Trú - 01.05.1907, Page 7

Trú - 01.05.1907, Page 7
23 TRÚ Himinsöngurinn. (Saga.) »Heldurðu ekki mamma að það hafi verið söngurinn á himnum?« Rað var Rórólfur litli sem spurði. Hann hafði farið út i haga og legið þar og talaði við blómin. Svo hafði hann farið að hlusta og hlusta, þangað til hon- um heyrðist alt suða og syngja. Rað hélt hann hlyti að vera frá himnum og því spurði hann móður sína. Hún brosti og sagði: »Já, þú mátt hugsa að það sé frá himnum. i3að er gott að okkur þykir vænt um þann söng«. Og hún klappaði vingjarnlega á vanga lians. Eftir það fór drengurinn, oft einn þangað sem blórn- in voru fegurst og þéttust. Og altaí hafði hann eitthvað sérstakt að segja frá sem honum fanst hann hafa heyrt. Svo var það dag eirili seint í september, að Rórólfur litli sat á þrepskildinum og horfði upp í fjallið, þar seni geiturnar voru á be«t. Rær fóru hærra og hærra upp eftir fjallinu. Bráðum hlutu þær að ná hæðsta tindinum á Grá- fjallinu. Par uppi, hlutu þær að vera nálægt himninum, hélt hanti. Ef til vill náði hafurinn alveg þangað með hornunum. Já, hver veit nema Guð opnaði dyrnar og lofaði honum að gægjast inn. Hvað það væri gaman að komast upp á Gráfjallið! Móðir hans kom og kallaði til hans. Hún og faðir hans ætluðu að róa til kaupstaðarins. Pau ætluðu að koma heim um kveldið. Hann átti að vera hlýðinn við eldri systir sína Sigríði, sem átti að gæta hússins. Hún átti að búa til iniðdegisverð. Rau áttu að fá sauðarlæri, það vissi hún að var uppáhaldsréttur Rórólfs. Hann lofaði að gjöra setn móðir hans sagði og hugg- aði sig yfir fjarveru foreldranna með góða matnurn sem hann átti að fá. Alt í einu leit ham hugsandi á móður sína og sagði: »Hvað er langt til himins? Heldurðu að maður geti ekki heyrt sönginn þaðan af Gráfjallinu ?«

x

Trú

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.