Mjölnir


Mjölnir - 10.05.1966, Síða 8

Mjölnir - 10.05.1966, Síða 8
AVARP til jjglfinkrar dlþýðu I. moi \Hi Hinn 1. maí 1966 tekur siglfirzk alþýða sem jafnan áður undir hinar alþjóðlegu kröfur verkalýðsstéttarinnar um frið, frelsi og jafnrétti. Við tökum einnig undir sérkröfur ís- lenzkrar verkalýðsstéttar um stærri hluta af þjóðartekjunum en henni er skammtaður nú. Við tökum undir mótmælin gegn hersetu á íslandi. Við mótmælum sífelldum verð- hækkunum á nauðsynjavörum almennings og sívaxandi dýrtíð og verðbólgu. Við tökum undir aðvaranir gegn því, að erlendur atvinnurekstur fái áhrif á íslenzkt atvinnulíf. Við vörum eindregið við þeirri stefnu, að fjármagni og vinnuafli sé í sívax- andi mæli beint til þéttbýlissvæðisins á Suð- vesturlandi, en aðrir landshlutar settir hjá með fjármagn og aðstöðu. Við teljum, að sökum vaxandi dýrtíðar sé það óhjákvæmilegt, að verkalýðssamtök- in knýji fram hækkanir á kaupmætti launa, og gerum þá kröfu til ríkisvaldsins, að það geri ráðstafanir til að stöðva verðbólguna, sem um langt árabil hefur eytt hverri kjara- bót, sem launþegar hafa fengið, svo að segja um leið og hún var knúin fram. Jafnframt vekjum við athygli á því, að atvinnulíf Siglufjarðar stendur mjög veik- um fótum. Við teljum því, að ein höfuð- krafa siglfirzks launa- og verkafólks nú sé sú, að atvinnulíf bæjarins sé eflt með sam- ræmdum aðgerðum bæjarfélagsins, ríkis- valdsins og bæjarbúa sjálfra, og bendum í því sambandi á eftirtalin atriði: 1. Leitað verði allra tiltækra ráða til að tryggja fiskvinnslustöðvum í Siglufirði hrá- efni. 2. Niðurlagningarverksmiðja S. R. verði fullbyggð sem fyrst og markaða aflað fyrir það magn, sem hún getur framleitt með full- um afköstum. 3. Ríkisstjórn og Alþingi stuðli að stofnun nýrra iðnfyrirtækja þar sem nýrra atvinnu- tækja er mest þörf. Bæjarstjórn Siglufjarðar hafi forgöngu um staðsetningu slíkra fyrir- tækja í bænum. í þessu sambandi lýsum við yfir eindregnu fylgi við hugmyndina um byggingu stórrar dráttarbrautar og skipa- smíðastöðvar í bænum. Við óttumst, að ef ekki verða gerð nein stór átök til eflingar atvinnulífi bæjarins, samfara því, að meira fé og vinnuafli en nokkru sinni áður er beint í framkvæmdir á Suðvesturlandi, geti afleiðingin ekki orðið önnur en samdráttur og vaxandi fólksflótti úr bænum. — Við krefjumst því þess, að nú þegar verði hafnar raunhæfar aðgerðir til eflingar atvinnulífi hæjarins. Við skorum á siglfirzkt alþýðufólk að lýsa samhug um þessar kröfur okkar með því að fjölmenna til hátíðahaldanna 1. maí. 1. maí-nefnd Verkalýðsfélagsins VÖKU. Hættir DRANGUR póst- og farþeg:aflutning:i ? Að undanförnu hefur sá orð- rómur verið á kreiki, að til standi að póstbáturinn Drangur hætti póst- og farþegaflutningi milli Eyjafjarðar og Skagafjarð- ar. Áætlun fyrir bátinn er gefin. út aðeins fram að miðju þessu ári. Fyrir Siglfirðinga er þetta stórkostlega mikilvægt mál, þar Heyrit htfir AÐ varðbcrgsmcnn Framsóknar ó Siglufirði telji sig örugga með þrjó menn i bæjarstjórn og lítið vanti ó að só fjórði nóist. AÐ kratar og ihald séu sammóla um að hafa Sigurjón fyrir flengingastrók fram yfir kosningar, — en eftir kosn- ingar verði hann notaður fyr ir bæjarstjóra næstu 4 órin. AÐ til sé þó nokkur hópur greindra Sjólfstæðismanna, sem séu algerlega andvígir þessum róðagerðum Stefóns, Knúts og co. sem gömul reynsla og ný sýn- ir, að vegna snjóalaga svo og svo langan tíma vetrarins lokast vegir, og samgöngur á landi því óábyggilegar og torveldar, og eru síðustu vetrarmánuðir fersk- asta dæmið um hvað getur gerzt á hörðum vetri. H.inu má ekki horfa fram