Mjölnir


Mjölnir - 03.11.1967, Blaðsíða 1

Mjölnir - 03.11.1967, Blaðsíða 1
10. Þing an XXX. árgangur Föstudagur 3. nóvember 1967 Nýju álögunum mótmœlt einróma úr öllum áttum Lagðar á til að lcysa sívaxandi fjárþörf ríkissjóðs, en vandi atvinnuveganna er jafn óleystur sem áðnr Líklega haía engar efnahagsráðstafanir, sem gerðar hafa verið hér á landi, hlotið jafn einróma fordæmingu eins og nýju á- lögurnar. Veldur því hvorttveggja í senn, að þær eru lagðar á með þeim hætti, sem ranglátastur er og engin fordæmi eru fyrir, mest á þá, sem erfiðast eiga með að bera þær, svo sem stórar barnafjölskyldur, og fevo hitt, að sýnilegt er, að þær leysa aðeins þörf ríkisstjórnarinnar fyrir meira fé til að bruðla úr ríkissjóði, en skilja aðalvanda- málið, þörf atvinnuveganna, sem „viðreisn- in“ er að kæfa, eftir óleyst. Samningar við launþegasamtökin. Eins og kunnugt er, þorði ríkisstjórnin ekki annað en ganga lil viðræðna við full- trúa launþegasamtakanna í landinu um mál- ið, þegar í ljós kom, hverjar undirtektir ráð- stafanirnar hlutu.Ekkert hefur enn frétzt um niðurstöður þeirra viðræðna, en ætla verð- ur að óreyndu, að stjórnin haldi ekki fas.t við þessar fásinnuráðstafanir, sem mundu vafalítið verða brotnar á bak aftur með samræmdum aðgerðum launþegasamtak- anna, ef þeim yrði haldið til streitu. Er þess að vænta, að einhver úrslit fáist um þessi mál næstu daga. Með þotn F.I. til Hafnar Flugfélag fslands bauð í haust bláðamönnum í kynningarferð til Kaupmannahafnar með hinni nýju og glæsilegu þotu, Gullfaxa. Gullfaxi er hinn glæsilegasti farkostur. Munurinn á að ferðast með honum og skrúfuvélunum er ekki ósvipaður muninum á gömlum rútubíl og nýjum, hrað- skreiðum fólksbíl. Auk þess cr þotan um það bil helmingi fljót- ari í ferðum en eldri vélarnar. bjónusta öll er hin fullkomnasta, eins og raunar í öllum vélum F. 1., og jafnast á við það bezta, sem erlend flugfélög bjóða far- M AG N Ú S MAGNÚSSON LÁTINN Magnús Magnússon vcrkamadur, Norðurgötu 17, lézt ó sjúkrahúsi Siglufjarðar 26. okt. sl., cftir langa og erfiða legu. Utför hans fór fram sl. miðvikudag. Hans verður minnzt hér í blaðinu, næst þegar það kem- ur út. Nokkuð dregur það úr mun- inum á að ferðast með Gullfaxa og skrúfuvélum F. í., að þotan flýgur frá Keflavíkurvelli en hin- ar frá Reykjavíkurvelli. Er þetta gert samkvæmt ákvörðun stjórn- arvalda, en ekki ráðamanna F. í. Ferðin frá Rvík til Keflavíkur- vallar, ásamt „stússi“ þar í frí- höfninni, sem farþegum mun yfirleitt gefinn kostur á, mun oftast taka á annan klukkutíma. Nokkra undrun vakti það hjá blaðamönnum, að í fríhöfninni í Keflavík var neitað að taka við greiðslu í íslenzkum peningum, og krafizt útlendra. Hinsvegar var hægt að verzla fyrir íslenzka peninga bæði á Glasgow-flug- velli og í Kastrup. Hægt væri að greina frá ýmsu skemtilegu, sem við bar í þess- ari ferð. Það verður þó að bíða betri tíma. En Flugfélaginu skal óskað til hamingju með þessa glæsilegu flugvél, og vonandi er, að kreppuráðstafnir þær, sem stjórnvöld eru nú byrjuð að framkvæma, svo sem farmiða- skatturinn, verði rekstri hennar ekki alvarlegur hnekkir. Loks skal svo fararstjóranum, Sveini Sæmundssyni blaðafulltúa og Birgi Þorgilssyni framkvæmda- stjóra, svo og Vilhjálmi Guð- mundssyni umboðsmanni félags- ins í Kaumannahöfn, þökkuð góð skipulagning og ljúfmann- leg framkoma í þessari stuttu en ánægjulegu ferð. 10. þing Alþýðusambands Norðurlands var haldið á Siglu- firði dagana 21. og 22. okt. sl. Til þings voru mættir um 40 full- trúar frá velflestum sambandsfé- lögunum, en nær öll verkalýðs- félög á Norðurlandi eru nú með- limir AN. Þingið var selt í AlJjýðuhús- inu síðdegis á , laugardag af Tryggva Helgasyni forseta AN, og Hannibal Valdimarsson for- seti ASI flutti stutt ávarp. Þing- forseti var kjörinn Hannes Bald- vinsson frá Siglufirði og vara- forseti Jón Karlsson frá Sauðár- króki. Ritarar voru kjörnir Ang- antýr Einarsson frá Akureyri og Kolbeinn Friðbjarnarson frá Siglufirði. Síðan hófust þingstörf og flutti Tryggvi Helgason skýrslu sambandsstjórnar og Jón Helga- son skýrði reikninga, sem síðan voru samþykktir. Þá hófust um- ræður um kjaramál og flutti Björn Jónsson, formaður Eining- ar á Akureyri, ítarlega fram- söguræðu. Að umræðum