Mjölnir - 10.05.1966, Síða 7
2000 tonna drdttarbraut
byggð á Akureyri
350—500 tonna dráttarbrautir í undirbúningi eða
fullgerðar í Njarðvíkum, ísafirði, Stykkishólmi og
Neskaupstað. — Engin hreyfing sýnileg á dráttar-
brautarmáli Siglufjarðar.
SAHBANDSSKIPIN
flytja vörur
frá og til landsins.
Leitið upplýsinga
um ferðir þeirra.
Aherzla er lögð á að flytja
vörur beint til'hafna
án umhleðslu.
\
SKIPADEILD S.Í.S.
SðtoMstöi) til leígu
Lítil, en vel staðsett söltunarstöð (svonefnd Jakob-
sensstöð) er til leigu nú þegar.
Upplýsingar gefur undirritaður.
Siglufirði, 20. apríl 1966
Bœjarstjórinn.
1. inaí á Siglnfirði
Dráttarbrautin á
Akureyri
Fyrir hálfum mánuði undirrit
uðu fulltrúar Akureyrarkaupstað
ar og pólska fyrirtækisins Cekop
samninga um að Cekop smíðaði
og seldi Akureyri allt járnverk
í dráttarbraut fyrir allt að 2000
tonna skip, og hliðarfærzlu fyr-
.ir eitt 800 tonna skip. Mun drátt-
arbrautin uppsett kosta rúmar
30 millj. kr. Er gert ráð fyrir,
að hún geti tekið til starfa
snemma árs 1968.
Aðrir staðir
Fiskiskip íslendinga eru nú
yfirleitt 150—200 tonn, þ. e. sú
gerð skipa, sem mest eru gerð
út á síld, tog- og netaveiðar.
Sýnilegt er, að skipin munu yfir
leitt fara stækkandi. Forustu-
menn útgerðarstaða hafa yfirleitt
gert sér þetta ljóst, og nú eru á
döfinni stækkanir dráttarbrauta
í flestum helztu útgerðarbæjum
landsins. Eru nú 350—500
tonna dráttarbrautir í byggingu
á mörgum stöðum í landinu, m.
a. í Njarðvíkum, ísafirði, Stykk-
ishólmi og Neskaupstað. Og nú
ákveður Akureyri byggingu 2000
tonna dráttarbrautar. Tilgangur
inn er augljós: Akureyri ætlar
að gera skipasmíðar og -viðgerð
ir að stórri atvinnugrein, ef til
vill stærstu atvinnugrein bæjar-
ins.
Siglufjörður
Á Siglufirði, einum allra af
stærri bæjum landsins, þar sem
tugir skipa mundu leita eftir við-
gerðarþjónustu og þar sem vel
mundi henta, sökum breyttra síld
argangna, að gera skipasmíðar
að atvinnugrein fyrir mikinn
fjölda manna, var hins vegar lit-
ið með rósemi á þessi mál. Gam-
all slippur, sem bærinn átti, var
látinn grotna niður, án þess að
hreyfð væri hönd eða fótur til að
endurnýja hann með viðgerð eða
nýbyggingu. Bæjarfulltrúar Al-
þýðubandalagsins fluttu fyrstir
tillögu um að hafizt yrði handa,
árið 1964. Var því tekið dauf-
lega af meirihlutanum, m. a. var
málinu vísað til stofnunar suður
í Reykjavík til umsagnar. Hefur
ekkert svar bor.izt frá þeirri stofn
un enn í dag. Einnig bar meiri-
hluti bæjarstjórnar málið undir
flokksbrodda sína í Reykjavík,
til að vita hvaða afstöðu þeir
mættu taka. — Það er sem sé
háttur núverandi meirihluta bæj-
arstjórnar Siglufjarðar að hafa
engar sjálfstæðar skoðanir á
bæjarmálunum, heldur sækja all
ar skoðanir á þeim til pólitískra
leiðtoga sinna í Reykjavík.
Flokksbroddarnir í Reykjavík
kváðu eftir nokkurra mánaða um
hugsunarfrest upp úrskurð um
það, að peðin á Siglufirði mættu
taka afstöðu með byggingu drátt
arbrautar á Siglufirði, og gáfu
fyrirheit um, að hún yrði ein-
hvern tíma tekin inn á svonefnda
Framkvæmdaáætlun ríkisstjórn-
arinnar.
Undirbúningur
Allt þetta stapp tók marga
mánuði, dýrmætan tíma, sem
hefði átt að nota til að þoka mál
inu áleiðis. En nú varð þó sam-
komulag um að fara að vinna
að málinu.
Ekki var þó gæfulega farið af
stað. Af trúarástæðum gátu for-
sprakkar íhaldsins í fyrstu ekki
sætt sig við að fyrirtækið yrði
byggt upp sem bæjarfyrirtæki,
því opinber rekstur er eitur í
þeirra beinum. Frá þeirra sjón-
armiði kom aðeins til greina ein-
staklingsrekstur, almennings-
hlutafélag eða venjulegt hluta-
félag. Varð síðastnefnda leiðin
fyrir valinu og var auglýst eftir
hluthöfum. Brátt kom þó í Ljós,
að sú leið var ekki fær; fyrir-
tækið varð að byggjast upp á
vegum hafnarinnar til þess að
það gæti fengið 40% mótfram-
lag móti framlagi bæjarins.
