Mjölnir


Mjölnir - 03.11.1967, Blaðsíða 2

Mjölnir - 03.11.1967, Blaðsíða 2
Vinsamleð dbending Þegar ríkisstjórnin er nú að leggja á almenning, nýjar álögur sem nema a. m. k. 800 milljón- um króna bregðast menn illa við, því álögur þessar koma þyngst niöur á barnmörgum, fátækum fjölskyldum, en léttast á þeim ríku. Ríkisstjórnin segir, að þetta fé vanti, einhversstaðar frá þurfi það að koma, sjálfir telji þeir sanngjörnustu og beztu leiðina að taka þetta með sköttum á lífsnauðsynjar almennings. Hins vegar séu þeir til viðræðu um aðrar leiöir sem bent væri á. í trausti þess, að ríkisstjórnin sé til viðtals um aðrar leiðir út úr vandanum, heldur en þær, sem hún sjálf leggur til, skal hér bent á þrjár aðrar leiðir, sem hægt væri að fara. Hver einstök leið leysir þennan vanda, sem talað er um, ein út af fyrir sig. Fyrsta: Skera útgjöld ríkis- sjóðs niður um 800 milljón krónur. Kemur þá fyrst til hin heimskulega og hóflausa eyðsla í utanríkisþjónustunni, þar sem auðvelt er að leggja niður mörg sendiráð, t. d. tvö á Norðurlönd- um, takmarka þarflaus ferðalög ráðherra og fjölmennra sendi- nefnda til útlanda. Þá mætti leggja niður nokkrar þarflausar ríkisstofnanir og segja upp stór- um hópi bitlingamanna. Onnur: Taka að mestu leyti fyrir þjófnað kaupmanna á sölu- skatti og skattsvik auðmanna. Þriðja: Leggja 800 milljón króna skatt á bankastarfsemina í landinu. Það verður naumast talið mjög harkalega aðgengið, þó tekinn væri einu sinni helm- ingur, eða jafnvel tveir þriðju af ársgróða þessara stofnana. AS vísu myndi það líklega draga eitthvað úr byggingu bankanna á lúxushöllum. Ekki ætti það þó að skaða mikið, enda eru ný- byggingamál íslenzkra banka að verða svipuÖ hneykzlismál eins og félagsheimilabyggingar. Er þá langt við jafnað. Vilji ríkisstjórnin fara ein- hverja eina af þessum leiðum, getur hún hætt við hinar ósann- gjörnu álögur. Vilji hún hins- vegar gera að sínum, þessar þrjár tillögur og framfylgja þeim heiðarlega, fær hún veru- lega fúlgu til að hjálpa við hinni aðþrengdu útflutnings- ’framleiöslu. O. S. X-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-KK-K-K-K-K-K Hýr iMttmöllur Svo virðist sem áætlunin um íþróttasvæði upp af Langeyr- inni, sem bæjarbúum var kynnt á kosningaplakati Alþýðuflokks- ins 1962, hafi verið lögð í salt um sinn. Hefur sú hugmynd komið fram, að reynt verði að finna vallarstæöi í landi Hóls, og hefur í því sambandi einna helzt verið minnst á svæöið fyrir neðan Leyning, þar sem ungtemplarar höfðu tjaldbúðir sínar á landsmótinu í vor. Var þetta til umræðu í bæjarstjórn- inni nýlega, og sætti engum mót- bárum, enda ólíkt viðráðanlegra verkefni að koma upp sæmileg- um velli þar. Fjarlægðin skiptir ekki telj- andi máli í þessu sambandi, á þeirri bílaöld, sem nú er. Það, sem mestu máli skiptir, er það, hvort hægt er að koma upp á næstunni nothæfum velli fyrir keppni og æfingar, en sýnilegt er, að Langeyrarhugmyndin er ekki viðráðanleg fyrir bæjafé- lagiö á næstu árum. ***^*********************** ★ ★ ★ ★ ★ I í ★ ★ i ★ ★ ★ ★ * ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ vinsemd og styrk með peningagjöfum. Megi guð og gœfan fylgja ykkur. SKARPHEÐINN BJORNSSON, Lindargötu 11 — Siglufirði VIÐ ÞÖKKUM ollum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlót og jarðarför Rósmundar Guðnasonar. María Jóhannsdóttir, börn og tengdabörn. Hjartanlegar þakkir mínar vil ég flytja starfsfólki Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, er sýndu mér * ¥ l ¥ ¥ i í ¥ %***+****++*********************+*************£ Góður órangur af starfi KS Það hefur ekki farið fram hjá knattspyrnuunnendum, að verulegar framfarir hafa orðið á knattspyrnu Siglfirðinga í sumar og haust. Fyrstu leikirn- ir, í júní og júlí, urðu miklir ósigrar fyrir Siglfirðinga, en efti því sem lengra leið á sum- arið og haustið, batnaði hlutur þeirra jafnt og þétt, einkum þó yngstu flokkanna. Handknatt- leikskeppnir, sem siglfirzkar stúlkur áttu við liö frá Akur- eyri og Húsavík, bentu einnig til þess, að í þeirri grein hefðu einnig orðið einhver þáttaskil. Þegar blaðið hafði tal af Tómasi Hallgrímssyni, sem hef- ur