Fylkir


Fylkir - 23.12.1966, Blaðsíða 17

Fylkir - 23.12.1966, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ FYLKIS 1966 17 Duglegur drengur Framhald af 15. síðu. inn rann svo vel, að brestirnir í ísnum gerðu ferðalagið ennþá á- hrifaríkara. En sleðinn stöðvaðist þó að lokum. Palli leit í kringum sig. Hann bað hamingjuna að hjálpa sér. Einmitt hérna hafði fað ir hans fallið niður um ísinn og drukknað. Það brakaði í ísnum undan sleðameiðunum, og Palli sá ekki betur en að sjór kæmi upp um skænisþunnan ísinn. Honum datt í hug, hvort hann mundi nú eiga að drukkna hérna líka. Hann brast í grát. Mamma hafði bannað honum að fara út á ísinn. Atti þetta nú að verða refsingin fyrir það, að hann óhlýðnaðist boðum hennar? Guð hjálpi mér, kveinaði hann. Eg fór út á ísinn til að bjarga börnunum á prestssetrinu, en ekki til að óhlýðnast mömmu. Góði guð láttu ísinn halda, vegna litlu barn- anna, sem annars brenna inni! Palla létti við bænina. Hann hafði góða samvizku. Það hafði að vísu komið fyrir, að hann gleymdi að lesa kvöldbænina sína. Stund- um hafði hann einnig tekið syk- urmola án þess að biðja um leyfi og ekki alltaf verið sem hlýðnast- ur. En litlu börnin á prestssetrinu höfðu sjálfsagt verið góð og hlýðin. Og hann þóttist viss um að guð mundi hjálpa honum þeirra vegna. Hann sparn fætinum gætilega í ísinn. Það brast og brakaði, svo að hárin risu á höfði hans. En ísinn hélt, og sleðinn rann áfram góðan spöl. Ein spyrna enn, og hann var kominn yfir það hættulegasta. Palla óx ásmegin, og hraðaði nú förinni, sem mest hann mátti. Hann hafði vaxandi vind á eftir sér, sem varð honum góður meðbyr. Nú þaut hann áfram. En allt í einu stöðvaðist sleðinn, og drengurinn valt af honum. Palli skreið til sleðans, tók í handfangið á honum og komst á ' fætur. Hann var reyndar kominn yfir víkina og alveg að kirkjugarð- inum, sem náði nærri því alveg niður að sjónum. Langur skafl lá frá kirkjugarðinum niður í fjör- una og í honum sat sleðinn fastur. Drengurinn reyndi nú að losa hann, en það varð árangurslaust. Hann litaðist um eftir hækjunum sínum. Þeim hafði hann auðvitað gleymt heima. Þær höfðu orðið eft- ir á hlaðvarpanum. En hann mátti engan tíma missa, því að hver stund var dýrmæt. Palli fleygði sér niður og ýmist skreið eða velti sér eftir skaflinum. Hann týndi sparkbroddinum og öðrum vettlingnum og hruflaði *lg á nefinu. En duglegur drengur hugsar ekki um slíka smámuni, þeg ar hætta er á ferðum. Loks komst hann á veginn. Hann rakst á staurbút, setti húfuna sína á annan endann, stakk honum und- ir hönd sér og hoppaði af stað. Það var hált á veginum og hann datt nokkrum sinnum. En það dró ekki úr honum kjarkinn. Nú sá hann svo glöggt brunann á prestssetr- inu, og það gaf honum byr undir báða vængi. Til allrar hamingju stóðu kirkju dyrnar upp á gátt. Palli staulaðist inn, Kaltraði inn í miðja kirkju og kallaði: af öllum kröftum: — Prestssetrið er að brenna. Bjargið börnunum! Það varð dauðaþögn sem snöggv ast í kirkjunni. Allir störðu á þenn an litla stúf, sem stóð þarna á miðju gólfi í fátæklegum, gauðrifn fötum og studdi sig við staurbút- inn. En hann skeytti því engu og kallaði aftur um eldinn á prests- setrinu. Æ, æ! börnin mín! kallaði kona ein í kirkjunni, spratt upp úr sæti sínu og flýtti sér út. Björgum börnunum og kirkju- bókunum! kallaði maður í prests- hempu og stikaði stórum á eftir konunni. Kirkjufólkið áttaði sig nú fyrst á því, hvað var að gerast.. Það þusti upp úr sætum sínum. Mikil þröng varð, því að fólkið ruddist til dyr- anna í ofboði. Allir vildu hraða ferð sinni sem mest þeir máttu, svo að þeir gætu hjálpað til að slökkva eldinn á prestssetrinu. í þrengslunum hafði Palli hrökkl azt út í horn. Hann fann til svima. Ljósamergðin, hitinn, angistin í andlitum manna og magnleysið, sem kom eftir að móðurinn var runninn af honum, stuðlaði allt að því að koma honum úr jafnvægi. Honum fannst hann svo óumræð- anlega þreyttur og einmana, þrátt fyrir fjöldann, sem í kringum hann var. Mamma! stundi hann upp að lok- um, grátandi. Eg er svo þreyttur. Eg get ekki staðið lengur. Og í því li.tli drengurinn hné nið- ur hálfmeðvitundarlaus, var hann umvafinn sterkum örmum. Eg er hérna drengurinn minn, sagði blíðleg rödd í eyra hans. Mamma, hvíslaði Palli ósegjan- lega glaður og vafði örmunum um háls hennar. Fyrirgefðu mér, að ég fór út á ísinn. En ég mátti til með að bjarga börnunum. Mamma hans sagði eitthvað, sem hann ekki skildi, af því að honum fannst hún vera svo langt