Mjölnir - 17.10.1975, Page 2

Mjölnir - 17.10.1975, Page 2
MINNINGARORÐ Mjölnir Útgef.: Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæm i vestra Á'uyrgðarmoður: Hannes Baldvinsson. — Afgreiðsla: Suðurgötu 10, Siglufirði. Sími 7 12 94. Girónúmer 71294. - Siglufjarðarprentsmiðja h.f. 200 mílur Fiskveiðilandhelgin hefur nú verið færð út í 200 mílur, með einróma samþykki allra stjórnmálaflokka og einhug þjóðarinnar, enda er tilvera okkar sem þjóðar í húfi, hvorki meira né minna. Ef ekki tekst að stemma stigu við frekari rányrkju á fiskimiðunum alveg á næstu miss- erum, verður helztu nytjafiskunum því sem næst útrýmt og landið því tæplega byggilegt. Þjóðin er einbeitt og einhuga í þessu máli, en það sama verður ekki sagt um stjórnmálamennina. Foringjar íhalds- ins heimta samninga við Breta og Vestur-Þjóðverja um- fram allt, og Framsókn er opin í báða enda eins og venju- lega. Ráðherrar eru nú á förum til Bretlands til samninga um veiðiréttindi Bretum til handa, — ekki bara innan 200 mílnanna, heldur innan 50 mílna, ef þeir þora. Það eina, sem getur hindrað þá, er öflugt aðhald. Það aðhald þarf þjóðin að veita þeim. Ármannsfell — Ármannsfell í haust gaus upp mikill strókur á síðum Reykjavíkur- blaða og kom í Ijós, að Ármannsfell var glóandi af eim- yrju vegna innbyrðis átaka í Sjálfstæðisflokknum og því byrjað að gjósa upp inn síður dagblaðanna. Líkt og í hinu fræga votergeitmáli í bandaríkjunum var upphafið klaufaskapur og lausmælgi. Það kostaði banda- ríkjaforseta æru og embætti þetta mikla vatnsgat þeirra vestra, en ekki er enn séð fyrir afleiðingar ármannsfells- gossins í Reykjavik, það er ekki séð hvort Sjálfstæðis- flokkurinn klofnar, hvort Birgir ísl. missir embættið eða hvort saksóknari rikisins fellur í þann gíg, að láta sem ekkert sé og breiða velsæmisblæju yfir allt saman. Máske fær einhver sjálfstæðispresturinn það verkefni, að láta Albert Guðmundsson leggja hönd á helga bók og sverja að Sjálfstæðisflokkurinn sé heiðarlegasti flokkurinn í landinu. En hver tekur mark á slíkum eiðstaf? Fólkið í landinu hefur séð hvert dæmið eftir annað um spillingu auðstéttarinnar, sem beitir Sjálfstæðisflokknum fyrir sig. Ármannsfellsmálið kemur skarpar fram í ljósið en ýmis önnur, vegna beinna tengsla þess við borgarmál og flokks- mál íhaldsins. En öll hin málin, sem falin eru og ólíklega komast í dagsins ljós, þau eru eflaust ekki svo fá, né heldur veigaminni en þau, sem upp gloprast hjá gálausum undirsátum stórlaxanna. Eru skattamálin í lagi hjá Siglfirðingum ? Aki Jakobsson fyrrverandi ráðherra F. 11. júlí 1911. - D. 12. sept. 1975. Þann 12. sept. s.l. barst hingað til Siglufjarðar andláts- fregn Áka Jakobssonar. Við að heyra þessa fregn var eins og upp í hugann kæmi eitt- hvað, sem átti að vera gleymt og þurrkað út, — eitthvað já- ,kvætt, skemmtilegt og spenn- jandi skaut upp kollinum. Fram í hugann komu atburð- í ir liðinna ára, áranna, þegar viðhorf í litla bæjarfélaginu okkar stóðu á því stigi, að ung- ur menntamaður, já, og rauð- liði, var valinn hér bæjarstjóri. Ekki svo að skilja, að hann væri valinn þess vegna, nei, hér þurfti að taka til höndun- um. Festa, reglusemi og jafn- rétti hafði ekki verið öllu ráð- andi í stjórn bæjarmála, og því