Fylkir


Fylkir - 28.04.1967, Blaðsíða 5

Fylkir - 28.04.1967, Blaðsíða 5
F YLKI R 5^ SVAR vegna sjónvarpsskrifa í Framsóknarblaðinu. Framsóknarblaðið birti aðsent bréf síðasta fimmtudag, þar sem spurt er, hvort enginn fréttaritari sé staðsettur í Eyjum. Það mun koma í minn hlut að svara fyrir- spurn þessari, þar sem svo á að heita, að ég gegni því hlutverki hér. Að vísu gegni ég aðeins þeim störfum að senda til sjónvarpsins það efni, sem telja má fréttnæmt, en annar á að sjá um myndatöku og öflun mynda. Framan af vetri var kvikmyndavél sú, er nota skyldi, í viðgerð, en eftir að hún kom úr viðgerð, hefur staðið á filmusendingum frá sjónvarpinu til myndatökumannsins. Er það mál allt utan míns verkahrings, svo að ég mun ekki ræða það nánar, en vil þó geta þess, að því mun verða kippt í lag bráðlega. Bréfritari spyr, hvers vegna ekki komi fréttir og myndir af ýmsum atburðum, sem hann telur frétt- næma, og nefnir t. d. heimsókn rússneska ráðherrans á dögunum, fulla höfn af bátum og stórbruna. Er þar skemmst frá að segja, að sjónvarpið hefur fengið fregnir frá mér af öllum þessum atburðum, en síðan er það þeirra að ákveða, en ekki mitt, hvað telst fréttnæmt. Rétt áður en sá sovéski kom í heim sókn sína, höfðu birzt fréttamyndir og viðtal við hann í sjónvarpinu, auk þess, sem þess var getið, að hann færi til Vestmannaeyja. Hef- ur sjónvarpsmönnum sennilega þótt nóg komið um þennan annars ágæta mann. Varðandi brunann mikla, sendi ég strax allýtarlega frétt varðandi hann, og var hún lesin í kvöldfrétt um þann sama mánudag. Ástæðan fyrir því að engin mynd kom þá af brunanum, var sú, að ekki var flogið umræddan dag og engin leið að koma myndum suður. Ef bréf- ritari gæti bent mér á einhverja leið til að koma myndum suður, þegar engar samgöngur eru á miiii yrði ég honum einkar þakklát.ur. Eg þekki því miður ekki aðrar leiðir til þess. Eg hefi oft í vetur verið spurður þess, hvers vegna ekki kæmi ýmis- legt héðan í fréttum sjónvarpsins, svo sem aflabrögð, merkisafmæli og fleira. Eg hef skýr fyrirmæli ffá sjón- varpsmönnum hvað er fréttnæmt í sjónvarpi. Það er til dæmis ekki frétt, þótt bátur komi með fisk að landi, ekki nema um metafla sé að ræða, eða annað sérstakt við róður- inn. Annars skildist mér, að það væri ekki sérlega vel þokkað af Sigurgeir Jónsson skipstjórum og útgerðarmönnum að mikið væri gert af því að út- básúnera aflabrögð í útvarpi og blöðum og þá væntanlega ekki í sjónvarpi heldur. Tvívegis í vetur hafa þó komið yfirlitsfréttir um vertíðina hér og aflabrögð. í sambandi við afmæli, andlát og annað, sem eru fréttir hér í bæn- um, vil ég taka fram, að slíkt er að- eins frétt í sjónvarpi, að um þjóð- kunna menn sé að ræða. Og eins og áður er sagt, er það algjört mat sjónvarpsmanna, sem ræður hvaða efni er tekið til flutnings. Það er fréttaritarans að safna efninu, en þeirra að vinsa úr því. Þá hef ég einnig verið spurður, hvers vegna ekki komi efni eins og frá Akureyri, en mikið hefur kom- ið af viðtölum þaðan. Því er til að svara, að slík aðstaða er ekki fyrir hendi hér, því miður. Einungis tvö tæki til slíkra nota eru til á land- inu og er annað staðsett hjá sjón- varpinu í Reykjavík, en hitt á Ak- ureyri. Það er algerlega útilokað fyrir mig að taka eitt einasta við- tal hér í Eyjum fyrir sjónvarpið, slíkt