Fylkir


Fylkir - 12.03.1971, Blaðsíða 2

Fylkir - 12.03.1971, Blaðsíða 2
o <1 FYLKIR Síðori vatnsleiðslan Framhald af 1. siðu. Vegna kokhreysti bæjar- bæjarstjóra þegar hann í um- ræddri grein í Brautinni er að skýra frá þeim lækkun- um, sem urðu á andvirði leiðslunnar hefði ég gaman af að sjá það eftir honum á prenti ,að hann hefði haft einhverja forystu í þrefinu við Danina, sem ieiddi til þessarar lækkunar, sem hón- um bar þó skylda til. Því mið ur var því á allt annan veg farið. En eitt gerði bæjar- stjóri. Eftir aö ofanritað samkomulag hafði náðst, en áður en samningur var véirit aðvr, sendi hann forseta bæj arsfjórnar til mín og Gísla Gíslasonar með fyrirspurn um, hvort við hefðum nokk- uð á móti því, að inn í samn inginn yrði tekið heimildará- kvæði, að ef bæjarstjórn fyr ir tiltekinn tíma óskaði held- ur að kaupa hina sambyggðu 6 og 7 tommu leiðsiu, þá væri henni það heimilt. Við sögðum strax eð við teldum OOOOOOOOOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Málgagn S j áif stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag V es tmannaeyja Prentsmiðjan Eyrún h.f. Ritnefnd: Steingrímur Arna: (áb.) Ármann Eyjólfsson Helgi Bernódus Jóhann Friðfinnsson Ingibjöi-g Johnsen Hörður Bjarnason Guðmundur Karlsson Auglýsingar: Steingrímur Arnar Sími 1620 OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Genðdarlaust plohh Fjárhagsáætlun Vestmanna- eyjakaupstaðar fyrir árið 1971 var af'greidd á fundi bæjar- stjórnar á föstudaginn var. Bæjarstjórnarmeirihlutinn á kvað þá að hækka útsvörin heldur myndr.rlega, eða um 70% frá í fyrra. Áætluð út- svör þetta árið eru því 73 milij. króna á móti 43,9 millj. 1970, en eins og bæjarbúum cr í i'ersku minni, var það eitt fyrsta verk meirihluta- manna eftir kosningarnar í fyrravor, að hækka þáver- andi áætlun um 10 miljónir króna. Ekki er vitað til að nokkur kaupstaður á landinu hafi fyrr eða síðar hækkað úl- svarsálögur sínar svo kapp- samlega á einu ári, og ekki má svo gleyma fasteigna- gjöldunum. Meðan Sjálfstæðisflokkur- inn fór með stjórn bæjarmál- anna, var reynt að stilla á- lögum í hóf svo sém kostur var á, til hagsbóta fyrir al- menning. Þá voru hvergi lægri útsvör í sambærilegum kaupstáð. Nú virðast ráðamenn kaup- staðarins aftur á móti eiga , þær hugsjónir helgastar, að | slíta út hvern þann einasta eyri, sem hugsanlegt er að i almenningur eigi til umráða I umfram andvirði brýnustu nauðþurfta og hneykslast | mjög ef átalið er. Telja verður, að þegar út- I svarsálögur í einum kaupstað | eru á einu ári orðnar sem svarar nálægt mánaðarlaun- I um verkamanns á hvert ein- | asta mannsbarn í byggðarlag- inu, þá sé naumast allt með | felldu. Ofan á bætast síðan öll önnur gjöld smá og stór I til ríkis og bæjar, þar á með | al þreföld fasteignagjöld, sem bæjarstjórinn hefur sjálfur I með furðulegum röksemda- I færslum lýst sem sjálfsögð- um hlut. Auk alls annars eru svo að- stöðugjöld áætluð um 18 I miljónir króna á móti 14.8 | millj. í f'yrra. Hækkun rúm- lega 21%. