Fylkir


Fylkir - 09.06.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 09.06.1967, Blaðsíða 4
4 F Y L K I R f # i $ Ingólfur Jómson: Framh. af 1. síðu. verzlun landsmanna er frjáls og þjóðin hefur á undanförnum árum safnað gjaldeyrisvarasjóði., En hvernig var þetta áður en nú verandi ríkisstjórn kom til valda? Var efnahagur þjóðarinnar þá glæsilegur? Stóðu atvinnuvegirn- ir með blóma? Allir sem muna viðskilnað vinstri stjórnarinnar i árslok 1958 og skoða mál- in á hlutlausan hátt, gera sér fulla grein fyrir mikilli breytingu frá þeim tíma. Árið 1958 var þjóðin á barmi gjaldþrots. Þá var enginn gjaldeyrisvarasjóður til, þá hafði þjóðin ekki lengur lánstraust út á við. Þá var enginn gjaldmiðill fyr- ir hendi, sem fékkst skráður í er- lendum bönkum. Erlendar þjóðir, sem okkur eru skyldastar og við eigum mest samskipti við vor- kenndu okkur. Það er sagt að ís- lendingar væru of fámennir til þess að vera sjálfstæð þjóð hér norður undir íshafi. Það var sagt að ís- lendingum hefði verið nær að vera áfram í sambandi við Dani, þá hefði þeim vegnað betur. En hvað er sagt um íslendinga í dag? Nú vorkennir þeim enginn. Nú hafa allar viðskiptaþjóðir ís- lendinga sannfærzt um að þjóðin getur stjórnað sér sjálf. Nú hefur hún fengið viðurkcnningu meðal annarra þjóða í alþjóðlegum skýrsl um, fyrir það að hafa stjórnað vel fjármálum sínum og öðrum mál- efnum, þannig að íslendingar búa nú við jafnari tekjur og betri lífs- kjör en flestar aðrar vestrænar þjóðir. Þegar borið er saman við það, er þjóðin býr við í dag og það sem yfirvofandi var í árslok 1958, þá er munurinn geysimikill. Þjóðin hefur sótt fram til bættra lífskjara, byggt upp atvinnuvegina þannig að fram- leiðslan hefur stóraukizt, og við horf þjóðarinnar inn á við og út á við er gerbreytt. Stjórnarandstæðingar segja við þessar kosningar að nauðsynlegt sé að fella ríkisstjórnina. Ekki geta þeir þó um hvað við eigi að taka ef þeim tekst það. Sennilega er þá stefnt að því að mynda vinstri stjórn að nýju. Hver stefna henn- ar verður í atvinnumálum og fjár- málum, er ekki vitað, en líklegt er að upp verði tekið sama stefnuleysi og ráðleysi, sem ríkjandi vará ár- unum 1956 til 1958. En þá var kyrr- staða í flestum framkvæmdum og það var þá, sem dýrtíðin óx hröð- um skrefum, eins og þáverandi forsætisráðherra Hermann Jónas- ,son orðaði það: „Dýrtíðaralda er ’skollin yfir og samstaða er ekki :í ríkistjórninni til úrlausnar mál- anna.“ Það hefur ekkert komið fram í tali stjómarandstæðinga, sem sýn ir að þeir hafi lært af reynslunni. HvCr getur treyst mönnunum, sem hlupu frá erfiðleikunum 1958, til þess að fara með stjórn landsins að nýju? Getur nokkur búizt við því að þeir séu frekar nú færir til að stjórna landinu heldur en þeir voru fyrir átta árum? Það má segja að að sé mikið traust á gleymsku almennings þeg ar stjórnarandstæðingar biðja nú um aukið kjörfylgi svo að þeir geti farið með stjórn landsins. Það má vitanlega alltaf reikna með erfið- leikum, sem geta steðjað í ýmsum atvinnugreinum. Þá er nauðsynlegt að hverju sinni séu við stjórn, menn, sem ekki hlaupa frá erfið- leikum heldur finna leiðir til þess að Ieysa vandann. Á síðastliðnu ári steðjuðu erf- iðleikar að sjávarútveginum, vegna mikils verðfalls á sjávarafurðum. Sjávarafurðir eru 90 prósent af út- flutningsverðmætum þjóðarinnar. Það hefði því mátt ætla að þetta mikla verðfall gæti riðið efnahag þjóðarinnar að fullu. En svo varð ekki. Ríkisstjórnin hafði að und- anförnu lagt grundvöll að traustum fjárhag þjóðarbúsins og þess vegna hefur verðfallið ekki enn komið tilfinnanlega niður á þjóðarbúinu coa tvinnulífinu í heild. Ríkissjóður hefur getað komið til móts við frystihúsin og útveginn og stutt þessar atvinnugreinar með fjár- framlögum án þess að leggja á nýja skatta til þess að standa und- ir útgjöldunum. Og vegna gjald- eyrisvarasjóðsins hafa minnkandi tekjur af útflutningnum ekki haft alvarleg áhrif. Ríkisstjórnin hefur mætt þessum vanda, sem að steðj- aði, með því að setja á verðstöðv- unarlöggjöf, sem almenningur hef- ur tekið vel. Það verður að vænta þess að verðfall á sjávarafurðum verði ekki varanlegt. En augljóst er að það er mikils virði að efnahagur