Mjölnir - 13.08.1975, Blaðsíða 4

Mjölnir - 13.08.1975, Blaðsíða 4
GESTUR EANNDAL: HITAVEITUHNEYKSLID Á fundi bæjarstjórnar 4. júní s.l. um upphitaða hitaveitu fyrir Siglufjörð héldu 3 sérfræðingar fyrirlestra um lagnir veitu um bæinn, en enginn þeirra um hvað þær kostuðu siglfirðinga. Á fundi bæjarstjórnar í okt. 1974, var samþykkt með öllum atkvæðum að leggja tvílögn í norðurbæinn, en einlögn í mið- og suðurbæ. Eftir að undirritaður hafði á fundi með 3 bæjar- fulltrúum bent á rangar niðurstöður þessarar áætlunar, var aft- ur samþykkt í febr. 1975 að reka Vermi h.f. frá störfum og fá G.G. Þórarinsson til þess að gera nýja áætlun. Gerði hann síðan áætlun um tvöfalt kerfi í miðbæ og einfalt í suður- og norður- bæ, fyrir lítinn pening. Báðar þessar samþykktir bæjarstjórnar eru í gildi. í áætlun G.G.Þ., sem talað var um og kynnt á fundinum 4. júní s.l. var mörgu leynt fyrir okkur siglfirðingum, en þó kom fram eftirgfarandi: 1. Núverandi hitakostnaður okkar á að vera 5.65 M.l. of olíu, og kosta með núverandi verði kr. 20.20 1. .. 114.00 m.kr. 2. Af þessari upph. eigum við að fá 18% hagnað 20.25 m.kr. 93.75 m.kr. 3. Og greiðum því næstu 8 ár. Árlega .......... 4. Skv. áætlun Sv. Einars. bls. 7, og sölu bæði BP og Shell yfir árið 1974, voru notaðir 3 M.lítrar á 20.20 árið ’75 og jarðolía f. 2 millj. 63.00 m.kr. 5. Tjón siglfirðinga hvert ár verður því 6. Auk þess tapa þeir olíustyrk, sem er 1975 30.75 m.kr. 17.25 m.kr. 7. Árlegt tjón af byggingu hitaveit. verður því 48.00 m.kr. 8. í 8 ár með óbreyttum verðum samtals 9. Viðbót við þetta tjón kemur „stofnkostn- aður“ vegna heimtaugagjalds 384.00 m.kr. 98.00 m.kr. fiM). K-í.’; ’ Beint tjón og ótaldir 18% vextir yfir 8 ár (Umfram núverandi hitunarkostnað okkar) 482.00 m.kr. Hvað kostar heimtaugin? .. í áætlun þessari kemur fram að um 600 heimtaugar verði lagðar í íbúðir í Siglufirði, en nú hefi ég komist að því leynd armáli að bara 325 hús eru innlagningshæf. Ef við deilum nú þessari tölu í beint tjón pr. hús, kemur út kr. 1.400.000- Ef ið deilum svo heildarheim- taugarkostnaði niður á sama fjölda húsa, kemur út að hver heimtaug kostar kr. 210.000.- . .Á fundinum lýsti bæjarverk- fræðingur yfir að ruslapokam- ir í bænum væru um 600. En þar sem hitaveitan verður varla. lögð í þá, leitaði ég eftir hversu mörg eldstæði væru til í bænum, m.a. í bröggum og hálfónýtum húsum. Voru þau um 450. En það er algjörlega ófært að leggja hitaveitu í öll þessi eldstæði. Enda talað um hús og rúmmetra í öllum reglu gerðum annars staðar á land- inu, en hvergi um ruslapoka eða íbúðir. Ef t.d. ætti að reikna heimtaugargjald fyrir hverja íbúð, yrðu endar verka- mannabústaða við Hvbr. að greiða, eftir áætlun G.G.Þ., 88 þús. + lágl.b. + kauph. samtals kr. 105.000.- eða kr. 525.000.- Þetta getur hver ykk- ar reiknað, ef sérfr. okkar segja okkur satt, en reyndin virðist vera önnur. Þessar tölur, sem ég hefi nú , 4 — MiöLNIR framtalið eru beint úr skýrslu G.G.Þ., en ykkur er ókunnugt um þær, bæjarfulltrúamir okk- ar, einn og átta, held ég hafi ekki lesið þessar áætlanir eða ekki skilið þær. Enda mælti G.G.Þ. ekki á móti þessum töl- um á fundinum. En kallaði þann, sem leysti dæmið hans „reikningsmeistara", og fyrst hann héti Fanndal, hlyti hon- um líka að vera kalt, og því þyrfti hann hitaveitu. Góð rök í ykkur, góðir siglfirðingar. Það verður að fá ykkur til að borga, bara borga, borga, borga. Tekjumar eru svo litlar ,frá Viðlagasjóði í ár!! Hverjir vilja fá hitaveitu? Aðspurður á fundinum, svar- aði bæjarstjóri, Bjami Þ. Jóns- son. því til „að enginn yrði skyldaður til þess, að leggja inn til sín hitaveitu." Á fundinum spurði ég fund- armenn eftir, hversu margir þeirra mundu leggja inn til sfn þessa hitaveitu. Aðeins 1 (einn) rétti upp