Að sögn bæjarstjóra hefur
hann verið að vinna að þessu
máli í hverri ferð til Reykjavík-
ur. — Búið er að ákveða stað
fyrir dráttarbrautina við Innri-
höfnina, og fá hann samþykktan
af yfirstjórn hafnarmálanna. En
annað hefur ekki gerzt, svo blað-
inu sé kunnugt. Nokkru fyrir
áramót í vetur var bæjarstjóra
sagt, að áætlanir og teikningar
af fyrirhugaðri dráttarbraut
væru væntanlegar fyrir áramót,
en ekkert hefur frétzt til þeiría
enn. Hvað veldur? Vonandi get-
ur bœjarstjórinn og meirihlutinn
hampað þeim ásamt fastmótaðri
áœtlun um framkvœmd verksins
núna jyrir kosningarnar. Geri
þeir það ekki, er ástœða til að
óttast, að eitthvað meira en lítið
hafi gengið úrskeiðis við undir-
búning málsins.
Alþýðubandalagið hefur gert
þetta mál að stefnuskráratriði
sínu við þessar bæjarstjórnar-
kosningar, og mun halda áfram
að berjast fyr.ir því, að hér rísi
upp dráttarbraut og skipasmíða-
stöð á næstu árum.
Töfin, sem málið varð fyrir
á byrjunarstigi, vegna tregðu
meirihlutans, kann að hafa orð-
ið örlagarík, því einmitt um það
leyti voru ýmsir staðir, sem
nefndir voru í upphafi þessarrar
greinar, að'vinna að því að koma
sínum slippbyggingum inn á fjár
festingaráætlun ríkisins, og urðu
á undan Siglufirði. En um það
tjáir ekki að sakast, heldur að
halda áfram að vinna að fram-
gangi málsins.
SIGLFIRÐINGAR!
Umboðsmaður okkar í
Siglufirði:
GESTUR FANNDAL
sími 711-62
annast fyrirgreiðslu á dvöl
hjá okkur.
Verið velkomin á nýjasta og
skemmtilegasta hótel landsins
HÓTEL LOFTLEIÐIR H. F.
(Ajgreiðsla samstundis)
Frseðla selja
LOFTLEIDIR H. F.
til allra landa, og sjá um
dvöl yðar í Reykjavík og
erlendis.
Fjargjöld greidd síðar.
Látið umboðsmann okkar
GEST FANNDAL
sími 711-62
annast fyrirgreiðslu yðar.
(Afgreiðsla samstundis)
FERÐATRYGGINGAR
fást hj á umboðsmanni
LOFTLEIÐA H. F„ Siglufirði
GESTI FANNDAL
sími 711-62
(Afgreiðsla samstundis)
FLUGSÝN H. F.
Farþega- og sjúkraflug um
land allt.
GESTUR FANNDAL
sími 711-62
(Afgreiðsla eftir veðurfari).
Hátíðis- og baráttudag verka-
lýðsins bar að þessu sinni upp
á sunnudag og hefði því mátt
ætla að þátttaka í fundahöldum
og öðru því, sem til hátíðabrigða
er gert þennan dag yrði almenn-
ari en annars. Svo mun líka víða
hafa verið.
Á Siglufirði gekkst Verkalýðs
félagið Vaka fyrir kvikmyndasýn
ingum, dansleik á laugardag og
fundi í bíóhúsinu 1. maí. Á
fundinum í bíó fluttu ræður þau
Guðrún Albertsdóttir, varaform.
Vöku og Óskar Garibaldason, for
maður Vöku. Júlíus Júlíusson
las upp kvæði og Lúðrasveit
Siglufjarðar lék nokkur lög í
upphafi fundarins.
Ekki verður það sagt siglfirzk
um verkalýð til hróss, að hann
hafi fjölsótt þennan 1. maí fund
því heldur var fámennt en hitt
af fullorðnu fólki. Er furðulegt
hversu tómlátt fólk er gagnvart
þessum degi sínum, sem nú hef-
ur verið lögfestur sem frídagur
vinnandi fólks. Það kostaði frum
herjana blóðug átök árum og
áratugum saman að vinna 1. maí
þá viðurkenningu, sem hann
löngu hefur hlotið, — en nú virð
ist svo og svo stór hluti verka-
lýðs litlu um hann skeyta.
Hér verður að gera bragarbót.
Reisn og stolt verkalýðsins gagn-
vart sínum helgustu véum verð-
ur að koma skírar og kröftugra
fram. Deifðardrunginn ,sem hið
linnulausa strit hefur lagt yfir
verkamennina á íslandi, verður
að feykjast burtu í þeim stormi,
sem framundan er um kaup og
kjör verkalýðsins á íslandi.
Nýr rafveitustjóri í
Siglufirði
Á bæjarstjórnarfundi hinn
18. f. mán. var samþykkt að
ráða Sverri Sveinsson rafvirkja-
meistara sem framkvæmdastjóra
Rafveitu Siglufjarðar í stað
Tryggva Sigurbjarnarsonar, sem
hefur ráðizt til Raforkumála-
skrifstofunnar og er á förum úr
bænum. Var Sverrir ráðinn með
atkvæðum 5 bæjarfulltrúa, en
annar umsækjandi, Gústaf Níls-
son, hlaut 4 atkvæði.
Á undan þessari ráðningu fór
all-einkennilegur forleikur, sem
ekki skal rakinn hér, þar sem
flestum bæjarbúum mun hann
kunnur, en sem leiddi til þess, að
meirihlutinn klofnaði í afstöð-
unni til umsækjendanna, og var
Sverrir ráðinn með atkvæðum
minnihlutafulltrúanna og Jó-
hanns G. Möllers.
Jafnframt vill blaðið færa
Tryggva Sigurbjarnarsyni þakk-
ir fyrrr ágæt störf þau fimm ár,
sem hann hefur verið rafveitu-
stjór.i hér, og árnar honum vel-
gengni í hinu nýja starfi.
Mjölnir — (7