burtu. Svo fann hann, að hann var tek- inn upp, en þá sortnaði honum fyr- ir augum. Hann hafði misst með- vitundina. Þegar hann kom til sjálfs sín, sat móðir hans undir honum og hafði sveipað um hann hlýja sjal- inu sínu. Ljósin loguðu ennþá. En kirkjan var næstum mannlaus. Nokkrar gamlar konur töluðu á- kaft við móður hans. Og hrepps- stjórinn kom með vatn í glasi frá grátunum. Jæja, sjáum til. Litla hetjan okk ar er þá vöknuð til lífsins aftur, sagið hann brosandi og hneigði hærugrátt höfuðið. Eg er undrandi yfir því, að þú skyldir hætta þér út á ísinn, eins og hann er veik- ur. Já, ég veit, að þú treystir þér ekki til að ganga fyrir víkina og varst hræddur um, að börnin mundu brenna inni. Þú varðst að hætta á þetta. Já, það var vel af sér vikið og verðlauna vert. Það var hrein mildi, að þú skyldir ekki Oft verður mér hugsað til hinna hýru Vestmannaeyja. Þær voru eitt hið fyrsta, er fegurðarskyn barnssálar minnar greindu, einkum man ég ljósin, er lýstu til lands á hinum dimmu skammdegisdögum. Þar voru líka margir mínir beztu vinir, þaðan komu þeir er vora tók með líf og gleði til landsins eins og það var kallað. Þeir höfðu oft með- ferðis margskonar mungát, sem lítil telpa brosti við. Eyjar eru mér enn í dag fagur ævintýraheimur. Enn eru þar margir einlægir vin- ir mínir, þó nú séu meira en þrjá- tíu ár síðan ég yfirgaf nágrenni þeirra. Og einmitt nú langar mig að minnast vinkonu minnar, sem fyllir núna níunda tug æviára sinna með svo mikilli prýði, að því má ekki gleyma, en það er hún Mar- grét Jónasdóttir, Hólagötu 23. Það var ekki alltaf gaman að vera lítil telpa á fátæku heimili meðal margra yngri systkina. Margs þurfti að gæta og fá kaupakonu á slíkan stað var nærri ógerningur. Oft særði þetta mig innilega, en við því var ekkert að gera. Stund- um og næstum því alltaf tókst nú samt að fá stúlkur og ætíð voru það ágætismanneskjur, en þær fóru bara aftur og komu ekki meir ein- mitt þegar manni var farið að þykja vænt um þær. Þá vorum við börnin búin að þreyta þær svo mjög. Og þegar hún Margrét réð- ist til okkar, var beðið með eftir- væntingu. Bátur kom sem venja var upp að sandi, með honum var nýja kaupakonan. Hún kom með blessun á heimili okkar og sólskin hvern dag þó regn væri, meðan drukkna. — Nú ætla ég að spenna hestinn fyrir og svo ek ég þér og móður þinni heim. Eg á hvort sem er leið þar um, svo að þar er eng- in fyrirhöfn. Það eru nóg sæti á sleðanum. Vinnumennirnir og drengirnir eru með mér hér, og þeir eru að aðstoða við brunann. Súptu nú á þessu vatni Palli, og vertu nú rólegur hjá mömmu þinni, þangað til ég ek hér um og tek ykkur með á sleðann. Um leið og hann fór klappaði hann á kollinn á drengnum. Gömlu konurnar snérust í kringum hann og vildu fá hann til að segja sér af ferðinni. En Palli færðist undan því, af því að hann var svo mátt- farinn. Han bað þær hins vegar um að finna fyrir sig sparkbroddinn og sleðann, því að annars mundi Lassi verða svo vondur og lumbra á honum. Svo sofnaði hann aftur. Framhald á bls. 19. hennar naut við. Hún gaf fyrirheit um að koma næsta sumar og stóð við það. Verk hennar voru svo fall- eg og trúmannlega unnin, að því gleymi ég aldrei. Þá var hún búin að þjóna mörgu heimili í Norður- landi af sömu skyldurækni. Svita- dropar í þágu okkar voru ekki taldir, en ég hef heldur aldrei gleymt þeim. Vil ég nú þakka allt, sem hún var okkur börnunum föð- urlausum og móður minni. Þakka tryggð hennar og alla hlátra og all- ar vísurnar, sem hún kenndi mér, ætíð var Margrét sjór af margvis- legum fróðleik um menn og mál- efm, allir sem hún ræddi um og hafði kynni af voru hinar rnestu manneskjur, hún þekkti aldrei annað. Nú hef ég oft ferðazt um suma þá norðlenzku dali, er hún sagði okkur af, og skil því að hún ann enn þeim ljúfu heimahögum, sem þó munu í æsku hennar oft hafa andað köldu, en ævikjör manna voru æði ómild í þá daga. Margrét hefði þó aldrei minnst lífsins með biturleik í sál, kringum hana var sól, ylur og traust. Af henni gát- um við systkinin aðeins lært það sem fallegt var til orðs og starfs. Þannig er gaman að. Nú, við aftan skin ævikvöldsins dvelur hún í vernd góðra frænda. Samferða- menn senda henni einlægustu kveðjur um leið þökkum við öll, vinir þínir hið fagra fordæmi, er þú barst með þér frá húnvetnsku byggðinni þinni, og biðjum þér blessunar á ævikvöldi. Guðrún Jakobsdóttir, Víkingavatn.i AFM/ELISKVEÐIA TIL MARGRÉTAR JÓNS- DÓTTUR HÓLAGÖTU 23 VM.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.