Fylkir - 23.12.1965, Page 18
18
JÖLABLAÐ FYLKIS 1965
HARALDUR GUÐNASON:
Ferðaþættir frá Missouri
Fimm daga dvöl í Washington D
C var lokið. Þetta er fyrsta borgin
í veröldinni, sem hefur verið reist
með það fyrir augum að verða höf-
uðborg. Og þetta er fögur borg
með nokkrum austurlandasvip,
mörgum görðum og stórbyggingum
með hvolfþökum, en fáum nýtízku
kassahúsum. Þessir fimm dagar
liðu fyrr en varði, einn í Library
of Congress (Þingbókasafninu),
með 38. millj. eintök af bókum,
bæklingum, filmum o. fl. Og ekki
veitir af öðrum degi í Smithsonian-
safninu, sem er raunar mörg söfn
og sum furðuleg. Undarlegur Eng-
lendingur, James Smithson, sem
uppi var 1765—1829, gaf stofninn í
þessu safni. Var ráðandi mönnum
í fyrstu drumbs um að þiggja
þessa miklu gjöf af útlendingi. í
ár, á 200 ára afmæli Smithson’s,
er hans minnst með virðingu og
stórri þökk.
í þessari borg er sem sagt margt
að leiða augum; við heimsækjum
Hvíta húsið, komum á þingfund í
Capitol, í Arlington-garðinn, þar
sem gröf Kennedys forseta dregur
fólkið að sér eins og segull; en
þetta er of langt upp að telja. —
Þá verður okkur hjónunum jafnan
minnisstætt kvöldverðarboð hjá
sendiherrahjónunum í íslenzka
sendiráðinu 17. júní. Þar voru
nokkrir tugir íslendinga — sumir
frá Eyjum — og fleiri gestir. Borð
voru hlaðin íslenzkum réttum og
menn voru í huganum heima á ís-
landi. Allir fundu það, að þeir voru
velkomnir á þetta ágæta íslenzka
heimili í fjarri álfu.----
En nú kveðjum við Washington-
borg og höldum til Missöuri, sem
er nær miðju landi. Við förum
með þotu frá TWA, sem útleggst
Trans World Airlines. Það átti að
leggja upp frá Friendship Airport
kl. 11 árd.
Surtur einn í afgreiðslunni sagði
okkur að koma tveim stundum
fyrir brottför Fólksmergðin veldur
því, að hér þarf að hafa tímann
fyrir sér. Leiðin á Flugvöll vinátt-
unnar er alllöng, en loks kom þar
að við gengum upp í þotuna.
Eg var ekki fyrr kominn inn í
ferlíkið en ég rak augun í litla
málmplötu hvar á var letrað: Bo-
eing 707. Ójá, var það ekki þessi
Boeing, sem stundum tók upp á því
að springa af málmþreytu í háloft-
unum? Ekki hafði ég orð á þessari
uppgötvun minni; hélt að hún hefði
ekki góð áhrif á ferðagleði konunn-
ar, og hitt, að sá serrí nefnir spreng
ingu í amerískri flugvél er óðara
rekinn út.
Loft var skýjað, eða öllu heldur
fullt af mistri. Þotan hóf sig upp,
mjög bratt að mér fannst. Eg sá
hreyflana hristast og skakast, eins
og þessi fákur loftsins vildi hrista
þá af sér. En svo hætti þotan að
klifra, flaug í jafnri hæð. Þótti
mér þetta hinn bezti farkostur.
í þotunni voru þrjár langleggjað-
ar þokkadísir. Ein á hæð við mig,
og brosti sú blítt til mín. Óku þær
nú fram vagni með hinum fjöl-
breyttustu guðaveigum í glitfögr-
um umbúðum. Lyftist þá brún á
mörgum.
Konan bað um ávaxtasafa, en
hvað þóknaðist herranum?
— Skota og sódavatn.