þá ekki að verða við kröf- um vinstri manna og lofa kandídat þeirra að falla á próf- inu? Það voru einmitt þessi próf- verkefni hins unga bæjarstjóra, sem meðal annars skutu upp kollinum úr hafi minninganna. Eitt hið fyrsta var fjallhár bunki óreiðuskulda við bæinn, j sérkennilegur að þvi leyti, að 'verstu skuldararnir voru þeir, sem bezt voru settir. Lausn þessa verkefnis, ásamt svo J mörgum öðrum, gleður ennþá :hugi eldri Siglfirðinga, og jskemmst er frá því að segja, ’að þessi ungi bæjarstjóri fékk 1 ágætiseinkunn hjá alþýðu manna. | Framkomu Áka Jakobssonar og viðmót má af því marka, að hann eignaðist vini og Ikunningja langt út fyrir raðir I stuðningsmanna sinna og fé- > laga. Eðlilega lá leiðin til meiri j virðingarstarfa, eins og kallað jer, allt til ráðherrastóls. Hvort i slíkar vegtyllur veita meiri j hamingju en bæjarstjórastarf jí smábæ, skal ósagt látið, en i hinu verður ekki neitað, að Áki Jakobsson markaði eftir- minnileg spor í atvinnumála- sögu landsins. Því miður hefur siglfirzkum vinstri mönnum ekki tekizt að ná aftur þeirri reisn og fjölda- fylgi, sem áratuginn 1937— 1947, en þar átti Áki vissulega sinn þátt, og staðreynd er, að Áki Jakobsson margur verkalýðssinninn lítur með söknuði til þeirra tíma. Undirritaður þakkar Áka gömlu, góðu árin, og gaman hefði verið, ef þau hefðu orð- ið fleiri. Eftirlifandi konu Áka, Helgu, og bömum þeirra, sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Óskar Garibalda. Áki Jakobsson fæddist 11. júlí 1911 á Húsavík. Foreldrar hons voru Jón Ármann Jak- obsson, Hálfdánarsonar bónda og kaupfélagsstjóra, og Val- gerðar Pétursdóttur útvegs- bónda frá Ánanaustum í Reykja vík. Á barnsaldri fluttist hann með foreldrum sínum til Winni peg í Kanada, en 1920 fluttist fjölskyldan heim aftur og sett- ist að í Reykjavík. Áki lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1931 og lögfræði- prófi 1937. Á unglings- og námsárunum tileinkaði hann sér hugsjónir sósíalisma og verkalýðshreyfingar. Hann var einn af stofnendum Félags ungra kommúnista og Komm- únistaflokks Islands og meðal áhrifamestu forystumanna þess ara samtaka á meðan þau störfuðu. Hannvar líka einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og í hópi helstu forystumanna hans, þar til leiðir skildust. Hann var bæjarstjóri hér á Siglufirði 1938-42, varð lands- kjörinn þingmaður í vorkosn- ingunum 1942 og þingmaður Siglufjarðar í haustkosningun- um sama ár. Hann var atvinnu- málaráðherra í nýsköpunar- stjórninni 1944-1946. Þingsæt- inu hér hélt hann til 1953, er hann hætti að vera í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn. Mun þá hafa verið kominn upp veru legur ágreiningur milli hans og annarra forystumanna flokks- ins. Gamlir vinir hans og stuðn ingsmenn hér á Siglufirði gerðu sér vonir um, að þessi ágrein- ingur mundi jafnast, og Áki skipa sér undir merki flokks- ins að nýju. En 1956 fór hann hér í framboð á vegum Alþýðu flokksins, með stuðningi Fram- sóknarflokksins, og náði kjöri, og 1959 varð hann fyrsti vara- þingmaður Alþýðuflokksins í sumarkosningunum, en fór ekki í framboð um haustið, og hafði ekki teljandi afskipti af stjóm- málum eftir það. Áki Jakobsson var mikill hæfileikamaður og ágætlega menntaður