Fylkir


Fylkir - 26.03.1971, Blaðsíða 2

Fylkir - 26.03.1971, Blaðsíða 2
2 Fylkir Að taka frumkvæðið Framh. af bls. 1. engin aðstaða til skipabygg- inga. Við erum nú eftir áratugs slöðvun rétt að byrja á að endurnýja þorskveiðiflotann, og með hvaða hætti? Við kaup um þá úr öðrum verstöðv- um. Þrír bátar bætast í flot- ann á þessu ári. Vinnulaun fyrir þesa báta nema um 25 milijónum króna, það er okk ar skattur, og við höldum á- fram að greiða skatt. Hér er tæplega aðstaða til þess að taka þessa báta upp til hreinsunar og viðhalds. Eig- um við að koma en víðar við, hvað gerist til dæmis í niðursuðu. Stnrfið er margt og mörg verkefni óleyst, svo mörg, að ég held að þeu verði ekki leyst nema á einn hátt, — að við leysum þau sjálfir, leys- um þau á þann hátt, að sam einast um þau í eina órofa- heild. Tökum upp merki þeirra manna, er fyrir rúm- um hundrað árum stofnv.ðu Bátaábyrgðarfélagið, Hættum að senda aðeins áskoranir og tillögur, heldur gerum meira. tökum frumkvæðið sjálfir. Hættum að hlýta forsjá þeirra syðra, sem bara segja okkur að veiða loðnu. Við eigum að sameinast i krafti þeirra verðmæta er við hér sköpum og heimta okkar rétt, láta okkur ekki lynda að bíða þar til hraðbrautarkerfið þar syðra er komið í „fúnksjón“, og hringvegurinn um landið kominn í gagnið. Sú bið gæti orðið okkur dýrkeypt. Verkefnin verður að taka í réttri röð. Samgöngumálin er fyrst, — mest aðkallandi, í brennidepli. Fyrir nokkru var sýnd í sjónvarpi kvikmynd frá Flatey í Breiðafirði. Á sínum tíma var þetta mikill staður, þar bjuggu höfðingj- ar og þangað leituðu þurfa- menn er hart var í ári. En kvikmyndin sýndi hvernig nú cr komið fyrir þessum stað, - Hnignun Flateyjar hefur sjálf sagt átt margar ástæður, en líklega hefur samgönguleysi, ótryggar samgöngur og ein- angrun vegað nokkuð. Það hefur stundum flögrað að mér hvort eitthvað svipað gæti ekki hent okkur, — ef við höltíum ekki vöku okkar, og höfumst ekki að í tíma. Einhverjum kann ef til vill að finnast að ég dragi upp of svarta mynd, — en eitt er víst, að ef samgöngunum verð ur ekki komið í nútíma horf í raun og veru, þá hlýtur hér i að skapast stöðnun, er fyrr eða síðar leiðir til hnignunar. Fyrir rúmum 30 árum var vart róið á vélbátum hér við suðurströndina, nema úr Vestmannaeyjum. Síðan hafa komið til, Grindavík, Þorláks höfn, Eyrarbakki, Stokkseyri og Höfn í Hornafirði. Allir þessir staðir nýta sömu fiski mið og við, en hafa það um- fram okkur að Hornafirði undanteknum að þeir hafa I greiðar samgöngur á landi, — fólkið fer og kemur á ákveðn um dögum og tíma. Við hér í Eyjum erum í samkeppni við þessa staði um fiskimið og fólkið, — og þá fyrst og fremst fólkið. Halda menn að I við höldum um langan tíma í fólk, ef það þarf dögum saman oð bíða eftir ferð til ,,meginlandsins“ og er í al- gerri óvissu um hvort það kemst í dag eða eftir 2, 3 eða 4 daga. Er þá ekki ástæða til þess að ætla að það leiti til þurra staða þar sem það get- ur unnið við svipaðar að- | stæður, — en hreyft sig til og frá með öryggi. Og hvað er þá til bjargar, —að mínum dómi, skip, gott skip, sem daglega gengur í Þorlákshöfn. Eg hefi að und- anförnu haft nokkur kynni af samgöngumálum eins byggðarlags, Akraness. Þessi staður hefur góðar samgöng- ur á landi, liðlega 2 tíma tek- ur að keyra í bifreið til Reykjavíkur, en eigi að síður hafa þeir skip í förum til Reykjavíkur, er daglega fer 3 ferðir millum þessara staða. Það eru ekki alltaf margir farþegar, og sjálfsagt er um hallarekstur að ræða, en eigi að síður er ferðunum haldið uppi. Svona er nú litið á þessa hluti á þeim bæ. Eig um við ekki að taka hlutina sömu tökum, — en hvernig verður það gert. Ekki á þann hátt, að mínum dómi, með því að senda ríkisstjórninni áskorun um að við þurfum skip, _ ekki af því að við eigum ekki rétt á skipi, — heldur af hinu að það verður bara of seint. Eg veit að ráða menn syðra taka málaleitun- unni vel og skilja nauðsynina — en svo kannski ekki sög- una meir. Og þá kem ég að þunga- miðjunni, við eigum að taka upp þráðinn frá 1862, er allt- af hefur gefist vel, nú seinast með stofnun Lífeyrissjóðs Eyjabúa, — p.