Fylkir


Fylkir - 23.12.1965, Síða 5

Fylkir - 23.12.1965, Síða 5
JÓLABLAÐ FYLKIS 1965 5 JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON, bæjarfógeti á ísafirði: Ur dögbóHarblööum Agnesar Aagaard sýslumannsfrúar í Vestnannaeyjum Agnes Mathilde Adelheide Grand- jean, dönsk kennslukona af frönsk- urj ættum að langfeðratali, giftist árið 1874 Maríusi Aagaax-d sýslu- manni í Vestmannaeyjum. Hún var þát22 ára, en hann 37 ára að aldri. Hun kom þó ekki til Eyja fyi'r en vorið' 1875. Það hefur veiúð ævintýraríkt ferðalag fyrir unga stúlku af slétt- um Danmerkur að sigla heimshöfin á vit eiginmanns síns á lítilli fleytu og setjast að í klettaeyju umgirtri freyðandi úthafinu, þar sem veður- barðir sjómenn leituðu á úthafið til fiskveiða á opnum smákænum, bæði vetur og sumar. Hún var allt í einu komin í nýtt, framandi um- hverfi, sem kom henni undarlega fyrir sjónir. Og fólkið skildi hún ekki og það ekki hana. Hún hlaut það hlutskipti fyrst í stað að vera mikið ein, einkum þó eftir að þau hjón fluttust í Uppsali, sem þá voru langt frá mannabyggðum og svo áveðra, að hún var oft hrædd um að stormui’inn feykti húsinu og henni út í buskann. Á einverustundum greip hún penna í hönd og trúði blaðinu fyrir hugrenningum sínum og áhyggj- um og spjallaði á blaðinu við ætt- ingja og vini suður í Danmörku, en þeim ætlaði hún blöðin. Þessir dagbókarþankar sýslu- mannsfrúarinnar dönsku gefa góða hugmynd um líf hennar í Eyjum og hið daglega líf þar um þær mundir á heimili hennar og kunningjanna. Verða hér teknir upp nokkrir kaflar úr dagbókinni og byrjað á upphafinu: ,,Að kvöldi föstudags 30. júlí 1875. Af því að Maríus er í kvöld hjá Thomsen verzlunarstjóra í toddy boði fékk ég mikla löngun til þess að skrifa svolítið, til þess að stytta mér einverustundirnar, því að mér leiðist mikið, síðustu kvöldin, síðan fór að dimma af nóttu. í dag hefur vei-ið heldur gott veður, en í gær var það grátt og dapurlegt og ég var líka heldur dauf í dálkinn. Eftir að hafa drukkið te, fór Maríus til Thomsens og ég í rúmið kl. 9, af því að ég hélt, að þá liði tím- inn fyrr. Eg hafði víst blundað, er ég vaknaði við krafs í mús- um, sem við Stóra-Maiúa þekkj- um vel. Það glamraði í .skjól- unni, svo að hún hlaut að vei'a inni í herberginu. Eg varð ægi- lega hi-ædd og kallaði á Ellu, en hún var þá komin í rúmið. Eg þorði ekki að fara á fætur, svit- inn spratt út og líf mitt var ekki upp á mai'ga fiska. Loksins kom Maríus. Eftir að ég hafði svolít- ið vatnað músum, jafnaði ég mig. Eg er svo ánægð yfir því, að Maríus getur umgengizt Thom- sens-fjölskylduna, en sú dýrð stendur ekki lengi, af því að eldri bi'óðirinn, Nicolaj, siglir heim í október. Sá yngri, Júlíus, yerður hér, en hann er okkur ekki eins geðfelldur. Það kemur fyrir, að ég er reglulega döpur út af einver- unni, sem ég bý við, eða öllu heldur fásinninu. Bara, að hér væri þó ekki nema ein mann- eskja, sem ég gæti talað við. Stundum finnst mér, að ég gæti gefið ár af lífi mínu, ef ég mætti aðeins eina stund hafa hjá mér óstvini mína og vini að heiman til þess að spjalla við þá. Svona var mér innanbrjósts í gær. En ég get aðeins staðið fyrir framan myndirnar af ykkur og horft á þær og látið hugann reika heim og minnst horfinna daga. Nú skrifa ég ekki meii'a í kvöld. Mér er ekki rótt innanbrjósts." En frúnni var ekki alltaf svona þungt fyi'ir hjarta. Hún skrifaði í dagbókina: „Síðdegis mánudaginn 20. ág- úst: Maríus er ó sjó í veðiferð. Þegar við höfðum lokið við að borða og sátum og spjölluðum saman, stakk Júlíus höfðinu