hendina. Og það var stúdentinn okkar í Suðurgötu 52, í húsi, sem bærinn á. Hann vissi sem var, að hann mundi fá innlögn, ef hann betlaði hana af bænum. Steig svo stú- dentinn í ræðustól og bað alla bæjarstjómina, sem mætt var á fundinum að hafa ekki gat neðan á olíugeyminum svo ol- ían úr honum mengaði ekki hlíðina fyrir neðan. Enda býr hann sjálfur suður og niður af tanki.. Þetta atriði samþykkti Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri úr sæti sínu, án samráðs við hita- veitunefnd eða bæjarstjóm. Við það töpuðu allir háttvirtir um 15 þús., það er að segja úr bæjarsjóði. En stúdentinn okk- ar gleymdi að benda bæjar- .stjóm á að hafa gatið ofan á geyminum, svo hægt væri að setja olíu í hattn eða úr að taka. Hér er tilvalið fundarefni um „stórvægilegt umræðu- efni.“!!! Á fundinum bað Bogi Sigbj. guð sinn að gera kraftaverk, fylla allar leiðslurnar af heitu vatni, eftir borun í sumar. Mættu þá þeir, sem talað hafa gegn lögn veitu um bæinn, sjá ieftir því. „Bara leggja fyrst og síðan.“ En hvað ætlar guðinn hans Boga að gera við tvö- földu kerfin, skautkatlana, ol- íutankana, og allt dótið, sem þá verður ekkert með að gera? Það er nú það. Hitunarkostnaður Steinlgríms Steingrímur Kristinsson spurði á fundinum tvisvar sinnum bæjarverkfræðinginn okkar, hver hagnaður hans yrði af innlögn hitaveitu í hús sitt. Eftir langa umhugsun í ræðu- stól, var svarið, „að samkvæmt áætlun G.G.Þ., ætti það að vera 18%.“ En hann fékkst ekki til að segja aukatekið orð um olíustyrkinn, sem af Stein- grími yrði tekinn. Steingrímur eyðir í olíu til upphitunar á húsi sínu 60.000.- kr. Þar frá fær hann olíustyrk 4x8.200 — kr. 32.800,- — Raunkostnaður hans erður því kr. 27.200.- Þá lítur dæmið hans þannig út: 1. Eftir áætlun G.G.Þ. greið- ir hann hlutf. 114:63 (þ.e. á- ætlun og raun BP og Shell kr. 108.600.- 2. Eftir áætlun G.G.Þ. og og bæjarerkfr. fæst + 18% kr. 19.600.- 3. Þá á Steingr. að greiða kr. 89.000,- 4. Drögum hér frá olíukostn að hans kr. 27.200.- 5. Beint tap hans erður því árlega kr. 61.800.- Þannig verður það hjá flest- um öðrum líka! Þetta er um 220% umfram kyndikostnað hans. Þar við bætist svo heimtaugarkostnað- ur, sem verður 1/325 pr. hús kr. 210.00,-, ef allir húseigend- ur í Siglufirði leggja veituna inn til sín. En gæti orðið t.d. ef fimmta hvert hús legði inn til sín kr. 1.050.000.-, að ég tali nú ekki um ef svo líklega vildi til, að enginn tæki lögn inn til sín. Hver borgar þá þessar 350 milljónir, sem veit- an kostar, og 18% vexti eða 60 millj árlega? Otsvör okkar allra siglfirðinga voru s. 1. ár kr. 40 milljónir. Kunnið þið einhver ráð? MiUjónir í vasa hitaveitunnar I lok fundarins talaði svo G.G.Þ. aftur og taldi gott fyrir hitaveituna að eiga nokkrar milljónir í „vasanum." Frá hverjum haldið þið að þær milj. eigi að vera? OKKUR? RÉTT. Kannske við höldum fagnað á Hótel Höfn, þegar við setjum milljónimar í „Vasa“ hitaveit- unnar. Þangað ætti alltaf ,einn‘ að koma, ef við splæsum á hann. Rafmagns- dælurnar Að auki sagði svo G.G.Þ. frá duldum aukakostnaði við núverandi upphitun húsa með rafdælum. (Þar tókst honum að gera fínt grín að okkur sigl firðingum með góðri aðstoð dælaÞorsteins) T.d. „eins hest- aflsdæla í húsi kostar“ og sneri sér til Þorsteins og sagði „þar sem þú ert með tölvu þína, reiknaðu. út fyrir mig, hvað rafkostnaður hennar er yfir árið á kr. 7.40 kw.“ „Tuttugu og níu þúsund,“ svaraði Þorsteinn um hæl. Þegar ég kom heim leit ég á rafdælu mína, þar stóð 1l/2 ha. Síðan leit ég á.rafreikning minn, þar stóð kr. 5.40 kw. Ég j nota ekki dælu yfir nóttina, því að það er ástæðulaus raf- og olíueyðsla, né við upphitun 'að kvöldi yfir sumarið. Ég á- ætla því not mín 300 hálfa daga =150 heila, með iy2 ha. 0.9 kw x 5.40 = 1.450.