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, veröa það a .m .k. um eða yfir 100 miilj. króna, sem bæjarstjórnarmeirihlut- inn ætlar sér úr vösum bæj- arbúa, tii að buslast með á þessu ári. ekki ástæðu lil að þess, þar sem allar viðræðurnar við fulltrúa N.K.T. hefðu snúizt um kaup á 6 tommu leiðslu og að við vissum ckki ann- að, en að samstaða væri um að undirrita samninginn á þeim forsendum. En forseti lagði áherzlu á að þetta heim ildarákvæði væri tekið inn í spmninginn til þess að rjúfa ekki samstöðuna. Létum við þetta þá gott heita, þar sem hér var aðeins um heimildar ákvæði að ræða, sem eðli sínu samkvæmt hlaut að koma til umræðu og ákvörð- unar í bæjarstjói'n ef til kæmi að það yrði notað og þá einnig að sjálfsögðu verð það á sverari leiðslunni, sem Danirnir höfu sjálfir sett inn í þetta heimildarákvæði samn ingsins. Af umræðunum sem urðu um þetta atriði í bæjar- stjórn, eftir að meirihl. bæjar stjórnar hafði samþykkt að notfæra sér bráðabirgðaá- kvæðið um sverari leiðsluna, kom greinilega í ljós, að bæjarstjóri hafði alltaf ætl- að sér að fá meirihlutann inn á þetta. án þess að gera til- raun til þess að fá ver'ð leiðsl unnar lækkað, Og það merki iega er, að honum tókst þetta þrátt fyrir að samstarfsmönn- um hans í bæjarsljórn er vel kunnugt um, að bæjarstjóri hefur í fórum sínum bréf frá N.KT., sem dagsett er í jan. 1970, þar sem sáralítill verðmunur er á tveimur of- anrituðum leiðslum, 6 og 7 tommu leiðslunum. Það er að sjálfsögðu vanda lítið fyrir bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar að vera flott á því við Danina og færa þcim nokkrnr millj. á silfurbakka, þegar þeir þurfa ekki annað en fara í vasa útsvai'sgreiðenda hér og sækja féð þangnð, og verð ég að draga mjög i efa, að málum hefði skipast í bæjar- stjórn varðantíi þetta atriði, eins og raun varð á, ef sam- j starfsmenn bæjartjóra í meiri | hluta bæjarstjórnar hefðu j gert sér öll atriði málsins I nægilega ljós. I En það var einnig fyrir það j sem við. Gísli Gíslason deild- | um á meirihlutann fyrir að ' hafa vanrækt. Eiga gjaldendur að taka á sig álögur vegna kynslóðar næstu aldar? Samkvæmt útreikningum sem fyrir liggja og bæjar- stjóri bcndir réttiicga á í um ræddri grein sinni í Brúut- inni, vai' flutningsgeta 6 t. leiðslunnar talin 4 þús. tonn á sólarJiring. Að viðbættri 4 tommu leiðslunni, sem flytur um 1600 tonn, liefði flutnings geta þessara tveggja leiðslna því orðið 5600 tonn á sólar- hring. Miðað við íbúa- töluna í tíag eru þetta um I 1080 lítrar á mann á dag. Nú liggur það fyrir, samkvæmt skýrslum hagstofunnar, að á undanförnum 30 árum hefur íbúum Eyjanna fjölgað úr 3520 árið 1940 í 5179 1. des. 1970, eða um tæplega 50%. Þó að reiknað sé með sömu fjölgun í prósentuvís næstu 30 árin, yrðu til ráðstöfunar um 735 lítrai' á hvern íbúa um næstu aldamót. Og þó a'ð reiknað sé með að íbúum Eyjanna fjölgi prósentuvís mun meira næstu áratugina, en gerðist á tímabilinu 1940 til 1970, sem við skulum vona, og að íbúatalan verði orðin tvöi'öld eftir 30 ár, mið- að við þa'ð sem hún er i dag, yrðu samt til ráðstöfunar um 540 Jítrar á mann á dag, þó elcki hefði verið farið í meira en 6 tommu leiðslu. Allar eru þær tölur, scm hér hafa verið nefndar um vatnsnotk- un á íbúa fyrir ofan þau mörk, sem í dag er reiknað með að þörf sé á, þótt í'ullt tillit sé