hjá, að með tilkomu nýrra vega, svo sem um Ólafsfjarðarmúla og um Strákafjall, batna samgöngur á landi stórkostlega fyrir Ólafs- fjörð og Siglufjörð, og um leið eru miklar líkur til að flutninga- verkefni Drangs minnki verulega. Það er því ekki að ástæðulausu þó eigendur Drangs hugsi til breytinga eða að hætta alveg út- gerð hans, telji þeir rekstrar- grundvelli raskað verulega. Út- gerð Drangs, reglubundnar ferð- ir hans á leiðinni Akureyri-Sauð- árkrókur um langt skeið, hefur verið og er enn mjög ríkur þátt- ur í samgöngumálum þessa lands hluta og reyndar í samgöngumál um almennt. Komi til breytinga á þessum ferðum, er vissulega þörf á því að ráðamenn þeirra byggðarlaga, sem þarna eiga mestra hagsmuna að gæta, svo og yfirstjórn samgöngumála landsins, taki þetta til alvarlegr- ar athugunar hið fyrsta. Siglfirðingar munu áreiðan- lega einhuga um að vilja stuðla að áframhaldandi útgerð Drangs svo vel hefur hann dugað og þeir ágætu menn, sem um stjórnvöl hans liafa haldið. Smávegis frá- vik og seinkun frá svo til mín- útubundinni áætlun hverfa í skuggann hjá því, hve Drangur hefur verið góður og þýðingar- mikill í samgöngumálum bæjar- Mjölnir ÚTG. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA AbyrgSarmaSur: Hannei Boldvinuon. AfgreiStla: SuSurgötu 10, SiglufirSi, sími 71294. Argjald 75 kr. — Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri ALÞÝÐUBANDALAGSINS, - G-LISTANS, í Siglufirði er í Suðurgötu 10. Sími skrifstofunnar er 7-12-94. Skrifstofan verður opin frá kl. 4—7 og 8—10 síðdegis. Allar upplýsingar um kosningarnar, kjörskrá og fleira eru veittar þar, og allar upplýsingar, sem að gagni mega verða eru vel þegnar. Ættu því félagar og stuðningsmenn að gera sér tíð- förult á skrifstofuna og reyna að létta starfið. Kosningasjóðurinn er afar léttur ennþá og bíður hann eftir framlögum örlátra félaga og fylgjenda. — Framlögum er veitt móttaka á skrifstofunni, og einnig veita ýmsir fulltrúar G-listans viðtöku framlögum í kosningasjóðinn. Þeir, sem starfa vilja fyrir G-listann fram að kjör- degi og á sjálfan kjördaginn, eru sérstaklega beðnir að láta skrá sig. Bílaeigendur, sem aka vilja eða lána bíla sína á kjördag, gefi sig fram. *********************************************** ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ t ★ Árshátid ALÞÝÐUBANDALAGSINS í SIGLUFIRÐI verður lialdin að Hótel Höfn föstudaginn 20. maí nk. Fjölbreytt skemmtiatriði. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin. ¥ ¥ ■¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ -k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k Ófremdarástand með neyzlu- vatn Siglfirðinga Það er alltaf að verða alvar- legra og alvarlegra ástandið neyzluvatnsmálum Vatnsveitukerfið < íns. Siglfirðinga. ;r að verða meira og minna úr sér gengið og vatnsgeymarnir, eða öllu heldur hreinsiútbúnaður við þá, er í algerlega óviðunandi á- LISTI ALÞÝÐU- BANDALAGSINS í SIGLUFIRÐI ER G-LISTINN standi. Hvað eftir annað skeður það, jafnvel þegar næstum er vatnslaust og í frostum, að neyzluvatnið morar af alls kon- ar, rusli, mosa og grastægjum, og ef eitthvað hlánar, þá er vatnið mórautt af aur og leðju, ónothæft hvort heldur er til neyzlu eða þvotta. Þetta vita all- ir bæjarbúar af eigin reynslu, og margoft hefur athygli bæjar- stjóra og bakhjarla hans verið vakin á þessu, en án árangurs. Frá heilbrigðislegu sjónarmiði lilýtur þetta að vera mjög al- varlegt mál, og mikið spursmál hve lengi ráðamenn bæjarins geta þverskallast við kröfum um úrbætur í vatnsveitumálum bæj- arins.

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.