Fylkir


Fylkir - 23.12.1965, Qupperneq 25

Fylkir - 23.12.1965, Qupperneq 25
JOLABLAÐ FYLKIS 1965 Ur dagbókarblöðum Framhald af 6. sí'ðu. landinu. Hann reiknaði líklega með því að verða boðið að borða miðdegisverð, en ég fann enga köllun til þess. Við höfðum rauðsprettu og klatta. Kl. 4, þegar ég var í þann veginn að fara inn á Eiði, kom frú Sörensen með litla dreginn sinn. Eg helti þá upp á kaffi og hún var líka í teinu. Við höfum aldrei boðið þeim hjónum hing- að yfir, af því að við kinokum okkur við að umgangast hann sökum þess, að hann er alveg ó- mentaður og rustalegur maður. Hann var áður lögregluþjónn og nú er hann verzlunarstjóri og nýtur traust Brydes, en hér er fólk á annarri skoðun. Sagt er, að hann drekki allmikið og hangi oft fullur í búðinni hálfar næturnar. Konan er þægileg og greiðvikin, og mér er vel til hennar, en að sjálfsögðu einnig ómenntuð. Frú Bjarnasen er talin vera málug, og ég hef verið vöruð við henni og er nú mjög varkár, en það dregur úr umgengni. En hún er óvenjulega bóngóð. Þetta eru nú þessar tvær fjölskyldur. Þriðja er fjölskylda Thomsens verzlunarstjóra. Bróðursonur gamla Thomsens er íslendingur, lítill og þreklegur og alltaf þög- ull. Eg hef ekki ennþá heyrt í honum röddina. Hann er eitt- hvað yfir þrítugt. Hann giftist dóttur maddömu Roed, ekkju með 6 börn eftir bróður Bjarna- sens. Nú hefur eitt barnið bætzt við. Konan er miklu eldri en hann og mjög ófríð, en dugleg og þægileg. Sagt er að Jes sé held- ur óþjáll heima fyrir, um tíma afbrýðisamur og jós því yfir hana grófustu skammaryrðum. Nú er sagt, að hann sé ástfang- inn í uppkominni stjúpdóttur sinni, laglegustu stúlku. Þetta sýnir, hvernig þeir eru framá- menn eyjarinnar, svo að þið get- ið séð hvaða ábati muni vera að því að umgangast þá. Föstudagskvöld. í kvöld er ég ein á ný og hef fyrir stafni það, sem þið sjáið. í gær kom læknirinn í langa heimsókn. Það er heldur skemmtilegt að hlusta á hann, en annars er hann mér ekki að skapi. Hinsvegar líst mér betur á prestinn, sem kom meðan við sátum undir borðum og drakk með okkur te. Hér er fólk að jafnaði ávarpað með fornöfnum sínum og það er svo skringilegt, að heyra Ellu segja Nicolaj og íúlíus. Hér er mikil fátækt og um 60 börn, auk gamalmenna, á sveit- inni. Hér ríkir því sá siður, að þeg- ar lögð er á mann einhver út- svarsupphæð, getur hann annað- hvort greitt hana með reiðufé eða tekið í fóstur eitt eða fleiri börn, eftir því, sem þau eru met- in. Menn verða að ala önn fyrir þeim og kenna þeim, en þau verða að gera það gagn, sem þau geta. Þetta gildir árið, en er venjulega endurnýjað, af því fólk vill helzt hafa sama barnið. Ella er alin upp á þennan hátt af Bjarnasenshjónunum.“ Læknirinn kemur hér fyrst við sögu hjá frúnni. Það var Þorsteinn Jónsson í Landlyst. Hann var Vest- mannaeyingum alt í öllu, oddviti, læknir, prestur, ef svo bar undir og á stundum sýslumaður í fjar- veru yfirvaldsins. Hann var stund- um nefndur Eyjajarl. Frú Ane Sörensen var kona Frederiks Sörensens verzlunar- stjóra í Garðinum. Þau voru bæði um þrítugt. Hann var ekki lang- vinnur í Eyjum, enda var hann ó- vinsæll. Var honum laus höndin og átti í ýmiskonar útistöðum og málaferlum út af meiðslum. Jón halti vinnumaður gamla læknisins flúði til Ameríku upp úr væring- um við Sörensen og bar þar beinin. Bar Jón