Fylkir - 23.12.1965, Síða 19
JÖLABLAÐ FYLKIS 1965
ton fannst mér það ganga krafta-
verki næst, að maðurinn skyldi
komast í slíkri beyglu yfir Atlants
hafið. En manninum og þessum
eina mótor hefur ekki verið fisjað
saman.
Við hverfum nú frá St. Louis
um sinn og höldum til Jefferson
City. Þar er aðsetur stjórnarvalda
fylkisins, fremur lítill bær, íbúar
um 80 þúsund. Á íiugvellinum beið
okkar Edna Bothe ,sem þá veitti
forstöðu Missouri State Library
(aðalbókasafn Mo.) Áformað var
að skoða nokkur bókasöfn í Miss-
ouri. Sá ágæti maður, Mr. Baker
í' Washington hafði falið Miss
Bothe forsjá okkar mála. Kom brátt
í ljós, að okkur var ekki í kot vís-
að. Ungfrúin ók okkur til Hótel
Governor, sem stendur á bakka
Missouri-árinnar. Við vorum hepp-
in, herbergi okkar snéri að ánni.
Þá er hitinn lék mig verst, fór ég
kannski innj settist við gluggann í
notalegri, loftkældri stofunni og
horfði út á ána, á skipin, pramm-
ana og ýmislegt rekald. Og handan
árinnar var fallegt land, hæðir og
skógivaxnir ásar.
Þá er ég kom hér vissi ég fátt
um Missouri nema nafnið, en það
er frá Indíánunum komið og kvað
þýða „Stóra grugguga áin“ eða
„Stóri fljótabáturinn“. Og það er
vissulega mjög óhreint vatn í ánni
þeirri arna. Stærð Missouri-ríkis
er rúmlega 170 þús. ferkm. og íbúar
eru um 4V2 milljón. Landið er mjög
frjósamt, þetta er landbúnaðar-
fylki fyrst og fremst, en iðnaður er
allmikill. Meðalstærð jarða er 100
hektarar. Mörg bú eru of lítil og
bændurnir fá verðuppbætur.
í fyrstu var hér ósnortin náttúr-
an, svo komu Indíánar, sem kann-
ski mætti kalla náttúrubörn. Á átj-
ándu öld komu Frakkar og Spán-
vex-jar og þá var úti friðurinn.
Frakkarnir stunduðu mjög þræla-
hald, en ný stjórnarskrá 1865 lagði
bann við þrælahaldi. Missouri varð
sambandsríki 1821. — Þá er kom
fram á 19. öldina flykktust Þjóð-
verjar til Mo. og er talið, að helm-
ingur íbúanna sé af þeim stofni.
Einna frægastur Missouri-manna
mun vera Samuel L. Clemens (1835
—1910), i’aunar betur þekktur sem
í-ithöfundurinn Mark Twain, sem
ævintýrin um Tom Sawyer (Tuma
litla) hafa gert heimskunnan. Þá
má nefna Daniel Boone, sem var á
dögum 1730—1820, foringi frum-
byggjanna og mikill ævintýramað-
ur. Nú á dögum er færra um fina
gamli Truman, sem varð 33. for-
seti Bandaríkjanna, er ærið munu
deildar meiningar um manninn og
pólitískan feril hans. —
Jefferson City er einkennilegur
bær, liggur allur í lægðum og hæð-
um á víxl. Þetta stafar af því ,að
jökull lá hér yfir öllu fyrir 200 þús.
árum, segja jarðfi’æðingarnir. Und-
an jöklinum kom þetta öldótta
land. Annars var Missouri sjávar-
botn fyrir örófi alda, en landið
myndaðist af fi’amburði.
Hér er allt annar blær á lífinu
en í stórborgunum, hraðinn minni,
notalegur bæjarbragur. Það er
furðulega létt að kynnast fólki,
jafnvel þó maður geri ekkert til
þess. Oft fór fólk að spyrja, hvað-
an við værum, af því að íslenzk-
an vakti athygli þess. Fátt vissi það
um ísland nema nafnið en spurði
margs.
Næstu daga ókum við víða um
bæi og sveitir. Oftast var bílstjóri
okkar og leiðsögumaður bókavörð-
ur frá Columbia. Þótti honum góð
tilbreyting frá afgreiðslu bóka að
þeysa um landið, enda var trylli-
tækið ekki sparað. Við heimsóttum
rösklega 20 bókasöfn í Missouri
þessa daga. Of langt mál yrði að
segja ítarlega frá þeim heimsókn-
um hér; bókakostur var víðast hvar
allmikill og starfsskilyrði góð. Þó sá
ég söfn, þar sem bókakostur virtist
ekki af hári’i gráðu. Eg kom í
sveitasafn í gamalli kirkju aflagðri.