þjóðarinar skuli vera þannig að ekki þurfi til vandræða að koma þótt stundarerfiðleikar steðji að í aflabrögðum og markaðsmálum. Sjálfstæðismenn stefna að því að efla atvinnuvegina og gera þá það trausta, að alltaf verði nóg at- vinna fyrir ört vaxandi þjóð okkar. Með því að virkja við Þjórsá eins og gert hefur verið, fá landsmenn þá ódýrustu orku, sem hægt er að fá úr íslenzku fallvatni. Til þess að koma upp nýjum at- vinnurekstri, iðnaði, þarf raforku Er nauðsynlegt að fyrir hendi sé nægileg orka og ódýr orka, til þess að framJeiðslan ge.ti orðið sam- keppnisfær hvað verðlag snertir. En það þarf einnig fjárinagn. Sjálf- stæðismenn hafa beitt sér fyrir Tvö kvæöi. Blaðinu hafa borizt tvö kvæði fró Póli H. Árnasyni í Þorlaugargerði, í sambandi við kom- andi kosningar, og þökkum við kærlega fyrir. Htustðð ó framsóhnnrdróður. ÞÓRÐUR (Hlustað á einn af ræðumönnum H-listans 29/5 1967) Valda án, er Framsókn frjáls, flokksmenn bera vottinn, Kynda ótal undur báls af engu, líkt og drottinn. En þegar völdin frúin fær fölskvast taka bálin, illri þoku yfir slær, angrast ráðlaus sálin. P. H. Á. stofnun atvinnujöfnunarsjóðs með 350 milljón króna stofnframlagi. Atvinnujöfnunarsjóður fær árlega tekjur frá álverksmiðjunni. Þessar tekjur af álverksmiðjunni geta orðið árlega 60 til 70 millj. króna Auk þess hefur atvinnujöfnunar- sjóður lántökuheimild og er því augljóst að atvinnujöfnunarsjóður hefur nú þegar yfir allmiklu fjár- magni að ráða. í kauptúnum og kaupstöðum landsins bíða alls staðar óleyst verkefni og nauðsynlegt er að koma upp nýjum atvinnurekstri til þess að fólkið þurfi ekki að flytja í burtu. Með stórvirkjun og stofn- un atvinnujöfnunarsjóðs skapast möguleiki, umfram það sem áður liefur verið, til að koma atvinnu- rekstri upp og tryggja atvinnu í nútíð og framtíð fyrir fólkið, sem kcraur á vinnumarkaðinn. Það er talið að þjóðinni fjölgi árlega um allt að fjórum þúsund- um manns á ári. Það er því Ijóst að atvinnureksturinn þarf að aukast árlega að minsta kosti sem fólks- fjölguninni nemur svo fjölgunin cigi þes3 kost að fá verk við sitt hæfi. Við sjálfstæðismenn byggjum á framtaki einstaklingsins og á félags framtaki. Og við viljum með heil- brigðri atvinnulöggjöf ýta undir að lieilbrigður atvinnurekstur verði cfldur og komið á fót. Við sjálfstæðismenn munum stuðla að því, að áfram verði hald- ið að rækta landið og treysta ís- lenzkan landbúnað og efla á öllum sviðum. Við munum stuðla að því, að sjávarútvegurinn verði efldur og landhelgin færð út. Við munum ttuðla að því að unnið verði meira ' én géft'liefur verið úr landbúnað- arvörum og sjávaraflanum og að Það sker næstum í hjartað er hann hringir neyðarbjöllu því hungurlaunin ríkis, eru voðalegast kíf. Svo blásnauðir þeir eru, þó eigi allt af öllu. í allsnægtunum finna hvergi ■ ’ mannsæmandi líf. Kotbóndi einn heþna var sveitarinhar sómi, sárfátækur var hann, en glaðari öllum þó. Hann hlúði sjúkri konu, ef hafði stund í tómi, og hjartna elda kynti, því léttar enginn hló. Hann risti bændum torfið, sem var hin versta vinna, veggi hlóð af leikni, en sinnti 'ei værðar hlíf, og skipavinnu sótti, vildi einu og öllu sinna. Þeir ættu að geta lært af honum mannsæmandi líf. P. H. Á. aðstaða skapist einnig til þess að unnið verði úr innfluttum hráefn- um. í Suðurlandskjördæmi verður unnið að því á næsta kjörtmabili, að koma varanlegu slitlagi á Aust- urveg. Haldið verður áfram hafnar framkvæmdum í Þorlákshöfn ,Eyr- arbakka og Stokkseyri. Rannsökuð verða okilyrði til hafnargerðar við Dyrholaey og í Þykkvabæ. þó að hafnargerð þar sé ekki á næstu grösum. Rafvæðingu Árnessýslu, Rangár- vallarsýslu og Vestur-Skaftafells- sýslu vestan Mýrdalsisands má heita lokið. Á vinstri stjórnarár- unum var rafvæðingin stöðvuð og voru margir, sem biðu eftir raf- magninu svartsýnir á að það kæmi í næstu framtíð. í athugun er hvernig raforkumál Vestur-Skafta- fellsýslu austan Mýrdalssands verða leyst og er unnið að því að finna hagkvæma lausn þess máls. Það er mikils virði að þjóðin býr við lýðræðisþjóðskipulag, þar sem frjálsar kosningar fara fram á fjögra ára fresti. Kosningaréttinum Framh. á 5. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.