- sjóð, og út úr honum aftur til þeirra staða fyrir vestan og norðan, þar sem þörfin er brýn- ust. EINN LÍTILL VÉLBÁTUR Á ÁRI I greinargerð frumvarpsins um Atvinnujöfnunarsjóð kemur skýrt fram, hve margar milljón- ir munu renna frá alúmínbræðsl- unn.i í sjóðinn á næstu 9 árum. Árfn 1966 til 1969, þegar vinnu- aflið sogast af hvað mestum hraða suður á bóginn og þörfin verður brýnust fyrir atvinnubæt- ur til mótvægis, fær sjóðurinn engar tekjur frá alúmínbræðsl- unni. Næstu þrjú árin, 1970 til 1972, er upphæðin 11.3 milljón- ir á ári og 1973 til 1976 hækkar hún upp í 17 milljónir á ári. Síðan fer þessi upphæð nokkuð hækkandi, en þó er augljóst, að það er fyrst og fremst næsti ára- tugur, sem ræður úrslitum um það, hvort landsbyggðin nær að króna fjérfestingu útlendinga við Faxaflóa. Eg vil taka það skýrt fram, að Atv.innujöfnunarsjóði er auðvit- að ætlað að lána meira en þess- um upphæðum nemur, enda tek- ur hann við fjármunum og hlut- verki atvinnubótasjóðs og að nokkru leyti Framkvæmdabank- ans. En þetta eru viðbótarfram- lögin — hinn mikli gróði dreif- býlisins af alúmínbræðslunni. PÓLITÍSK ÍHLUTUN ÚTLENDINGA Hinn erlendi gestur, sem drep- ur nú að dyrum okkar íslend- inga og æskir inngöngu, er vissu- lega nokkuð tröllvaxinn í sam- anburði við það atvinnulíf, sem fyrir er í landinu. Framleiðslu- verðmæti þessarrar einu verk- smiðju verður árlega á við tíu Sementsverksmiðjur. Þessi auð- hringur mun bera ægishjálm yf- ir alla íslenzka atvinnurekendur. Hann mun verða máttugt vald, erlent áhr.ifavald í íslenzku þjóð- lífi, ríki í ríkinu. Enginn þarf að efast um, að fyrr en varir verður þessi útlendi auðjötunn kominn á kaf í fjárhættuspil ís- lenzkra stjórnmála, — að minnsta kosti í skugganum á bak við tjöldin. Eg nefni eitt dæmi: í skýrslu .inn í landið fjársterkur, útlend- ur aðili, sem hefur gífurlegra hagsmuna að gæta, hagsmuna, sem metnir eru á hundruð millj- óna króna. Dettur þá nokkrum heilvita manni í hug, að hring- urinn muni láta málið afskipta- laust? Mun hann ekki hiklaust styrkja þau öfl og þau málgögn í landinu, sem vilja vinna að inn- limun íslands í evrópska stór- ríkið. Enginn þarf að efast um, að með þessum auðhring er kom ið í landið voldugt, pólitískt á- hrifaafl í höndum erlendra manna, sem ekki þurfa andartak að hugsa um íslenzka hagsmuni eða velferð íslendinga. ALÚMÍNMÁLIÐ ER FYRST OG FREMST SJÁLFSTÆÐISMÁL Eftir aldalanga baráttu endur- heimtu íslendingar sjálfstæði sitt, efnahagslegt og pólitískt, en menningarlegu fullveldi glataði þjóðin aldrei. 22 árum eftir lýð- veldistökuna ætti ekki að þurfa að minna Islendinga á, að það er skylda þeirra bæði gagnvart feðrum sínum og afkomendum að varðveita fullveldi landsins og gera engar þær ráðstafanir í íslenzkri lögsögu, sem geta leitt til þess að þjóðin missi tökin á Framhald á bls. 6. Mjölnir — (3

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.