Fylkir


Fylkir - 09.06.1967, Blaðsíða 5

Fylkir - 09.06.1967, Blaðsíða 5
FYLKI R 5. Guðlaugur Gíslason: Framh. af 1. síðu. kveðna stefnu, byggða á þeirri trú, að fullt athafnafrelsi og nægjan- legt svigrúm fyrir einstaklingana myndi leiða til örari efnahagslegr- ar og menningarlegrar uppbygging ar en áður var. Hlaut þessi stefna, viðreisnar- stefnan, þegar í upphafi verulegt fylgi þjóðarinnar, og er það eðli- legt. Hún skírskotar til hins sanna eðlis íslendingsins að mega vera frjáls gerða sinna og óháður ríkisvaldinu um framkvæmdir sín- ar, en njóta til þes eðlilegs stuðn- ings og fyrirgreiðslu. Árangur af stjórnarstefnunni lét ekki á sér standa. Þegar í uppafi fóru framkvæmdir einstaklinga að vera meira áberandi en áður, og hafa farið vaxandi með hverju ár- inu, sem hefur liðið. Þetta hefur leitt til alhliða uppbyggingar og meiri tækniþróunar atvinnuveg- INGÓLFUR Framhald af 4. síðu fylgir mikil ábyrgð. En á því velt- ur hvaða stjórnarstefna er ráðandi hver afkoma einstaklinganna verð- ur: hvort lagður er grundvöllur að traustum efnahag og betri fram- tíð, eða hvort gengið verður aftur- ábak til kyrrstöðu og fátæktar og hafta. Við sjálfstæðismenn biðjum að- eins um það, að kjósendur geri sér á hlutlausan hátt grein fyrir því, sem unnið hefur verið á vettvangi stjórnmálanna undanfarin ár, — að kjósendur reyni að læra af reynslunni og kynna sér það hvern og málefnum þjóðarinnar hefur vegnað, þegar stefna Sjálfstæðis- flokksins hefur ráðið mestu og hvernig hag þjóðarinnar var komið þegar Sjálfstæðisflokksins naut ekki við, til dæmis á árunum 1956 til 1958, sem flestir ættu að muna. Ef fólkið skoðar málin á hlutlaus an hátt, þá munu flestir sannfær- ast um að stefna Sjálfstæðisflokks- ins hefur leitt hverju sinni til auk inna framkvæmda meiri atvinnu, vaxandi tekna og betri lífskjara. þannig hefur það orðið á síðasta kjörtímabili, þannig mun það verða ef Sjálfstæðisflokkurinn verður ráðandi í þjóðfélaginu eftir næstu kosningar. INGÓLFUR JÓNSSON. anna, bæði til lands og sjávar, en áður hefur þekkzt. Viðurkenna allir að framþróun hefur aldrei orðið jafn mikil hér á landi á jafn skömmum tíma og þeim átta árum, sem viðreisnar- stjórnin hefur setið að völdum. Op inberar skýrslur sýna og sanna að liagvöxtur hefur orðið meiri und- anfarin ár, en nokkurn tíma fyrr í sögu þjóðarinnar, og að íslend- ingar eru nú komnir í fremstu röð þjóða um vöxt þjóðartekna og um þjóðartekjur á hvern einstakling. Þetta byggist á bættri aðstöðu og aukinni tækni, bæði við fram- lciðslu landbúnaðar og sjávaraf- urað, og í iðnaði. íslendingar hafa endurbyggt fiski skipastól sinn, sem síldveiðar stunda og fyrir liggur að hafizt verði handa einnig um uppbygg- ingu togaraflotans og hinna smærri báta. Það er staðreynd að íslendingar standa í dag tæknilega framar öðr um fiskveiðiþjóðum, við öflun sjáv arafurða, en þær eru eins og kunn- ugt er undirstaða undir gjaldeyris- öfluninni, eins og framleiðsla land búnaðarvara er undirstaða undir öflun neyzluvara, sem þjóðinnni eru óumdeilanlega nauðsynlegar og ómissandi. Stjórnarandstæðingar tala nú um erfiðleika, sem framundan kunna