- kr. dælukostnað yfir árið. Áætlun G.G.Þ. með góðri aðstoð Þor- steins, er því 2000 — tvö þús- und prósent hærri. Og ekki er mitt hús minnst í bænum. Við hlið Þorsteins sat bæjar- stjóri, til hægri G.G.Þ. í ræðu- stól sat Knútur form, rafveitu- nefndar, og allir bæjarfulltrúar i skipulegri röð fyrir aftan ræðustólinn. Enginn sagði neitt. Enginn veitti viðnám. Allir þögðu. 5 íbúðir í verka- mannabústað nota 2/12 ha. dælu Rafk. Miðað við hús mitt kostar dælan kr. 600-tæpar pr. j íbúð. ] Raf magnsþörf in I áætlun sérfræðinganna eru mörg atriði, sem bera ekki saman, t.d. segja þeir, að raf- magn til upphitunar, umfram Skútuvatnið, þurfi í 2.700 manna bæinn Siglufjörð. Framkvæmdastofnunin telur þurfa 6450 kw. pr. mann. Sig. Thoroddsen telur þurfa 9300 kw. pr. mann. Þorsteinn Jóhanensson telur þurfa 12500 kw. pr. mann. Samkv. þessari áætlun Þor- steins þarf 33.750 m kw handa 2700 manna bæ. (Áætlunin er gerð fyrir 2160 manns + 25% fjölgun). Gamli Skeiðsfoss framleiðir 10.8 M kw. Nýji 8, og Hvann- eyrarstöðin 1,8. Samtals 20.8 M. kw. Ef allt þetta rafmagn væri notað, mundi vanta 13 M. kw. með Skútuvatninu, og þá væri ekki eitt kw. eftir til suðu, iðnaðar, ljósa eða annars í bænum. G.G.Þ. segir, að í stað rafmagns geti komið 921 tonn af jarðolíu. Hún er með 9840 cal. hitagildi (minus 4% upphitunarkostnað á hennr sjálfri, en sleppum því hér). ^Ef við berum nú saman þessar „samstofna“ tölur, kemur út eftirfarandi: Þorsteinn 33.750 M.kw með 860 sal......... 29.025.000.- G.G.Þ. 921.00 kg. jarðolía með 9840 Kcal........ 9.062.640.- Mismunur ca...... 20..000.000.- Áðan vorum við að tala um tvö þúsund prósent mismun. En núna kemur fram 20 mill- jarða cal. mismunur. Kannske olíutankurinn verði % of lítill. Þess vegna verði engin olía eftir yfir ísavetur á útmánuð- um. 35 milljón króna mismun- ur á olíukaupum, gerir svo sem hvorki til né frá í þessum sýnishomum. Því um 10 millj. króna skekkju, sem bent var á „þarf ekki að tala um,“ sagði Þorsteinn á fundi, „það væri svo „lítið“.“ Okkur siglfirðingum er ætl- að að greiða, en auðvitað get- ið þið látið bæjarfulltrúana bæta ykkur persónulega síðar fyrir að hafa vísvitandi verið valdir að þessu tjóni. Þá gæti svo farið, að þeirra hús færu undir hamarinn en ekki ykkar, fyrir þessar óréttmætu versl- unaraðferðir og opinberu yfir- lýsingar, sem ég tel að séu sakhæfar, og rétt að láta reyna á það, eftir að verknað- urinn hefur verið framkv. Raunveruleg hitaveita Eftir þennan lestur, vona ég, að allir verði mér sammála um að við eigum að koma upp hjá okkur raunverulegri hitaveitu úr Fljótum, þar sem heita vatn ið kostar næstum ekki neitt til okkar, eftir lögn. En hætta við Skútuveituna. Enda segir í bréfi G.G.Þ. til Eyj. K. Jóns- sonar, að varmi Skútu nægi bara til 20% upphitunar í mín- us 15°. Þurfi því olía að sjá um 80% upphitunar, en ef nú kæmu kuldavetrar eins og 1917, ’18, ’19 og '20 með allt að -i-33° dag eftir dag í 3 mán uði á herjum vetri, þá værum við komin í sjálfheldu, það yrði ekki búandi í Siglufirði nema við hefðum Fljótaveitu. Fljótaveitu eigum við að koma upp hjá okkur og miða stærð lagnar við 3500 manna bæ eftir 8-10 ár. Skútuvatnið passar fyrir 1150 manns, sem reistu sér bú á Ásnum 1985. Enda kemur síldin til okkar eftir 2-3 ár. Nú er verið að ala hana upp fyrir okkur. Bærinn var 3300 manns, og verður það fljótlega aftur eftir að síld in kemur. Enda verður síldin varla framar veidd fyrir verk- smiðjur, heldur bara til mann- eldis. (Ég lagði fram tillögur í hafnamefnd til að flýta fyrir myndun grunnstæða húsa, fyr- ir komumenn, en þeir háttvirtu nenntu ekki að afla bæjarbúum milljóna verðmæti næstum því fyrir ekki neitt í húsagrunnum. Tillögumar voru því saltaðar.)

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.