Fylkir


Fylkir - 22.12.1958, Blaðsíða 13

Fylkir - 22.12.1958, Blaðsíða 13
Bæjarfréttir. V________ _______) Landakirkja: Um hátíðirnar verður messað í Landakirkju sem hér segir: Jólanótt kl. 6: Hátíðasöngv- ar, séra Halldór Kolbeins. Sálm- ar: 70, 82, — 73, 88. Jóladagur kl. 2: Hátíðasöngv- ar, séra Jóliann Hlíðar. Sálmar: 70, 78, - 82, 74. Jóladagur kl. 5: Hátíðasöngv- ar, séra Halldór Kolbeins. Sálm ar: 78, 83, — 93, Sérprentaður sálmur: Himnafaðir . . . Annan jóladag kl. 11: Barna- messa, séra Halldór Kolbeins. Sama dag kl. 2: séra Jóhann Hlíðar. Sálmar: 88, 87, — 93, 82. Gamlárskvöld kl. 6: Hátíða- söngvar: Séra Halldór Kolbeins. Sálmar: 484, 500, — 59, 489. Nýjársdagur kl. 2: Hátíða- söngvar, séra Jóhann Hlíðar. Sálmar: 210, 68, — 491, 1. K. F. U. M. og K.: Barnaguðsþjónusta á annan dag jóla kl. 11 f. h. Jólatrésskemmtun fyrstu helgi eftir áramót. Betel: Samkoma á Aðfangadag kl. 6. Samkomur báða jóladag- ana kl. 4,30. Sunnudaginn 28. janúar: Jóla trésfagnaður bafnanna. Samkoma á Nýársdag kl. 4,30. Ræðumenn verða bræður safn aðarins og væntanlega Garðar Ragnarsson og Ester Nilsson. Kórsöngur, strengjasveit, tvísöng ur og samleikur á tvær fiðlur og píanó. Aðventkirkjan: Samkoma á Jóladag kl. 2. O. J. Olsen talar. Samkoma á Nýársdag kl. 2. Þakkarorð: Nýlega færði Kvenfélagið Líkn Sjúkrahúsinu að gjöf les- lampa við livert rúm. Hafa Jreir þegar verið settir upp. Eg vil hér með færa Kvenfé- laginu Líkn alúðarþakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Einar Guttormsson, Sjúkra- hússlæknir. Sýning: í síðustu viku var haldin hér sýning á eftirprentunum frægra málverka. Stóð hún yfir 1' nokkra daga í húsi K. F. U. M. og K. Voru eftirprentariir þess- ar jafnframt til sölu, og seld- ust margar Jreirra. Sýning Jressi var haldin á vegum Sýningarskálans í Reykja vík. Kaupfélagsstjóri: Nýlega hefur Halldór Örn Magnússon verið ráðinn kaup- félagsstjóri við Kaupfélag \7est- man naeyja. Reykjafoss: kom um helgina og tók skreið til útflutnings. Með skip- inu kom mikið magn af vöruin. Héðan fór Jiað vestur á land. Andlót: Á laugardaginn var andaðist á Sjúkrahúsinu hér ísleifur Jónsson, sem lengi átti heima í Nýjahúsi. Hann var síðustu ár- in vistmaður á Elliheimilinu. Hann var rúmlega 77 ára að aldri. Lokunartimi sölubúða: LT111 hátíðarnar verða sölu- búðir í bænum opnar sem hér segir: Á morgun, Þorláksmessu, verður opið til kl. 12 á mið- nætti. Á aðfangadag opið til kl. 1 á hádegi. A gamlársdag opið til hádeg- is. Ný sölubúð: Guðjón Scheving hefur sett upp sölubúð, Jiar sem áður var málaravinnustofa lians gegnt skrifstofubyggingu Vinnslustöðv arinnar. Söiuturninn: Söluturninn við Strandveg hefur flutt í ný og stærri liúsa- kynni. Hinn gamli söluturn var brotinn niður í vetur, er Strandvegurinn var lagfærður og malbikaður. Hið nýja hús stendur Jiar, sem áður stóð Björgvin, sem einnig var rifið. Húsnæðið er bjart og rúfn- gott, afgreiðslusalurinn stór og góður, og vörugeymsla álíka stór Jvar inn af. Hvað er á bíó? Kl. 3 á annan dag jóla er Barnasýning: PETER PAN, teiknimynd eftir Walt Disney. Heims um ból Framhald af 7. síðu. Þannig vildi Jiað til, að á að- fangadagskvöldið árið • 1832 sungu Strasser-börnin í konung legu-saxnesku-hirðkapellunni í Pleissenburg-höll að lokinni jólamessu: Heims um ból, helg efu jól, sig?iuð mœr son guðs ól. Frelsun mannanna, frelsisins lind, frumglceði Ijóssius, en gjörvöll mannliind meinvill i myrkunum lá. Og á þessu aðfangadagskvöidi kvaddi lagið börnin og hélc hljóðum skrefum út í heiniinn. Almenna bókafélagið Hinir nýju útgáfuhættir Al- menna bókafélagsins liafa mælzt vel fyrir hjá félagsmönnum yf- irleitt. En nú er hverjum fé- lagsmanni heimilt að velja sér bækur að vild úr ákv/sðnum fjölda, en skuldbindur sig til að taka minnst fjórar bækur til að halda fullum félagsréttind- um. Til hægðarauka sktilu tekin hér upp nöfn mánaðarbóka fé- lagsins árið 1958. Þær eru: Þrettán sögur, eftir Guð- mund G. Hagalín, Hlýjar hjartarætur, eftir Gísla J. Ástjrórsson. Til framandi hnatta, eftir Gísla Halldórsson, Netlurnar blónrgast, eftir Harry Martinsson. Sjávarföll, eftir Jón Dan, íslendingasaga II., eftir dr. Jón Jóhannesson. F.kki af brauði einu saman, eftir Vladimir Dudintsev. Hinar tvær síðastnefndu eru mánaðarbækur nóvember og desember. Er íslendingasaga framhald af fyrra bindi, sem dr. Jón heitinn Jóhannesson gaf út, en honum entist ekki aldur til að ganga frá þessu bindi, áður en harin féll frá löngu fyrir aldur fram. Áuk mánaðarbókanna liefur AB gefið út fjölda margar bæk ur, sem notið hafa mikilla vin- sælcla, st o sem Héimurinn okk- ar og aðrar myndabækur. Um- boðsmaður félagsins hér í bæ er Þorgils Þorgilsson á Grund. — G.efur hann allar nánari upp- lýsingar um útgáfubækur AB og eru þær, sem ekki eru upp- seldar, til sölu hjá hönum. ÍSSSSSSSSSSg2SSS2SSSSg2S2SSSSS8§S?!2S2g2SSS2SSSSgS?2SSSSSSSSSSSSS£S2SSS2SSS2SSSSgSS2S2S2S£SSSSSSSSS2SSSSS2SS Alúðar þakltir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MARGRÉTAR INGIMUNDARDÓTTUR. F. h. vandamanna. Sigríður Þorláksdóttir. SSSSSSS2SSSSS2SSSSS282SSSSSSSSS2SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS2SSSSSSSSSSS2SSSSSSSSS2SS8SSSSSSSS2SSSSSSSSS2S Við flytjum bœjarstjórn Vestmannaeyja alúðarþahkir fyrir þá höfðinglegu gjöf, er hún sendi hverju einu olikar. VISTFÓLK ELLIHEIMILISINS. SSS3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS3SSS3SS23SSSSSSSSSSSSS3S3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.