er tæknilega ómögulegt enn- þá. Reyndar er von á þeim sjón- varpsmönnum hingað innan skamms til fréttaöflunar, og munu þeir þá hafa áðurnefnd tæki með sér, svo að nokkuð ætti að rætast úr. Að lokum vil ég taka fram, að ég er þakklátur fyrir að minnzt var á þessi mál, og mér því gefinn kost ur á að koma fyrrnefndu fram og gefa fólki skýringu á málunum. Þá er ég auðvitað ekki alvitur og alsjáandi og getur vitanlega margt fram hjá mér farið, sem talizt gætu fréttir. Vil ég því við þetta tæki- færi biðja fólk, sem kynni að frétta af einhverju, sem teljast mega fréttir, að hafa samband við mig og láta mig vita. Símanúmer mín eru 1523 og 1343. Sigurgeir Jónsson. 1100 ára afmæli Islandsbyggðar. Undanfarna daga hafa farið fram allmiklar umræður um vænt- anlegt 1100 ára afmæli íslands- byggðar að sjö árum liðnum. Ýmsar tillögur hafa þegar kom- ið fram, enda þingkjörin nefnd um mál þetta búin að starfa um nokk- urt skeið og hefur nú lagt fram fyrstu tillögur sínar. Að vonum beinist hugur manna að þjóðgarðinum á Þingvöllum og hefur fyrrgreind afmælisnefnd kom ið með hugmynd um svonefnt Þjóð arhús, sem reist yrði á þeim stað. Þá er talað um mikla útgáfustarf- semi, og síðast en ekki sízt Þjóð- hátíð, sem haldin verður af þessu tilefni. Hvergi í umræðum þessum hefur komið fram að Vestmannaeyingar eru eina hérað landsins, sem allt frá árinu 1874 hefur haldið þjóðhá- tíð svo til óslitið. Engum dettur í hug að halda, að þjóðhátíðir, eins og við höldum þær nú, séu líkar þeim samkomum eins og þær voru í upphafi, en fullyrða má, að okkur hafi tekizt að halda anda þjóðhátíðarinnar og stemmn- ingu á undraverðan hátt í því öldu- róti, sem breyttir tímar hafa skap- að. Og þótt stundum heyrist raddir í þá átt, að Þjóðhátíðin, sé orðinn of kostnaðarsöm fyrir bæjarbúa, og umstangið of mikið, er ég þess fullviss, að enginn Vestmannaeying ur vildi í alvöru, að hátíðin legðist niður. Það er sómi fyrir okkur að hafa bráðum í eina öld haldið uppi merk inu frá 1874, það má ekki falla niður og er vel þess virði að því sé haldið á lofti og líður senn að þeim tíma, að Vestmannaeyingar verða að huga að með hvaða hætti bezt fer á þvi að halda upp á hin merku tímamót sem framundan eru. J. F. Til sölu. Johnson utanborðsmótor, 10 hest- öfl. — Upplýsingar að Kirkjuvegi 20. — Sími 1998 eða að Hásteins- vegi 16. Herbergi óskasl til leigu. — Upplýsingar í síma 2355. Tapazt hefur sem nýr skíðasleði með bláum skiðum, merktur H. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 1315 eða 1825. TILKYNNING frá yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis. Við alþingiskosningarnar 11. júní verður aðsetur yfirkjörstjórnar ó kjör- degi í félagsheimilinu á Hvolsvelli og þar fer fram talning atkvæða að kosningu lokinni. Framboðslista ber að afhenda í síðasta lagi 10. maí 1967 formanni yfr irkjörstjórnar, Freymóði Þorsteins- syni, bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Framboð verðo úrskurðuð fimmtu- daginn 11. maí 1967, kl. 14,00 í fé- lagsheimilinu ó Hvolsvelli. Sveitarstjórnum ber að tilkynna formanni yfirkjörstjórnar nú þegar með símskeyti tölu þeirra, sem á kjör- skró verða, eftir því sem næst verður komizt. 26. apríl 1967. YFIRKJÖRSTJÓRNIN I SUÐURLANDSKJÖRDÆMI

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.