Fylkir


Fylkir - 23.12.1965, Page 7

Fylkir - 23.12.1965, Page 7
JÓLABLAÐ FYLKIS 1965 7 Að hausti til fyrir fullum hundr- að árum, kom fátækur dreng- ur gangandi eftir veginum til „Stað- arins“ (Röros). Þetta var árla morguns, svo að enn var dimmt og kalt. ís og snjóskaflar þöktu veginn, Kaldur gustur stóð af fjöllunum. Fátæklingurinn hét Jói. Móðir hans var ekkja og bjó á koti einu uppi undir Hellisheiði. Tuttugu sópa bar hann í bagga á bakinu. Byrðin var þung, og í hörð- ustu vindhviðunum átti hann fullt í fangi með að standa á fótunum. Þetta var fjórða ferðin hans Jóa til Staðarins með sópa á bakinu Sópana seldi hann „heldra fólk- inu“ og fékk þrjá aura fyrir sóp- inn. Leiðin var 60 km fram og til baka. Kalt var honum á höndum, fótum og eyrum. Sársvangur var hann líka. Helzt líktist hann litl- um, svörtum skugga, þar sem hann þokaðist áfram, hálfboginn undan byrðinni þungu, meðfram fjalls- auðninni. Flestir kölluðu hann Sópa-Jóa, því ekki höfðu þau móðir hans ann að að lifa af, en að búa til sópa og selja. í skógarkjarrinu uppundir fjall- inu í kringum Ólafsvelli, var eng- inn runni, sem ekki hafði orðið fyr- ir hnífnum þeirra. En það var næstum furðulegt hvað skógurinn þarna óx fljótt aftur. Það var eins og einhver sérstök Guðs blessun hvíldi yfir runnun- um þarna, eins og honum væri annt um, að einnig Anna gamla og Jói hefðu eitthvað að lifa af. En eft- irsóknarverð voru lífskjörin þeirra ekki, því annan daginn borðuðu þau hafragraut og salt eða síld, og hinn daginn saltaða síld og hafra- JOHAN FALKBERGET: Sópa-Jói (Johan Falkberget er meðal fremstu rithöfunda Norðmanna. Hér á landi er hann þekktastur fyrir Bör Börsson. Hann er af gamalli námumannaætt og byrjaði sjálfur vinnu við kopar- vinnsluna í Röros. Hann þekkir þess vegna líf og kjör námu- manna betur en flestir aðrir, og skrifar þess vegna öllum öðrum betur um þeirra hag. Snemma lagði hann frá sér námuhamarinn og tók sér penna í hönd í staðinn, og varð skáld og sagnaritari þessara f jallabúa. Hann býr búi sínu í Rugeldalen í Tydal og unir kjörum þeirra, er hann finnur sig skyldastan. Sagan um Sópa-Jóa er eftir Falkberget. Norðmenn hafa um aldir gert sér sópa úr trjálimi og lyngi líkt og vendir voru gerðir hér á af þeim toga spunnið). graut. Og stagbætt voru fötin, sem þau gengu í. Já tötraleg voru þau, jafnt helga daga og virka. Til kirkju gátu þau aldrei farið og í farskólanum hafðist Jói ekki við. Hin börnin létu hann aldrei í friði vegna þess hve tötralegur hann var. En þó að hann Jói væri lakar klæddur en allir hinir krakkarnir, var enginn þeirra duglegri að lesa og reikna en hann. Á höggstokkinn lagði hann kver- ið sitt og lærði meðan hann hjó í sundur limið. Það gekk eins og í sögu. Og dag einn sagði gamli kennarinn, hann Sveinn Óli, að meira gæti han ekki kennt hon- um Jóa. „Hann er svo vel að sér, að hann gæti vel orðið prestur," sagði hann. En á þessum slóðum var enginn, sem lét sig það nokkru skipta, hvort menn voru mikið eða lítið lærðir. Og þegar Jói sagði, að í bókunum stæði bæði þetta og hitt, þá hlógu menn að honum og sögðu, að enginn gæti klætt sig eða fætt af því, sem í bókunum stæði Þetta fannst þeim hreinasta fyndni og sögðu, að úr Jóa yrði örugglega aldrei maður, því hann læsi svo mikið. Og svo hlógu þeir