ð gera hlutina sjálfir. Taka frumkvæðið. Við eigum að stofna hlutafélag um rekstur og byggingu góðs skips er okkur hentar. Far- gjöld eiga að vera ódýr. Bæj nrfélagið á að leggja sinn stóra skerf, fiskvinnslufyrir- tækin, iðnaðarfyrirtækin, verzlanirnar svo og fólkið sjálft, hver eftir sinni getu, en allir eiga að vera með, sjóðir og einstaklingar. Þetta er leiðin til að bjarga máli, sam ekki þolir bið. Ef við sameinumst um M A X FACTOR snyrtivörur nýkomnar. Verzlun Sigurbjargar Ólafsdóttur, snyrtivöru- deild. þetta mál, og komum því I heilu í 'höfn, er ég viss um | að það vérður hvati til þess, að ráðast í enn frekari fram kvæmdir um að búa að sínu, láta ekki aðra njóta, án á- stæða, okkar verka um of. Má í því sambandi vekja at- hygli á því, að stofna, t. d. á vegum Bátaábyrgðarfélags- ins eitt allsherjar trygginga- félag, er tryggi allt er tryggt verður, og ekki er í verka- hring Lífeyrissjóðs Vest- mannaeyinga. En umfram allt treystum ekki um of á aðra, höldum okkar rétti og vel- ferð til haga, og látum ekki i þann kyndil falla, er í gegn- um árin hefur oft á tíðum vel skinið og kveiktur var þennan kalda janúardag fyr- ir vel hundrað árum. Bj. Guðm. ^OOOOOOOOOOOOOO ^ýkomið; Niðursoðnar perur í lieil- dósum. Verð aðeins kr. 80. Sími 2444 >ooooooooooooo< JÓN ÓSKARSSON, HDL. Magnús og útsvörin Framhald af 1. síðu. mörk sett í orði eða athöfn, þegar um er að ræða meðferð á sjóðum byggðarlagsins. Magnús bæjarstjóri hefur um skeið verið vaxandi mað- ur hér í bænum. Á síðastliðnu vori vann Alþýðuflokkurinn verulegan kosningasigur und- ir forustu hans, og enginn ef- ast um að í þeim sigri átti hann sjálfur stærstan þátt- inn. Menn eru yfirleitt nokkuð sammála um að velgengni Magnúsar á stjórnmálasvið- inu byggist fyrst og fremst á þeim hæfileika hans, að geta gert ranglega reifuð mál efni sennileg í blaðagreinum. Þetta ár mun líða eins og önnur ár. Þegar þar að kem- ur munu útsvörin líta dagsins ljós. Þá geta menn loks af eigin raun dæmt um grund- vallaratriði þeirra orðahnipp- inga, sem nú hafa átt sér stað um þessi mál milli Fylk- is og bæjarstjóra. Reynslan er jafnan ólygnust. Þá mundi einnig verða gagn legt að hugleiða enn á ný, hvort liðugur blaðapenni Magnúsar bæjarstjóra er hæfilegt haldreipi þeirra um- tnrgginaar í einu skírleini HÚSEIGENDATRYGGING. Sjóvá býður yður upp á 7 tryggingar í einu skírteini. Leitið upplýsinga í skrif- stofu vorri að Strandvegi 42 (Sandi) opið frá kl. 5 til 6 daglega. SjóvátryqqÍMpaQ Islands? svifa og athafna, sem byggð- -.ögfræðistofa Vestm.braut 31 j arlag á borð við Vestmanna- Viðtalstími milli kl. 5 og 7 eyjar og íbúar þess, hljóta síðdegis. — Sími 1878. | jafnan að glíma við. Sjúkrasamlag Vestmannaeyja. Stoða forstjóra samlagsins er laus frá 1. okt. n. k. - Umsóknarfrestur til 1. júní n. k.. — Laun samkvæmt samningum bæjarstarfsmanna í Vestmannaeyjum. Umsóknir sendist formanni samlags stjórnar, Páli Þorbjörnssyni, er veit- ir nánari upplýsingar, ef óskað er. Tilkynning frá Olsvarsinnheimtunni Innheimtuskrifstofan að Kirkju- vegi 23 verður framvegis opin til kl. 18.30 (hálf sjö) á föstudögum. Aðra virka daga er opið frá 10 til 12 og 13 til 15.30. oooooooooooooooooooooooooooooo

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.