Þokkadísin brosti, virti mig íyrir
sér eins og hún væri að meta og
vega hvort ég kynni að verða að-
gæzluverður hérna uppi í háloftun-
um, ef ég fengi minn skammt. En
svo lét hún tvær litlar flöskur á
bakkann minn og vatnið. — Ekki
held ég, að konan hafi verið hrif-
in af viðskiptum mínum við loft-
meyna, en lét þó kyrrt liggja, enda
komst ég brátt í gott skap. Nokkru
síðar voru fram bornar rjúkandi
kjúklingar, sem Ameríkanar hafa
sérstakt lag á að tilreiða lystilega.
Okkur bar hratt vestur yfir slétt-
urnar. Stöku sinnum sást niður á
búgarða og akra gegnum mistrið,
frjósöm jörð og þrautræktuð. —
Eftir rúmlega tveggja stunda flug,
nálgumst við óðum áfangastaðinn.
Stórá liðast eins og silfurband um
landið. „Þar Missisippi megindjúp
fram brunar/ í myrkum skógi og vek-
ur straumanið,/ þar aftangeisli í
aldingulli funar/ og undarlegan
hefja fuglar klið . . . “ orti Kristján
Fjallaskáld.
Nafn þessa stórfljóts er tekið úr
Indíánamáli. Missi þýðir stór og
sippi er fljót. Er þetta réttnefni,
því Missisippi er lengsta á í heimi
ef Missouri er talin með, 6792 km.,
en Amazon er vatnsmeiri. Mörg
ævintýri hafa gerzt á þessu stór-
fljóti. Um þau hafa margir lesið í
sögum Mark Tvains. En hér gerast
líka válegir atburðir. Stórflóðin
koma öðru hvoru, sópa burt jarð-
veginum af stórum svæðum, færa
landið í kaf og margir týna lífinu
í þessum hamförum. Þessi miklu
flóð stafa af snjóbráð í Klettafjöll-
um. Annar vágestur er of mikill
þurrkur, þá skrælnar landið og
uppskeran eyðileggst. Svo mikill er
kraftur þessa stórfljóts, að það hef-
ur grafið sér göng gegnum 360
metra hátt granitfjall. Víða er fljót
ið 1200 metra breitt, og 1800 metra
við ósana. Á fljótinu var mikið líf
í tuskunum í gamla daga. Fyrir
rúmri öld voru 60 gufuskip í
stöðugum ferðum um ána, en við
komu járnbrautanna fækkaði þeim
mjög. Á vetrin botnfrusu árnar,
því frosthörkur eru oft miklar í
miðríkjunum.
Missisippi er að austanverðu
fylkjamörk milli Missouri og fylkj-
anna Illinois, Kentucky og Tennes-
se. Nálægt vesturbakka fljótsins er
stórborgin St. Louis og þar lendum
við nú eftir tveggja og hálfrar
stundar flug. Fyrir um það bil
hundrað árum voru útflytjendur
frá Vestmannaeyjum, Landeyjum
og víðar, hvorki meira né miiyia
en 8 daga með lest frá New Yörk
til St. Louis. í einum slíkum hóp
var sveitungi minn, Þórður Dirðiks-
son frá Hólminum, er síðar varð
Mormónabiskup í Utah. Þeir félag-
ar fengu vinnu nokkrar vikur í St.
Louis, en þoldu illa hitann. Mikil
varð því gleði þeirra, er þeir
skyldu fara upp Missouri með
fljótabát, 800 mílna leið til Omaha,
en þaðan fótgangandi með handkerr
ur yfir eyðimörkina til Salt Lake
City.
Flugstöðin í St. Louis er firna-
stór og umferð mikil. Hér eru vega
mót, einskonar umferðarmiðstöð,
enda er St. Louis-borg stundum
nefnd „Hliðið til vestursins“. Hún
hefur líka verið nefnd fæðingarborg
flugsins, því þar var haldið fyrsta
þing um flugmál árið 1910 og fimm
fyrstu flugmennirnir vestanhafs
voru frá St. Louis. Því var það, að
Lindberg skirði flugvél sína, er
hann flaug fyrstur manna yfir At-
lantshaf 1927 á 33 og hálfum tíma,
„The Spirit of St. Louis“ (Andinn
frá St. Louis). Þá er ég skoðaði
þennan farkost á safni í Washing-