bæði á almennan mælikvarða og í pólitískum fræðum. Ef til vill hafa persónu töfrar hans borið hann lengst. Hann var ákaflega aðlaðandi maður, skemmtilegur, viðmóts- hlýr, snjall í samræðu, vígfim- ur og úrræðagóður í pólitísk- um sennum. Sú persónulega vinátta og hylli, sem hann naut meðal fylgismanna sinna, olli því, að þau vinslit, sem urðu 1956, voru mörgum fyrri sam- herjum hans ekki aðeins poli- tísk vonsvik, heldur einnig þungt persónulegt áfall. Upp- gjörið varð því sárt og leiðir lágu ekki saman aftur. Sagan mun kveða upp sinn dóm um það, hverjir voru verð- leikar hans, hver voru afrek hans og hver mistök á hinum pólitíska vettvangi. En nú, þegar hann er allur, er þeim, sem kynntust honum og áttu með honum samleið, þó ekki væri nema stuttan veg, minnis- stæðastur persónuleiki hans, viðmótshlýjan og sú alúðar- fulla einlægni, sem einkenndi fas hans og framkomu. Eftirlifandi ekkju hans, Helgu Guðmundsdóttur, bömum þeirra og öðrum vandamönnum votta ég einlæga samúð. Benedikt Sigurðsson Það mætti ætla, að Siglfirðingar séu fremur ánægðir með skattana sína, því ekki hefur opinberlega verið um þá rætt, né ádeilur hafðar í frammi þeirra vegna. Hver nöldrar því í eigin barm, finnist honum of mikið á sig lagt, hinum sem vel sleppa hlær liugur í brjósti og telja kannski að hinir hásköttuðu séu ekki of góðir til að bera byrð- arnar. . .1 nokkrum smærri kaupstöðum og kauptúnum vestan- og sunnanlands hafa skattborgarar bundist samtökum og sent áskoranir til ríkisskattstjóra að láta rannsaka skatt- framtöl ýmissa aðila, sem bersýnilega bera ekki gjöld til jafns við aðra, ef eyðsla þeirra á ýmsum sviðum er tekin með í dæmið. Er engin þörf að slík rannsókn væri gerð á skattfram- tölum Siglfirðinga? Er allt svo pottþétt hjá fyrirtækjum og einstaklingum, sem talin eru sleppa mjög vel í skatt- gjöldum, að ekki megi neitt frekar skoða framtöl þeirra? Þormóður og byggðamálin Þormóður Runólfsson er af- skaplega sár vegna afstöðu AB til ritsmíðar hans um byggða- mál. Það er skiljanlegt að Þor- móð taki sárt til þessa afkvæm is síns, eins burðugt og frum- legt og það nú er. Hitt skal viðurkennt, að trúlega liggur nokkur vélritunarvinna á bak- | við svona langhund og tölu- iverður tími hefur líklega farið í það að tína upp hitt og þetta úr samþykktum og greinargerð um Sambands íslenskra sveitar félaga, en þau samtök hafa haft þetta mál til meðferðar um all- langt skeið. Það skal viðurkennt, að á nokkrum stöðum var alveg um sérstaklega frumlega fram- setningu að ræða í þessari rit- smíð Þormóðs, eins og til dæmis áhugi hans á því að „jafna aðstöðumun“ og fleira í þeim dúr. Það er rétt hjá Þor- | móði að þessi samþykkt fór í j gegnum bæjarstjórn á 7 atkv. en ekki var hrifningin meiri en það, að þegar Þormóður hélt til Raufarhafnar með þetta af- kvæmi sitt til þess að kynna það öðrum sveitarstjómarmönn um á fjórðungsþingi, þá vildi nú ekki betur til en svo, að annar fulltrúi Siglufjarðar á þeirri samkomu hafði ekki geð í sér til þess að fylgja Þormóði og sat heima, þannig að ekki hafa það verið alþýðubanda- lagsmenn einir, sem ekki féllu í stafi yfir frumlegheitunum og þessum athyglisverðu tíðindum. ★ MJÖLNIR — 2

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.