Fylkir


Fylkir - 12.03.1971, Blaðsíða 5

Fylkir - 12.03.1971, Blaðsíða 5
FYLKIR 5 FLO&BRdor Þcssi teikning sýnir staðsctningu flugstöðvirinnar og aístöðu til ýmissa kennileita. Veg- uiinn sunnan við Dalabúið breytist, til að rými fyrir stöðinni og bílaplássb (Teikn.: Sigurður Thoroddsen arkitekt) N£>R.-DO(5, rúmmetrar, þannig að sam tals verðúr fyllingin í henni um 270.000 rúmmelrar en klöpp sem sprengd hefur vcrið er um 45.000 rúmmetr ar. Ætlunin er að Ijúka við lengingu flvgbrautarinnar nú þegar í sumar. í þcssu sambandi er fróð- legt að athuga hve mikið magn hefvr vcrið tekið úr Sæfellinu bæði til þess að rýmka aðflugið til vesturs á austurenda A—V-flugbrautar og jafnframt til þess að ná þaðan fyllingarafni. Byrjað var að sprengja norðuröxl Sæfciisins árið 1948 þegar sá I rnæti maður Herjóifvr heit- inn Guðjónsson var verk- stjóri við flugvallargerðina- Var fyrsta sprengingin gerð i með sprengieíni úr tundur- | dufli, sem rekið hafði á fjör- ur hér sunnanlands. Var það I grafið 8 metra niður í öxlina. i Vissu menn ekki gjörla hver áhrif sprengiefni þetta myndi hafa á bergið né heldu.r hve kraftmikil sprengingin myndi verða. Bjuggust menn jafn- vel við að sjá grjótflug hátt í loft. Reyndin varð hins veg ar sú, að jarðvegurinn sást rétt aðeins lyftast og umrót varð lítið. 1 ijós kom þó síð- ar að allmiklar sprungur höfðu myndazt langt út frá duflinu. Alls voru svo sprengd þarna á milli 30 og 40 tund- urdufl, en eftir að þau hætti að reka á fjörur hérlendis, var notað venjulegt dynamit til þess að vinna á Sæfell- inu. Núverandi verktaki hef- ir yfir að ráða stórri jarðýtu með riftönn. Hefur honum tekizt að rífa móbergið upp rneð henni þótt hann þurfi að sprengja með til hagræðis. Þegar lokið hefur verið við að taka niður stall þann, sem Plastskúffur, 2 stærðir. PSastvaskar « þvottahús. i nú er unnið við, verður kletta þilið í um 45 metra fjarlægð | frá jaðri flugbrautarinnar og | er það orðið yfir 30 metrar á hæð. Magn það, sem búið I er að taka úr Sæfellinu er | um 240.000 rúmmetrar og hef ur mest af því verið tekið j eftir að hafin var bygging þverbrautarinnar árið 1962- Eins og áður er getið, verð ur hluti fyllingarinnar í leng ingu flugbrautarinnar tekinn úr hólnum norðan við flug- turninn. Er það gert með það í huga, að hægt verði að byggja þar nýja flugstöð. Á uppdráttum þeim, sem fylgja hér með, er sýnd framhlið væntanlegrar flugstöðvar og staðsetning hennar. Er hug- myndin að reisa hana suðvest an við Dalabúið, við hraun- jaðarinn. Eru ákveðnar tak- markanir fyrir því í alþjóða- reglum ,hve nærri byggingar mega vera flugbrautum, og þykir sjálfsagt að fara eftir þeim þegar hægt er, þótt I I vafalaust megi hnika eitt- hvað til endanlegri staðsetn- ingu hússins. Nauðsynlegt verður að flytja þjóðveginn nokkuð austar. Rúmgott flug vélastæði verður að veri milli stöðvarinnar og flug- brautar og bílastæði austan eða norðan við stöðina Enn eru ýms verktfni við flugvöllinn óleyst og verðiu á komandi árum unnið að þeim með þvi fjármagni er fjárveitingavaldið véitir Li þeirra á hverjum tíma. Ilaukur Claessen, flug'vallastjón. fslbœð óskasl Tilboð óskast í vinnu við einangr- un á þaki nýbyggingar Samkomu- húss Vestmannaeyja h. f. - Upplýs- ingar um verkið veitir forstjóri Sam- komuhússins, hr. Óli ísfeld. Tilboðum sé skilað eigi síðar en kl. 24 mánudaginn 22. marz 1971. Stjórn Samkomuhúss Vestmannaeyja h. f. Verzlunaríólk, alvinna! Höfum verið beðnir að útvega stúlku til afgreiðslustarfa ■ matvörubúð. Um- sóknir sendist til formanns Verzlunar- mannafélags Vestmannaeyja, Arnars Sigurmundssonar, sími 2350. Stjórn Verzlunarmannafélags Vm.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.