aftur. En haustmorguninn, sem hann Jói staulaðist áfram með sópabyrð ina sína, var vissulega illa komið fyrir honum. Krókloppinn var hann, svangur og þungt í skapi. Líklega yrði hann fátækur alla ævi sína. Frek- ast leit út fyrir, að menn yrðu sannspáir um það, að úr honum yrði aldrei neitt. Hann þokaðist áfram, sárhryggur og grét. Kuld- inn og stormurinn færðust í auk- okkar landi. Nafn sögunnar er ana, og áður en varði var farið að snjóa. Þreyttur og svangur skjögr- aði hann út af veginum og upp á milli víðirunnanna. Hann ætlaði að leggjast bak við einhvern runnann og deyja. Snjórinn myndi annast um líkklæðin hans. Það var gott að sofa undir snjónum, þar var enginn til að hlægja að honum eða gera gys að fátækt hans og bók- hneigð. Hann tók af sér baggann og settist bak við stóran víðirunna. Hann hríðskalf svo, að tennurn- ar glömruðu í munni hans, en smátt og smátt sefaðist hann í skjól- inu og hann langaði mest til að sofna. En þá varð hann hræddur, því honum varð Ijóst, að það var dauðinn, sem nálgaðist — og dauð- inn er það alvarlegasta, sem við menn þurfum að horfast í augu við. Jói reyndi að rísa á fætur, en var svo helstirður, að hann varð að skríða langa leið, áður en hann kom fyrir sig fótunum. Fannkom- an var svo mikil, að allt var að fara í kaf. Hann varð bara að skríða til að halda á sér hita og stirðna ekki til fulls. Aldrei hafði Jói verið úti í verra veðri en þessu. Svo mikill var stormurinn og fannkyngin, að eini- runnar og víðirunnar voru yfir- fenntir Einu sinni, þegar upp stytti um stund ,sá Jói stóran stein allhátt í fjallshlíðinni. Ef hann væri nú karlmenni til að komast þangað, fengi hann þó skjól fyrir veðurofsanum. Svo óskaplegt var veðrið, að honum lú við köfn- un. Loksins komst hann þó að stein inum. Þar var þó svo gott skjól ,að hann gat spennt greipar og farið með Faðirvorið sitt. Sárast fannst honum að hugsa til mömmu sinnar, ef hann yrði úti. Ef hún hefði engan til að búa til sópana með sér, engan til að fara með þá til „Staðarins“ og selja þá, kæmist hún ekki hjá að fara á vergang og betla. Og enginn hafði öllu meira en hann sjálfur þurfti, svo það var til- gangslítið að ganga á milli manna og kvarta undan neyð sinni. Þá hlyti mamma hans að deyja úr hungri. í fyrra vetur fann Pétur gamli Ingiríði helfrosna á ísnum. Hún hafði gengið milli bæja í mörg ár. Gengið þangað til dauð- inn tók hana. Þannig mundi það sjálfsagt fara líka fyrir mömmu hans, ef hann yrði úti. Þá gerðust undarlegir hlutir. Hann hafði naumast sleppt orðun- um „heldur frelsa oss frá illu“, þegar skyndilega lygndi og birti. Ekki vissi hann hvar hann var, en hann fann að „Staðurinn" var ekki langt undan, því til hans lagði reykjaeiminn frá koparbræðsl- unni. Hann stóð á fætur. „En hvaða undur eru nú þetta?“ sagði hann við sjálfan sig. í klettabelti skammt fyrir ofan hann sá hann eitthvað, sem ljómaði eins og nýfægður koparketill. Hann fékk næstum of- birtu í augun. Fyrst hélt hann að hann sæi inn í stássstofu huldufólksins. En fljót- lega varð honum ljóst, að hér var um málmlag að ræða Hann varð svo glaður, að hann gleymdi bæði hungri og kulda. Hann klifraði upp í klettana, og það duldist ekki að hér var um hreinan kopar að ræða. Framh. á 27. síðu.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.