unnið ötular en flestir, ef ekki allir aðrir, að málum K.S. síðustu árin, kvað hann engan vafa leika á því, að þessi um- skipti væru að þakka starfi júgóslavneska þjálfarans Stan- ojev Krista, sem hefur þjálfað bæði stúlkur og pilta á vegum félagsins síðan um miðjan júlí í sumar. Bar Tómas hið mesta lof á Krista, sem hann kvað hafa sýnt alveg einstakan dugn- að og ósérhlífni, auk þess sem hann væri sjálfur frábær knalt spyrnumaður og sérmenntaður af þjálfaraskóla í heimalandi sínu. — Krista er fyrrverandi kappliðsmaður úr einu fræg- asta liði Júgóslaviu, „Rauðu stjörnunni“. —- Hann hefur, eins og áður segir, sýnt hinn mesta dugnað í starfi hér, svo að aldrei hefur fallið niður dagur hjá honum, nema allra verstu illviðrisdagar. Þaö var fyrir velvilja og milligöngu Hannesar Þ. Sig- urðssonar, sem K. S. náði í þennan ágæta þjálfara, sem hefur síðan hann kom þjálfað fjóra flokka í knattspyrnu og tvo stúlknaflokka í handknatt- leik. Er hann reiðubúinn til að starfa hér áfram, að því til- skildu að hann fái dvalarleyfi og atvinnu, en hann hefur síð- an hann kom unnið fulian vinnudag í erfiðisvinnu flesta daga, en starfað að þjálfun um kvöld og helgidaga. Afráðið mun, að Kijsta verði hér í vet- ur, og starfi að knattþjálfun hjá félaginu. Nú eru hafnar inniæfingar hjá handknattleiksstúlkunum og 1. flokki í knattspyrnu, í leikfimihúsinu við Barnaskól- ann. Gert er ráð fyrir, að þeg- ar gólfiö verður sett upp í sund höllinni, flytjist þessi starfsemi þangað, og þá verður einnig þjálfun fyrir yngri flokkana. Raunar er í athugun, að láta yngri flokkana fá einhverja þjálfun þangað til, ennfremur að laka upp þjálfun í körfu- bolta og handknattleik karla. Ekki er þó neitt afráðið í þess- um efnum. En vonir standa til þess, að í sundhöllinni verði hægt að hafa 3—4 þjálfunar- tíma í viku fyrir handknatt- leiksstúlkurnar, og 10—12 fyrir knattspyrnuna. Þá er einnig hafin leikfimikennsla á vegum K. S., undir sjórn Helga Sveinssonar. Eru þannig horf- ur á, að starfsemi félagsins verði með blómlegasta móti í vetur. Enginn efi er á því, að hér á Siglufiröi er margt af hraustu og tápmiklu æskufólki, sem gæti náð langt á íþrótta- sviðinu, ef það fengi nægilega þjálfun og góða aðstöðu. Þetta er K.S.-ingum ljóst. Nú hillir undir stórbætta aðstöðu til vetrarþjálfunar, með tilkomu Siglfirðingar fyigdust af vaxandi óhuga með frammi sföðu knattspyrnumanna sinna i sumar og haust. Því er ekki að lcyna, að 5. fl. varð einna vinsælasta liðið, cnda mun hann hafa nóð bcztum órangri í keppni. - Myndin hér að ofan sýnir keppnislið 5. flokks, ósamt þjólfara sinum, Stanojcv Krista. — Ljósm.: Júlíus Jónsson. gólfsins yfir sundlauginni, og nú hafa þeir náð, í bili a. m. k., taki á ágætum knattþjálfara, sem þegar hefur sýnt mjög góð- an árangur í starfi. En ekki er að vita, hve lengi tekst að halda honum, því eftir þann á- rangur, sem starf hans hefur horið hér, ekki sízt hjá yngri flokkunum, munu a. m. k. 3—4 félög bíða færis að ná í hann. Væri það mikill skaði fyrir siglfirzkt íþróttalíf, ef félagið missti hann frá sér, og um leið skaði fyrir unglingana sjálfa, sem er bæði eðlilegra og holl- ara að leita athafnaþörf sinni útrásar í þjálfun og keppni en í tilgangslitlu hangsi og rápi í sjoppur og á skemmtistaði, sem oft verður hlutskipti þeirra í frístundum. — I þessu sam- bandi er vert að geta þess, að hinn júgóslavneski þjálfari hefur haft mjög góða stjórn og aga á nemendum sínum, og lagt þeim ýmsar hollar reglur í því skyni að ná sem beztum árangri, m. a. takmörkun á neyzlu gosdrykkja og sælgætis í vissum tilfellum. Stærsta áhyggjuefni K.S.- inga nú, þegar þeir standa frammi fyrir mestu möguleik- um, sem þeir hafa e. t. v. nokk- urntíma haft til að marka þátta skil í starfsemi sinni, eru fjár- málin. Þeir stórauknu mögu- leikar, sem nú blasa við, kalla vitanlega á stóraukinn kostn- að. Vonandi tekst að greiöa úr þessum vanda. Það er menning- aratriði, uppeldisatriöi, og ætti einnig að vera metnaöarmál fyrir bæinn og bæjarbúa, að þeir nýju möguleikar, sem nú blasa við, notist að fullu. 2) Mjölnir

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.