inn úr dyrunum, sem alltaf standa opnar, þegar gott er veðúr, eins og í dag, það er reglulega hlýtt. Hann bað Maríus að koma með og þeir fóru í skyndi. Það greip mig líka löngun til að fai'a út, en ennþá hef ég ekki farið út ein. Eg gekk því niður eftir til' maddömu Sörensen, til þess að fá hana út með mér. En hún var ekki heima. Eg fór því heim og sótti Mar- íu litlu Bjai'nasen, sem hafði ver- ið hjá mér allan daginn. En það er þó ekki skemmtilegt af því að hún talar aðeins íslenzku, þó hún skilji allt, sem ég segi. Við fórum inn á Eiði. Og þar sat ég á stói'um steini allt að tveimur klukkustundum og lét Jóhann Gunnar Ólafsson. Atlantshafið hrynja við fætur mér og di'eifa yfir mig úða sín- um. Barnið var mjög rólegt og kastaði steinum. Það minnti mig á litla Áka, sem sætti hörðum átölum Lukke fyrir það, að hann kastaði smásteini í höfnina. Þannig í'ifjast smámunirnir upp fyrir mér. Hafið hefur mikil áhi’if á mig. Eg þreytist aldrei á því að sitja og hlusta á brimniðinn. Það er eins og komi yfir mig dásamleg i'ó og friður, sem lætur mig gleyma öllu, sem þjakar og þjá- ir. Eg vildi leggjast til hinztu hvíldar við hafið. Þó orkar það ekki alltaf þannig á mig. Stund- um er eins og ég sé dregin af ósýnilegu afli og ég finn til nær ósigrandi löngunar til að stökkva út í freyðandi bárurnar. Eg hygg, að það sé þegar ég er taugaveiklaðri en ella. Kannske finnst ykkur þetta hástemmt, en ó stað, þar sem maður er neydd- ur til umgengni við sjálfan sig, vill það við brenna. Á laugardaginn gengum við langa leið og eftir tedrykkjuna fór Maríus til Thomsens og ég hakkaði kjöt í bollur i súpuna næsta dag. Hvorttveggja var gott. Meðan við sátum að borð- um kom Júlíus og spui'ði okkur, hvort við vildum koma í útreið- artúr. Maríus hafði nýlega, fyrir tilstilli Bjarnasens fengið loforð um lán á tveim hestum. Hér er erfitt að fá hesta, því að þeir ganga sjálfala, og því verður fyrst að fá mann til að leita þeix-ra, og svo þai-f til reiðtýgi, sem verður að taka að láni á ýmsum stöðum. Þetta veldur því, að útreiðar eru erfiðar hér. Kl. 4 vorum við þó tilbúin eftir mikið mas og Nicolaj, Júlíus, Maríus og ég hleyptum af stað, en þá kom í ljós, að hesturinn minn vildi með engu móti hlaupa. Júlíus varð alltaf að vera í nágrenninu til að beita hann svipunni, en því svaraði hann með því að slá. En er frá leið lét hann betur að. Kven- söðullinn íslenzki er eins og helmingurinn af söðli Áka, sem skrúfa má á borð. Hann er úr tré með skinnklæði og litlum fótaskemli. Þeir eru vai'asamir, því að þeir geta auðveldlega farið um hrygg, svo að reiðmað- urinn steypist kollhnís, sem ekki er gott. Þetta varð mikil skemmtireið. Veði’ið var hlýtt, of hlýtt til að vera í kápu, sem ég ber alltaf á í'eið. Heima hefði naumast enginn lagt upp í svona i-eið. í fyrstu riðum við sanda fast við hafið, því næst lá leiðin upp grýtta bakka og flatir, ým- ist upp eða niður. Loks náðum við settu marki: Stórhöfða. Lengi-a er ekki hægt að komast, því að við höfðum farið yfir alla eyna. Við riðum upp I mikla hæð, fremst fx-am á snarbratta fjallsbrúnina við hafið. Það mundi hafa farið hrollur um þig, mamma, hefðir þú séð okk- ur frammi á fjallsbrúninni. Hugsaðu þér, ef hesturin hefði hi-asað. Á tindinum stigum við af baki og hvíldum okkur og nutum lxins dásamlega útsýnis. Við stigum síðan aftur á bak. Júlíus lyfti mér í söðulinn. Hann er riddari minn og kennari. Þeg ar við komum niður af fjallinu, hleyptunx við þangað til við Frh. á næstu lesmálssíðu.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.