fyrir sig hníf er Sörensen gerði atlögu að honum, og veitti honiim áverka með vopinu. Frú Bjarnesen var María, dóttir Ásdísar í Stakkagerði og Asmund- sens skipstjóra, fyrri manns henar. Hún var gift Gísla Bjarnasen verzl- unarstjóra í Tanganum og í Garð- inum. Þau fluttust með börn sín til Danmerkur árið 1883. Jes Thomsen, verzlunarstjóri, var fæddur á Vatneyri við Patreks- fjörð og voru foreldrar hans Will- iam Thomsen kaupmaður þar og kona hans Ane Margareta. Hann var uppalinn þar vestra og mun því hafa talað íslenzku lýtalaust. Frúin hefur þess vegna haldið, að hann væri íslendingur, þó að hann væri danskur í báðar ættir. Árið 1875 var Jes Thomsen 34 ára, en konan fertug. Aldursmunurinn var því ekki mikill. Kona hans var Jó- hanna, ekkja Jóhanns Péturs Bjarnasens, verzlunarstjóra í Garð- inum, sem andaðist 1869. Meðal barna þeirra voru Anton, verzlunar stjóri í Eyjum, Nicolaj kaupmaður í Reykjavík og Jóhanna kona Torfa Magnússonar verzlunarstjóra í Eyj- um. Presturinn var séra Brynjólfur Jónsson á Ofanleiti, mesti sæmdar- maður. Um þessar mundir var 20 manns í heimili hjá honum að Of- anleiti. Og frúin heldur áfram að minnast á fólkið og atburðina í kringum sig: ,,í gær bar við leiðindaatvik. Eiginmaður frú Roed skar í sundur slagæðarnar á báðum handleggjum. Hann er seinni hraður hennar. Þau héldu brúð- kaup fyrir 8 árum, en samt misstu þau 14 ára gamla dóttur fyrir nokkrum árum. Þau bjuggu nefnilega saman um skeið upp á kaþólsku. Roed var fyrst beykir, en varð síðan verzlunarmaður í Miðbúðinni, en var sagt upp vegna óreglu. Á síðustu árum hefur aðalstarfi hans verið að mala kaffibaunirnar, klípa kand- ís í sundur, og að drekka. Konan sér urn allt annað. Hann hefur legið um Vikutíma í þunglyndi. Hánn sagðist engan mat verð- 25 skulda, af því að hann gerði ekki neitt gagn, og vildi ekkert þiggja. Á sunnudagsmorguninn læddist hann út í hænsnahús og þar skar hann sig inn að beini á hægri hendi og djúpt í þá vinstri. Þegar konan fann hann var hætt að blæða. Læknirinn batt fyrir æðarnar og prestur- inn var sóttur. Síðdegis var lið- anin mjög slæm af sárasótt, og búizt við að hann mundi andast, en hann hresstist við til allrar óhamingju, því að þau eru blá- fátæk og menn óttast, að þau lendi á sveitinni. Það er sorg- legt, að vera niðurkomin á stað, þar sem svona mikil eymd ríkir.“ Roed beykir lifði lengi eftir þetta. Hann dó á sveit, eins og menn höfðu óttazt. Hanna kona hans dó löngu áður. Hún var áður gift Er- iksen skipstjóra, en áður en liún giftist, átti hún Jóhönnu, konu Jes Thomsens, með Rasmussen skip- stjóra. Maddama Roed rak veit- ingahús í Vertshúsinu og átti það. Þegar Agnes Aagaard byrjaði á ný árið 1878 að skrifa dagbók sína, færði hún þar inn þessa frásögn af andláti hennar og útför: „Eg hef orðið fyrir þeirri rpiklu sorg að missa gömlu madd ömu Roed. Hún dó 23. nóvem- ber. Hún veiktist síðast í sept- ember, nokkrum dögum eftir að hún hafði verið hér í heimsókn. Fæðingardagur hennar, 1. októ- ber, var því ekki hátíðlegur haldinn, eins og venjulega. Hún sagðist ætla að safna saman vin- um sínum, þegar hún hresstist. Það kom að því, en með öðrum hætti en hún hafði ráðgert. Hún var jarðsett 30. nóvember. Dag- inn áður var okkur boðið til út- Framh. á næstu lesmálssíðu.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.