Fylkir


Fylkir - 06.05.1966, Blaðsíða 3

Fylkir - 06.05.1966, Blaðsíða 3
FYLKIR Undirbúningur fyrirhugaðrar vaínsveitu ftomin d lokostíg Á fundi bæjarstjórnar hinn 22. apríl s. 1. var ákveðið að fjórir bæjarfulltrúar, tveir frá meirihlut- anu mog tveir frá minnihlutanum, færu til Kaupmannahafnar til við- ræðna við N. K. T., en það fyrir- tæki hefur síðan fyrir síðastliðin áramót unnið að tilraunum með framleiðslu á vatnsveituleiðslu fyr ir fyrirhugaða vatnsveitu hér, af þeim styrkleika, sem talinn er nauðsynlegur fyrir leiðsluna milli lands og Eyja. Kom einn af fram- kvæmdastjórum þessa fyrirtækis hingað til Vestmanaeyja í marz- mánuði s .1. til viðræðna við bæjar ráð og var þá ákveðið að fulltrúar frá bæjarstjórn kæmu til Hafnar þegar fyrirtækið væri komið á það stig með tilraunir sínar að fyrir lægi, að það gæti unnið leiðsluna og gert tilboð í hana. Reyndist svo vera nú fyrir nokkru. Þegar fulttrúar bæjarstjórnar komu til Hafnar hófust þegar dag- inn eftir viðræður við fyrirtækið, og höfðu þeir fyrir hendi sýnis- horn af framleiðslu sinni. Liggur það nú fyrir, að N. K. T. er reiðubúið að framleiða tvær 4 tommu leiðslur, unnar á þann hátt, sem óskað hefur verið eftir. Er þar Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guðmundsson, Sími 1394 — Pósthólf 116 Auglýsingar: Gísli Valtýsson, Sími 1705. PrentsmiSjan Eyrún h. f. Bg^sgsaaBaiggg^MBaBgBa ^^ um að ræða plastleiðslur, þyngdar og einangraðar eins og neðansjáv- arkapall, og ekki annað sjáanlegt en um mjög góða framleiðslu sé að ræða. Enda er hér um að ræða heimsþekkt fyrirtæki með mikla reynsiu í framleiðslu og lögn neðan sjávarkapla og staðkunugt hér síð- an það lagði rafstrenginn út til Eyja. lega lítið hærra verð, miðað við aukið notagildi þeirra. Fyir liggur, að tvær 4 tommu leiðslur myndu flytja um 1000 tonn af vatni út til Eyja á sólarhring án dælustöðvar, en 1800 tonn með dælustöð. Tvö 5 tommu rör munu hinsvegar flytja um 1800 tonn án dælustöðvar, en um 3200 tonn með dælustöð og ætti það að vera nægj- Fullvíst má telja, að danska fyrirtækið Nordisk Kabel og Traadfa- brik í Kaupmannahöfn geti unnið neðansjávarvatnsleiðsluna af þeim styrkleika, sem nauðsynlegur er talinn. Samningar um leiðsluna voru þó ekki gerðir, þar sem fyrirtækið er enn eftir ósk Vestmannaeyinga að gera tílraunir með framleiðslu á sverari leiðslum, 5 eða 6 tommu víðum, sem myndi verða mun hag- kvæmar fyrir vatnsveituna, ef það tækist. Telja verkfræðingar fyrir- tækisins mjög miklar líkur fyrir að takast muni að framleiða 5 tommu leiðslur af sama styrkleika og 4 tommu leiðslurnar fyrir tiltölu anlegt vatnsmagn um nokkra fram- tíð. Töldu fulltrúar bæjarstjórnar því eðlilegt að ganga ekki endan- lega frá samningum við fyrirtækið fyrr en fyrir lægju niðurstöður þeirra um 5 tommu rörin, sem eins og framanritað sýnir, myndu verða miklu hagkvæmari lausn fyrir vatnsveituna. Varðandi asbeströrin í leiðsluna uppi á landi og niður að sjó, hefur þegar verið gengið frá kaupum á HAPPDRÆTTI Háskóla Islands ! Hannvann! ¦Haftftd/lœttl HÁSKÓLANS Endurnýjun f-il 5. flokks síendur yfir. Gleymið ekki að endurnýja. UMBOÐSMAÐUR. þeim. Er þar um 22 kílómetra langa leiðslu að ræða og eru rörin væntanleg til Þorlákshafnar um 10. maí n. k. Verður þeim skipað á land þar og þau síðan flutt austur, eftir því sem lögn leiðslunnar mið- ar áfram og er meiningin, að leiðsl an niður í sand verði lögð nú í sum ar, en fyrri plastleiðslan út til Eyja vorið 1967 og sú síðari vorið 1968 eða 1969 eftir ákvörðun bæjaryfir- valda hér. Má segja, að undirbúningur máls ins sé kominn á lokastig, þar sem endanlega hefur verið gengið frá kaupunum á rörum í leiðsluna uppi á landi og þau væntanleg innan skamms og fyrir hendi er að gera samninga um leiðsluna út til Eyja þegar bæjarstjórn telur það tíma- bært. Skorað á Alþingi. Á sameiginlegum fundi sjómanna félaganna hér, sem haldinn var í Akóges 4. þ. m., var einróma gerð eftirfarandi samþykkt: „Sameiginlegur fundur Skipstjóra g stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum og Vélstjórafélags Vestmannaeyja, haldinn 4. maí 1966, skorar eindregið á háttvirt Alþingi að samþykkja frumvarp til laga, — sem Sigfús J. Johnsen hefur nýlega flutt í Nd. Alþ. — um breytingu á gildandi lögum um bann gegn botnvörpuveiðum. Fundurinn telur fyllilega tíma- bært og reyndar bráðnauðsynlegt að gerðar verði þegar á þessu þingi þær breytingar á lögum þessum, sem frumvarpið gerir ráð fyrir og vísar að öðru leyti til greinargerð- ar, sem frumvarpinu fylgir. Ennfremur krefst fundurinn þess af hæstvirtum sjávarútvegs- málaráðherra, að hann svari undan bragðalaust fyrirspurn sama þing- manns í sþ., á þingskjali 586, um störf vélbátanefndar." •U —— u« — I u—ii II— X D - listinn %^>ww<i^m>«m<>^'>'»w^

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.