að vera, vegna verðfalls á sjávar- afurðum. Stjórnvöldum landsins er það að sjálfsögðu ljósara en flestum öðr- um, að varanlegt verðfall á sjávar- afurðum á erlendum mörkuðum, getur leitt til margskonar erfið- Ieika. En styrkur núverandi rkisstjórn- ar er meðal annars sá, að hún lít- ur á þetta raunsæjum augum, jafnt sem aðra erfiðleika er að höndum kann að bera, metur allar aðstæður og ræðst gegn erfiðleikunum eft- ir þeim leiðum, sem hún telur að raunhæfastar séu og hagkvæmast- ar fyrir þjóðarheildina. Einmitt þetta er styrkur núver- andi ríkisstjórnar, umfram þær rík isstjórnir, sem áður hafa farið með völd hér á landi. Er skemmst að minnast Vinstri stjórnarinnar, sem hér sat að völdum á árunum 1956 til 1958 og hvernig hún brást við þeim vanda, sem að höndum bar hjá henni. Á útmánuðum 1958 var svo kom- ið að ljóst lá fyrir að efnahagsmál in voru komin úr skorðum, og að við blasti stöðvun atvinnuveganna og hrun í efnahagslífi, ef ekkert væri að gert. Framsóknarflokkur- inn, sem þá hafði stjórnarforystu, gerði sér hetta ljóst og viðurkenndi það. En hver voru úrræði hans þá, og hvernig brást hann við vandan- um? Það veit alþjóð. í stað þess að líta á málin af raunsæi og benda á leiðir til úrbóta sá hann enga aðra leið færa, en að fara fram á Frh. á 8. síðu. Steinþór Gestsson Framh. af 1. síðu. faravilja cg framfaragetu fólksins. Þótt framfarir hafi orðið svo stórstígar hin síðari ár, sem raun ber viíni um, þá má ekki verða lát á þeirri sókn. Um næstu alda- mót má ætla að fólksfjöldi á fs- landi hafi nær tvöfaldast frá því sem nú er. Landbúnaðurinn hefur skyldur við þjóðarheildina, að sjá henni fyrir neyzluvörum. Það hefst því aðeins að hvergi sé slakað á klónni: Ræktun haldi á- fram að vaxa og batna, tækniút- búnaður húanna eflist og vísinda- legar rannsóknir og tilraunir stuðli að og tryggi hætta afkomu og betri vöru. Ef stefna Sjálfstæðisflokksins fær enn að móta efnahagsaðgerðir ríkisvaldsins mun framtíðin bera í skauti sér meiri breytingar til hags bóta fyrir fólkið í landinu en þær sem enn hafa átt sér stað. Frjáls- hyggju fylgja ávallt 'framfarir. Það skyldi hver maður hafa í huga þegar hann stendur við kjör- borðið á sunnudaginn. STEINÞÓR GESTSSON ■Ma Tollsr ií undanhaldi. mrnmmm > • " •> i-- í . Við lok vinstri stjórnarinnar var tollakerfið mjög flókið og hafði í för með sér feiknalega skriffinsku. Toll- ar voru haerri hér en annars staðar oft um 300 prósent og innflutningur hóður ðeyfum. Þetta olli hóu vöru- verði, smygli, hindraði viðskipti við aðrar þjóðir, og gerði ríkissjóð mjög hóðan tollatekjum. Með nýju tollskrórlögunum hafa aðflutningsgjöldin verið sameinuð í einn toll# verðtoll, sem er ekki hærri en 125 prósent ó neinni vörutegund, en er venjulega um 35 prósent. Margar þær vörur# sem óður voru taldar lúxus, eru nú orðnar sjólf sögð lífsþægindi vegno þessara breyt inga. Þó hefur smygl einnig minnk- að verulega veqna þessara breytinga. Ríkissjóður er ekki lengur eins hóður tollum og óður var, og íslend- ingar eigo nú auðveldara með við- skiptasambönd við aðrar þjóðir. »%l

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.