lokn- um var ályktun um kjaramál vís- að til nefndar, en Tryggvi Helga- son hafði framsögu uin atvinnu- mál á Norðurlandi. Segja rná að umræður um þessi tvö þýðingar- miklu mál hafi tekið upp megin- tíina þingsins. Nefndir störfuðu fyrir liádegi á sunnudag, en þingfundur hófst að nýju strax eftir hádegi. Voru ]iá tekin til umræðu nefndaálit og önnur þau mál, er á dagskrá þingsins voru. f kaffihléi á sunnudag lék Lúðrasveit Siglufjarðar nokkur lög undir stjórn Gerhards Schmith og frú Silke Óskarsson söng með aðstoð lúðrasveitar- innar. Vakti leikur þeirra og söngur mikla ánægju þingfull- trúa, sem klöppuðu þeim lof í lófa. Auk þeirra mála, er að fram- an greinir voru tekin til umræðu skipulagsmál ASl og starfræksla Orlofsheimilis Alþýðusambands Norðurlands að Illugastöðum í Fnjóskadal, og samþykkt reglu- gerð um starfrækslu þess. I lok þingsins fór fram kosn- ing sambandsstjórnar og var ATVIMULEISINBÆTCU Einn’ árangur af baráttu verkalýðsamtakanna var stofnun atvinnuleysistryggingasjóðs. Sá sjóður er nokkurskonar varasjóð- ur verkafólks, sem það getur gripið til, þegar atvinna bregst. A und- anförnum árum hefur atvinna verið nóg víðasthvar á landinu, og hefur því safnast í sjóðinn geysimikið fé, eða mörg hundruð millj. Nú virðist atvinnuleysi vera framundan, og er verkafólki því geysimikils virði að eiga nú þennan varasjóð. Að vísu eru bætur Jiær, sem greiddar eru úr sjóðnum, lægri en jafnvel lágar atvinnu- tekjur, en samt geta þær orðið mikil hjálp, jafnvel í þeirri miklu viðreisnardýrtíð, sem nú flæðir yfir. En til þess að geta fengið réttmætar bætur úr sjóðnum, þarf fólk, sem hefur enga eða stopula atvinnu, að láta skrá sig. Þetta er skilyrði fyrir bótagreiðslum. Því miður er algengt, að fólk láti ekki skrá sig, og missi því af réttinætum bótum. Vill Mjölnir vegna Jiessa vekja athygli á auglýs- ingu um atvinnuleysisskráningu inni í blaðinu, og hvetja fólk til að láta skrá sig, ef það hefur stopula eða enga atvinnu. Björn Jónsson einróma kosinn forseti í stað Tryggva Helgason- ar, sem verið hefur forseti AN frá stofnun þess, en baðst nú eindregið undan endurkosningu. Voru Tryggva fluttar þakkir fyrir ómetanleg störf hans í þágu AN og foryslu á undanförn um áruin. Aðrir í sambandsstjórn voru einnig einróma kjörnir, en þau eru: Jón Helgason, varaforseti, Jón Ingimarsson, ritari og Tryggvi Helgason og Freyja Eiríksdóttir meðslj. Að stjórnarkosningu lokinni flutti Hannibal Valdimarsson forseti ASl kveðjuorð og síðast tók til máls Björn Jónsson, hinn nýkjörni forseti AN. Þakkaði hann fulltrúum fyrir greið störf og einhug, er ríkt hefði á þing- inu, einnig það traust er sér og nýkjörinni sainbandsstjórn hefði verið sýnt og lýsti síðast yfir að 10. þingi AN væri lokið. Aðkomnir þingfulltrúar héldu heimleiðis strax um nóttina. Verkalýðsfélagið Vaka sá að mestu um undirbúning og fram- kvæmd þingsins, ásamt stjórn AN, og konur úr félaginu sáu um kaffiveitingar á þingfundum. Þingfulltrúar gistu flestir á heim- ilum Vökufélaga meðan þingið stóð og róinuðu mjög móttökur allar og aðbúnað. Helztu atriði atvinnumájaá- lyktunar þingsins eru birt inni í blaðinu. z-K-K-MoK-K-K-K-K-K-K-K-K-K-Ií-K-K-K-Mc-K-K starfi dfrom Starfstíma Alvinnumálanefnd- ar Norðurlands, sein stofnuð var með sérstökum sarnningi verka- lýðsfélaganna norðanlands og ríkisstjórnarinnar í júní 1965, átti samkvæmt liinu upphaflega samkomulagi að ljúka 1. júní í sumar. Nefndin hefur þó starfað síðan, m. a. ákvað hún uppbótar- greiðslur á síldarafla, sem lagð- ur var upp til söltunar á Norður- landshöfnum til 15. okt. sl., 40 krónur á tunnu gegn 20 króna framlagi frá kaupanda. Og fyrir nokkru óskaði ríkisstjómin eftir tillögum nefndarinnar um að- stoð við atvinnulífið norðan- lands á komandi vetri, og varð nefndin við þeim óskum. Sveitarstjórnir og áhrifamenn um atvinnumál hér norðanlands munu sammála um, að þörfin fyrir starf nefndarinnar hafi síð- ur en svo minnkað, og hafa víða verið gerðar samþykktir, Jiar sem skorað er á ríkisstjórnina, - að láta nefndina starfa áfram með sömu eða bættri fjárhags- aðstöðu og undanfarið. M. a. var samþykkt samhljóða í bæj- arstjórn Siglufjarðar tillaga um þetta efni fyrir rúmum mánuði.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.