Fylkir


Fylkir - 06.05.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 06.05.1966, Blaðsíða 1
Mólgago 18. árgangur. Vestmanaeyjum, 6. mai 1966. 17. tölublað Guðlaugur Gíslason: Uppbygging bæjarfélagsins Ef dæma ætti eftir staðhæfing- um flokksblaða minnihlutans, ætti hér raunverulega ekkert að hafa verið gert á undanförnum árum og fjárreiður bæjarins og reiknings- uppgjör allt í óreiðu. En er þetta svo? Um fjárreiður bæjarins og reikn- ingsuppgjör er það að segja, að bæj arsjóður hefur allt þetta kjörtíma- bil, eins og áður, frá því er hann tók aftur við völdum hér, staðið við allar skuldbindingar kaupstaðar- ins, bæði með afborganir af um- sömdum lánum og ekki síður með greiðslu á launum til fastra starfs- manna og annarra, sem var orðið óþekkt fyrir bæri, meðan vinstri menn réðu hér bæjarmálunum. Löggiltur endurskoðandi var fyr- ir. nokkrum árum fenginn til að gera upp alla reikninga bæjar- sjóðs og fyrirtækja hans og reikn- ingum í langflestum tilfellum ver- ið skilað til hinna kjörnu endur- þess hafa bæjarfulltrúar ávallt fengið á þriggja mánaða fresti yf- irlit um tekjur og gjöld bæjarsjóðs og stofnana hans. Þó að einstaka bæjarfulltrúar úr minihlutanum, eins og framsóknar- rnenn, séu að reyna að snúa út úr reikningum bæjarins og birta rangar niðurstöður einstakra liða, eins og afborgana og vaxta, eins og gert var í Framsóknarblaðinu nú fyrir skömmu, þá er það þeirra mál, ef þeir hafa ánægju af slíku. Sú ánægjulega staðreynd liggur fyrir að afkoma bæjarfélagsins er mjög góð og umsamdar skuldir bæjarsjóðs sennilega minni en hjá nokkru öðru sambærilegu bæjarfé- lagi. Þetta vita bæjarbúar og hljóta að meta frekar en útúrsnúning minnihlutans. En hvað um uppbyggingu byggð- arlagsins? Helur hún dregizt aftur úr miö- að við sambærileg bæjarfélöf eða eru framkvæmdir minni, en þegar skoðenda fyrrihluta næsta árs. Auk w*aBi%Bu^aAsusKBES33sssa f™ ™ XD Slálfsfæðisfólk XD Kosningoskrifsfrofa Sjálfsfræðisfbkksinns er í Samkomuhúsinu, Vesfrmannabraufr 19, sími 2233. Hafið samband við skrifsfrofuna og gef- ið upplýsingor um það sjálfsfrasðisfólk, er ; kann að verða ufrarlbæjar á kjördag. Skrifsfrofan er opin frá kl. 10,00 fril 12,00, 14,00 - 19,00 og 20,00 - 22,00. KJÓSIÐ D-LISTANN. SBEjBBEJBEESaBiiaBBESSg^^ vinstri flokkarnir réðu hér? Enginn mun telja að svo sé. Uppbygging hefur verið mikil hér í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks- ins. Höfnin hefur tekið stakkaskipt- um á síðustu árum. Ekki aðeins vegna byggingu nýrra hafnarmann- virkja, heldur ekki síður vegna þeirra malbikunarframkvæmda, er átt hafa sér stað við höfnina á síð- ustu árum. Þetta viðurkena allir, sem hér búa og einnig aðkomusjó- rnenn, sem hingað koma. Vestmannaeyingar eru nú eftir langa baráttu komnir í beint sam- band við Sogsvirkjunina með sæ- strengnum, sem lagður var hingað út til Eyja fyrir nokkru, og eru Vestmannaeyingar betur settir í rafmagsnmálum en flestir aðrir. Á vegum bæjarsjóðs hafa einnig verið stórframkvæmdir. Gatna- kerfi hér úr varanlegu efni er bet- ur á veg komið, en í flestum öðr- um sambærilegum bæjum. Aðrar stórframkvæmdir hafa einnig verið á döfinni á þessu kjörtímabili, bæði bygging fyrsta fjölbýlishúss hér og bygging nýs sjúkrahúss, auk annars, sem unnið hefur verið að og eðlilegt hlýtur að teljast í bæj- srfólagi eins og Vestmannaeyjum. Aðkomumenn hafa veitt þessu athygli og hafa dómar um bæjar- félagið út á við verið mjög ánægju- legir . Það er því næsta furðulegt, að blöð minnihluta bæjarstjórnar hér skuli telja sér það hagkvæmt í kosningabaráttunni að halda því fram, að allt sé hér í ólestri, bæði í fjármálum bæjarins og uppbyggingu hans. Þeir hljóta að gera sér grein fyrir, að allur almenningur veit betur. Veit hið sanna í málinu og því verður þessi áróður þeirra þeim sízt til framdráttar. Vatnsveitumálið er vonandi að komast í heila höfn. Og þó margt sé enn ógert, sem all- ir vita, að fyrir liggur að fram- kvæma, er það aðeins vottur um, að við búum í vaxandi bæjarfélagi því öruggasta merkið um slíkt er, að ávallt séu næg verkefni fram- undan. Því reynslan hefur sýnt, að hver ný framkvæmd kallar á aðra enn meiri, ef þor, bjartsýni og stór hugur er fyrir hendi, eins og sem getur fer hefur verið hér í Eyjum á undanfórnum árum. ÍMEJflrStjÓI'li Tillaga kommúnista í áfengismálum. „Bæjarstjórn telur ekki rétt, að atkvæðagreiðsla um onun áfengis- útsölu hér fari fram samhliða bæj- arstjórnarkosningunum, enda um svo óskyld mál að ræða, bæjarmál og áfengismál, að umræður um þau samtímis eru ekki æskilegar. í trausti þess, að tillaga Gísla Gíslasonar verði tekin til afgreiðslu að kosningum loknum, vísar bæjar- stjórn henni frá að þessu sinni og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Tilíagan var felld með 4 atkvæð- um gegn tveimur atkvæðum komm únista. Sést af þessu, að bæjarfulltrúar kommúnista eru fyllilega sammála því, að atkvæðagreiðsla fari fram um hvort opna skuli hér áfengisút- sölu eða ekki, en lögðu til að slíkri atkvæðagreiðslu yrði frestað fram yfir kosningar, eins og þeir segja sjálfir „í trausti þess" að slíkar kosningar yrðu látnar fara fram eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Einhver sagði ,að annar bæjar- fulltrúi kommúnista, frú Guð- munda Gunnarsdóttir, hefði verið að tala um „hráskinnsleik" í áfeng- ismálinu í síðasta Eyjablaði, og þar þóttst vera á móti atkvæðagreiðslu um málið. Ekki vantar heilindin eða kok- hreystina í þeim herbúðum.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.