teldð til vatnsþarfa i'ðnaðarins og eðlilegrer aukn- ingar hans miðað við fjölgun íbúanna, þá ber einnig að hafa í huga , að vatn er og vcrður væntanlega selt í gegn um mæli hér, bæði til heim iiisnotkunar og iðnaðar, sem án efa heltíur notkuninni verulega niðri miðað við aðra staði, enda sýnir sú reynsla sem þegar er komin á notlc un vatns til heimilisþarfa, að svo er. Það er því vandséð að þa'ð | I hafi verið réttlætanlegt af j meirihluta bæjarstjórnar, a‘ð I leggja þær milljónir, sem | eytt var í 7 tommu leiðsluna, umfram það sem 6 tommu j leiðslan kostaði, á þá, sem nú og á næstu árum koma til j með að standa undir útgjöld I um vatnsvaitunnar, með | vatnsskatti cða útsvörum, held ui' kemur þetta þeim til góða I sem hér búa eftir næstu alda i mót, og þó vaíasamt að svo verði, eins og síðar verður að j Rök bæjarsljóra og meiri- hluta hsejarstjórnar, að nauð synlegt liafi verið að kaupa sverari leiðsluna, vegna meiri flutningsgetu hennar eru mjög umdeilanleg. vikio. . - Ilvcr g'i'ciðir stol'nkostiuiið vatnsveitunnar? Samkvæmt lögum er fjár- veitingavaldi ríkisins lieim- ilt uð greiða allt að lielming stofnkostnaðar vatnsveitna, en á þetta hei'ur eJilci reynt með stærri veitur fyrr en til lcom bygging vatnsveitu Vest- mannaeyja, en til liennar lief ur verið ætlað nokkuð fé á untíanförnum árum, mest nú í ár, eða 7,5 millj. kr. Hinn helminginn liljóta því íbúar Eyjanna að greiða sjálfir, að vatnalögunum óbreyttum. Lánstími þeirra skuldbind- inga, sem kaupstaðurinn hef- ur tekið á sig vegna vatns veitunnar er frá 2 til 15 ár Og þó að ráðamönnum byggð- nrlagsins takist í framtíðinni að fá þessi lán lengd með nýjum lántökum, er bjart- sýni að reikna með að meðal lánstími á stofnkostnaði vatns veitunnar verði meiri en 15 til 20 ár. Það er því alveg aug- ljóst að þeir, sem nú standa undir útgjöldum byggðarlags i.is og þeir sem koma til með að gcra það næstu 15 til 20 árin, taka á sínar herðar að greiða allan stofnlcostnað vatnsveitunnar, að svo miklu leyti, scm ríkið gcrir það cldci. Það lilýtur þvi a'ö vera bein skylda ráðamanna byggðar- lagsins að gæta alls hófs í sambaodi við slofnkostnað ' atnsveitunnar og aulca hann clcki að óþörfu, allra sízt með undirlægjuhætti við hið dansJca fyrirtæki, sem selt hef ur leiðsluna. Og hver segir að flutningsgeta 7 tommu ieiðslunnar umfram þá leiðslu sem samið hafði verið um, liomi nolckurntíma að notum. Óvarlegt er að reikna með að 7 tomniu leiðslan endist meira en 30 ár, eða til næstu aldamóta. Sjá’fsagt er að vona hið bezta. En neðansjáv arleiðslan milli lands og Eyja er einstök í sinni röð og á sér enga hliðstæðu, miðað við aðstæðui'. Gctur því enginn í clag um það dæmt eða fullyrt, að 7 tomu leiðslan verði við lýði, eða nothæf þegar, ei' til vill, þarf á fullnýtingu hennar að halda. Hefði vissulega einnig út frá því sjónarmiði mátt skoða málið betur áður en það var endanlega afgreitt í bæjarstjórn. Gu'ð'l. Gíslason. JÓN HJALTASON Ilæstarétarlögniaður Skrifstofa: DRÍFANDA við 'árugötu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga ncma laug- ardaga kl. 11-12 f. h c>ooooooooooooo<

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.