Fylkir


Fylkir - 23.12.1965, Qupperneq 33

Fylkir - 23.12.1965, Qupperneq 33
JÓLABLAÐ FYLKIS 1965 33 ÚR DAGBOKARBLOÐUM ... Framhald af 27. síðu. Frá sjósókn og útvegi V estmannaey inga. Frú Agnes minnist á sjósókn Vestmannaeyinga í blöðum sínum, og lýsir landtöku og vinnubrögðum við að koma fiskinum í salt. Við skulum gefa frúnni orðið: Vertíðin 1878. „Nú er aftur kominn mesti annatími eyjaskeggja, nefnilega vertíðin. Síðustu vikurnar fisk- uðu þeir ágætlega, komu hlaðnir að og réru aftur. Veðrið í gær og dag hefur því miður aftrað því, að þeir færu á sjó. Það er stór- viðri, svo að ekki sést út um gluggana hjá okkur fyrir sjó- seltu, sem hefur fokið á þá, þó að við búum nokkurn spöl frá sjónum. Við erum orðin svo ís- lenzk, að alla síðustu viku höf- um við borðað fisk á hverjum morgni. Fyrst drekkum við einn tebolla og því næst borðum við ýmist heilagfiski, þorsk, hrogn og lifur og við erum svo ánægð með þessa lifnaðarhætti, að við gætum nú naumast verið án þeirrar máltíðar og við borðum fiskinn auk þess kartöflulausan, af því að við höfum þær engar. Ef að gefur leiði eigum við von á landmönnunum hingað út. Þá byrja stórskipin að róa, fyrr er hér ekki nóg fólk til að manna þau. í hvert skipti, sem bátur rær til fiskjar, taka sjómennirn- ir ofan höfuðföt sín og formaður- inn biður bænar um, að guð gæti þeirra í þessum róðri. Mér finnst það falleg venja. Þeir hafa einn- ig yfir bænir sínar, þegar þeir ganga í fjöll á sumrin. . . . Veðrið er mjög slæmt, hvass- viðri og snjóhryðjur. Veður hafa alltaf verið illhryssingsleg síðan ég skrifaði síðast, þó á milli verulega góðir dagar. Landmenn irnir eru allir komnir, og sá fjöldi, að hér hefur aldrei verið annað eins, líklega vegna þess, að afli var miklum mun betri í fyrra en áður. Við sjáum þó lítið af þeim, sem betur fer. Hér upp frá lifum við í friði. Á laugardag réru stórskipin í fyrsta sinn, en aflinn var heldur rýr, vegna þess að sjóveður var ekki gott . . . Á föstudag fórum við Maríus, Dodo og ég gönguferð niður eft- ir Strandveginum til þess að horfa á bátana koma að landi hlaðna fiski. Það er makalaust skemmtilegt að horfa á það líf. Um leið og báti hefur verið brýnt, er fiskinum kastað upp á klappirnar, dregin upp á seil. Og síðan skiptir formaðurinn fiskinúm i jafn marga hluti, sem við á. Síðan koma aðgerðarstúlk ur hvers eiganda og bera fisk- inn upp í krærnar. Svo eru nefndir smáskúrar, sem eru fram með Strandveginum, hver við hliðina á öðrum. Þær eru hlaðn- ar úr grjóti og mold með torf- þöktu timburþaki. Inni er timb- urgólf og þar er fiskurinn salt- aður. Utan við hverja kró er lít- ið borð, sem stúlkurnar standa við og fletja fiskinn. Hryggjun- um er kastað upp á þakið, þar sem þeir eru þurrkaðir og eru þeir síðan brenndir. Lifur og hrogn eru flutt heim. Lifrin er sett í kagga, þar sem hún sjálf- rennur og hrognin eru söltuð og lögð inn í búðina. Þau eru send til Spánar og eru notuð til þess að veiða með þeim sardínur. Þorskhausarnir eru lagðir á tún og girðingar til þurrkunar þang- að til þeir eru beinharðir og síð- an naga allir þá með brauði og eru þeir taldir vera ágætis mat- ur. Heilagfiski er skorið eða réttara flakað, svo að beinin fari úr. Síðan er það skorið í lengjur og látið hanga þangað til það er alveg þurrt. Síðan er það borðað með smjöri, og kall- að rikklingur. Nú er mér sönn ánægja að því, að horfa á þetta líf og allan þennan ys. Áhöfn skipsins er klædd skinnklæðum frá hvirfli til ilja og veður hún oft í sjónum upp í mitti. Þegar þeir eru lentir koma konur þeirra með kaffi í blikk- brúsa. Stúlkurnar, sem gera að fiskinum, eru í strigapilsum svartlituðum og konur og dætur hinna beztu bænda, og jafnvel dætur prestsins, vinna þetta verk.“ Hér lýkur þessari fáorðu lýsingu frá atvinnu- og athafnalífinu í Eyjum. Sendum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum beztu óskir um Gleðileg jól, og farsælt komandi ár. e \ Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. ísfélag Vestmannaeyja

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.