Mjölnir - 23.05.1990, Blaðsíða 4

Mjölnir - 23.05.1990, Blaðsíða 4
“Síldin er komin” eftir Iðunni og Kristínu Steinsdœtur. “Síldin er komin” eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leikfélag Siglufjarðar Leikstjóri, sviðsmynd, búningar: Theodór Júlíusson. Lýsing: Ingvar Bjömsson Tónlistarflutningur: Sturlaugur Kristjánsson. Á síðustu árum hefur það færst mjög í vöxt að leikritahöfundar hafa tekið efni úr náinni fortíð og fært í leikbúning. Leikrit það sem Leikfélag Siglufjarðar hefur nú fært upp er einmitteittþeirra. Leikrit þessi virðast njóta mikilla vinsælda. Hvort hér um séríslenskt fyrirbæri að ræða hef ég ekki hugmynd um en þau höfða greinilega til okkar. Um er að ræða einhverskonar fortíðarþráhyggju. Leikfélög úti á landi eiga erfitt uppdráttar og ástæðumar eru eflaust margar. Framboð á afþreygingarefni miklu meira en áður og að af því er virðist algjört tímaleysi fólks til að sinna menningar- og félagsmálum yfirleitt. Leikfélag Siglufjarðar hefur ekki farið varhluta af þessu eins og sagt er frá íleikskrá “Síldarinnar”. Því er það gleðiefni allra að svo vel skuli hafa til tekist einmitt nú þegar svo dökkt var framundan hjá félaginu og tekið undir orð Jóhönnu Þorleifsdóttir í leikskránni:”En sameinaðirstöndum vér og við emm ekkeit á leiðinni með að gefast upp”. Efni leikritsins er sótt í hið mikla síldarævintýri. Bmgðið er upp myndum af síldarsumri. Inn í er fléttað tónlist og söng. Allt myndar þetta svo leikræna heild sem sýnist hnökralítil. Um einstaka leikendur verður ekki fjallað sérstaklega. Ekki er þó annað hægt en að minnast nokkurra aðalleikaranna. Þær stöllur Hulla og Villa, en með hlutverk þeirra fara Laufey Elefsen og Steinunn Maiteinsdóttir, em stórkostlegar í framgöngu sinni. Þegarmest stuðið er á þeim í leikritinu heyrðist sagt í salnum af einum hinna eldri sem þar var: “Já svona vom þær!”. Ingi Hauksson sem eríhlutveikiSprengs erpiýðilegur og minna sumir taktar hans á ákveðinn veikstjóra. Halldór Guðjónsson er í hlutverki Lilla og skilar því mjög vel og söngur hans góður. Signý J óhanne sdóttir er í hlutverki Málfríðar, mikið er hún hávær en gervi hennar mjög gott og allt fas. Bima Bjömsdóttir var Sigþóra, ein af þeim sem mikla reynslu hafði af sfldinni. Frábærarvom aðfarir hennar við að komast í koju sína. Jökla í meðfömm Bylgju Ingimarsdóttur er góð og söngur hennar einstaklega notalegur. Þegar þess er gætt að margir em að koma fram í fyrsta sinn verður ekki annað sagt en að frammistaða þeirra hafi verið með miklum ágætum. Hluturleikstjórans er að sjálfsögðu lang stærstur. Hann hafði aðeins um þijár vikur til að koma þessari sýningu upp og er það einstakt afiek, að gera slflct þannig að ekki komi niður á gæðum sýningarinnar. Leikstjórinn hafði ekki aðeins á sinnikönnu æfíngar leikaranna. Hann var allt í öllu; sá um og aflaði leikmuna, búninga og samræmdi alla vinnu þessa stóra hóps sem að sýninginni stóð. Lýsing Ingvars Bjömssonar er fagmannlega unnin, eins hans er von og vísa. Tónlistar- flutningur Sturlaugs Kristjánssonar er ágætur og fellur vel að sýningunni. Mjölnirþakkaröllum sem aðþessu unnu og þá sérstaklega leikstjóranum, Theodóri Júlíussyni fyrir frábæra sýningu. f lokin skal fullyit að enn einu sinni kom “Sfldin” Siglfirðingum til bjargar. H.A. Kosningakaffi F- listans Verður í Alþýðuhúsinu Stuðningsmann eru hvattir til að koma í kaffi og taka einnig virkan þátt í kosningastarfinu. Kosningaskrifstofurnar í Aðalgötu og Suðurgötu verða opnar meðan kjörfundur stendur yfir Þcir sem vilja fá keyrslu á kjörstað hringi í sima: 71935, 71960, 71294 v r Nýtt afl ^ ■ nýviðhorf Auglýsing um bœjarstjórnarkosningarnar í Siglufirði 26. maí 1990 Kjörfundur til að kjósa 9 aðalmenn og jafnmarga varamenn í bœjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar til næstu Qögura ára hefst í Grunnskóla SigluQarðar við Hliðarveg laugardaginn 26. mai n.k. kl. 10 árdegis og skal kjörfundi lokið eigi síðar en kl. 23.00 sama dag. Kjörstjórn getur krafist þess, að kjósandinn sýni nafnskirteini við kjörborðið. Talning atkvæða hefst nokkru eftir að kjörfundi lýkur. Siglufirði 20. maí 1990 Kjörstjóm Eff TTiTn ölnir 4 23. maí

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.