Bókavörðurinn, kona við aldur,
hafði komið sér fyrir með útláns-
disk sinn fyrir framan altai’ið. —
Hér aka bókabílar langar leiðir dag
lega, gtanza á vissum stöðum og
fólk þyi-pist að þeim til þess að fá
bækur. Bílarnir eru með bókahill-
um, sem rúma um 1000 bindi.
Dag hvern komum við til Col-
umbia, sem er lítill skólabær. Þar
var stofnaður fyrsti háskólinn
vestan Missisippi, og eru þar nær
20 þús. stúdenta. Háskólabókasafn-
ið er mikil bygging með 1 mill. 25
þús. bindum. Deildir safnsins eru
sex og lestrarsalir stórir, sem gef-
ur að skilja. Þetta er ekki sá há-
skóli, sem margir íslendingar
sækja; hann er Columbia-háskóli í
South Carolina.
í History State Society-safninu er
margt að sjá frá gamalli tíð. Fleiri
hafa áhuga á ættfræði en íslending
ar, því átta menn sá ég við lestur
kirkjubóka. Eg fletti kirkjubók frá
1880. Á henni var fallegt hand-
bragð, skriftin skýr eins og prent.
Loks kom þar, að ekki voru ráð-
gerðar fleiri reisur til Columbia.
En samt er þar enn kominn bóka-
safnsbíllinn frá Columbia Library.
Höfðu nokkrir bókaverðir úr þrem
ur söfnum ákveðið að bjóða okkur
hjónunum til hádegisverðar í mat-
sal háskólans. Þeim þótti ekki orð
á því gerandi, þótt við værum sótt
um 50 km. leið í matinn. En við
höfðum mikla ánægju af þessu
veizluboði, því þetta var mjög
skemmtilegt og óþvingað sam-
kvæmi.
Einn sunnudagsmoi’gun sóttum
við helgar tíðir hjá kaþólskum.
Þótti mér þó ærið snemmt að drífa
mig upp klukkan 7, en messa átti
að hefjast klukkan 8. Fyrst var þá
að kynna sér siðareglur, en þær
voru engar, hvað mig áhi’ærði, en
konan skyldi hafa hatt á höfði eða
frollu.
Eg bjóst mínu skásta pússi, en
mig rnæddi brátt hiti fei’legur, 90
gráður á F., enda kvörtuðu inn-
fæddir, hvað þá við norðan frá ís-
hafi.
Nú sem ég er seztur þarna meðal
kirkjugesta sé ég, að flestir eru
jakkalausir með fráhnepptar skyrt-
-------------------------------19
ur. Eg henti þá íljótt af mér jakkan
um og má ég segja, að þetta er í
eina skiptið, sem ég hef verið í
kirkju jakkalaus. Ekki hafði prest
urinn handrit, enda ekki tízka þar
í landi að skrifa stólræðui’. Ekki
sá ég neinn ofstækissvip á þessum
söfnuði, en ski’ýtið þótti mér þegar
sessunautur minn fór að rísla sér
við talnaband og gerði þar ekki
stanz á alla messuna.
Þá er langt var komið athöfn
þessax-i, gengu fram fjórir menn
búnir svörtum stökkum og gyrðir
belti. Þeir gengu fram kirkjuna
meðfram hverri bekkjarröð. Voru
þeir með skaft alllangt, er þeir tví-
hentu, en á enda hvers skafts var
netpoki. Mér datt strax í hug á-
hald eitt, sem við Eyjamenn þekkj-
um vel: lundaháfur. Og raunar
voru mennirnir að búa sig til veiða.
Þeir slöngvuðu háfum sínum inn
eftir sætaröðunum, og háttur þeirra
var sá, að tveir og tveir gengu
fram hvor gegnt öðrum og létu háf-
ana mætast fyrir miðjum bekk.
Þannig gátu þeir smalað sauðlaust,
sem kallað er. Þá er veiðinni í
guðskistuna var lokið gengu þess-
ir fjórir menn í hátíðlegri prósess-
íu að þeim háa tróni, þar sem prest-
urinn var, tæmdu úr háfunum, en
prestur blessaði hinn veraldlega
mammon, sem kirkjan getur ekki
án vei’ið fremur en aðrir. í Banda
ríkjunum er engin ríkiskirkja. Öll
kirkjuleg starfsemi er rekin með
frjálsum framlögum safnaðar-
manna.
Eitt kvöld segir Miss Bothe, að
lögfræðingur nokkur, Mr. Eichorst,
óski viðtals við mig. Hvað hef ég
nú gert af mér, hugsa ég og bíð á-
tekta. Kemur svo ungur maður,
dálítið eirðaiiaus í fasi og stamaði.
Hann kvaðst eiga við mig lítið er-
indi: Hvort við íslendingar hefð-
um ékki hug á því að frelsa Fær-
eyinga úr klóm Dana? Eg tjáði
manninum, að hér væri ekki hægt
Frh. á 20. síðu.
Old Court house í St. Louis, reist 1839.
drætti. Það væi’i þá helzt Harry
Þetta hús var reist til minningar um skáldið Mark Twain.