Fylkir


Fylkir - 26.03.1971, Blaðsíða 4

Fylkir - 26.03.1971, Blaðsíða 4
4, Fylkir | hestöfl, og var ganghraði í j reynsluför 11,7 sjómílur. Tog I kraft'- r mældist 6,7 tonn. j Ljósavél er af Bukhgerð 54 j hestöfl — 30 kw — 220 v — | riðstraumur. Við aðalvél er einnig 26 kw rafall. Stýrisvél er af gerð FRYDENBÖ, raf- og vökvadrifin. Stýrisvélin er tengd Arcas sjálfstýringu. H. P. Andersen var fædd- ur í Fredersund á Sjálandi 31. marz 1887, og hann lézt í Vestmannaeyjum 7. apríl 1955. Togspil og línu- og neta- spil eru frá vélaverkst. Sig. Sveinbjörnssonar h- f. Tog- spil er búið vírastýri fyrir báðar tromlur. Spildælur eru við báðár vélar og eru dælu- tengsl rjúfanleg úr brú. í skipinu eru öll hugsan- J leg siglinga- og fiskileitar- I tæki þ. á m. Loran Recerver I í OKI Nr. 1001 ,og auk þess Atlas-fishfinder ( fisksjá ), sem vitað er um í tveimur öðrum íslenzkum fiskiskip- um; togaranum Sigurði og skuttogaranum nýja: Hólma- Ilans Peter Andersen Emil Andersen tindi. Kallkerfi er úr brú á dekk, í borðsal og íbúðir. íbúðir eru fyrir 13 manna áhöfn. 2 tveggja manna klef- ar eru í káetu og 2 fjögurra manna klefar frammí. Skip- stjóraklefi er í þilfarshúsi. Loftræsting í vistarverum fer fram með rafdrifnum blás urum. í þilfarshúsi er auk skipstjóraklefa: eldhús, borð- salur og salerni með baði og kæld bjóða- og matargeymsla Hvalbakur er lokaður. Þar er m. e- matargeymsla og sal- erni. Kælikerfi er í fiskilest. Heitt og kalt vatn er leitt um allan bát. Ferskvatnsgeymar eru fyrir ca. 9,500 líra. Kaupverð skipsins er 25,1 millj. króna. Það er tryggt hjá Bátaábyrgðarféiagi Vest- mannaeyja skv. nýlegum regl um þess félags um tryggingu skipa yfir 100 brúttólestir. Áðvr hafði félagið aðeins tryggt minni skip. Danski Pétur er fallegt skip á sjó að líta. Þar virðist vandað til hlutanna, og frágangur allur úti og inni er upp á það bezta sem þekkist. Emil Andersen er enginn nýgræðingur í útgerðinni. Hann hefur gert út óslitið síðan árið 1935. Danski Pét- ur er 5. báturinn í röðinni. Sá fyrsti var Skógaíoss gamli 13 lestir að stærð. Þá kom Meta, 36 lestir, síðan Skóga- foss yngri 60 lestir og svo Júlía 53 lestir. Þessar stærð- artölur eru miðaðar við eldri mælingarreglur, en samkv. þeim væri Danski Pétur tæp- lega 140 lestir. Það var líklega árið 1909, nálægt upphafi vélaaldar í íslenzkum sjávarútvegi, að DAN-verksmiðjurnar dönsku sendu ungan, danskan mann, Hans Peter Andersen, út til íslands þeirra erinda að setja niður vélar í fiskibáta og líta eftir þeim Danvélum, er þá voru í notkun, og leið- beina vélamönnum um með- ferð þeirra. Hann steig fyrst á land á Austfjörðum og á Eskifirði varð hans fyrsti starfsvettvangur hér á landi. Varla mun það í upphafi hafa verið áform hins unga manns að ala aldur sinn til langframa hér við endamörk hins byggilega heims, að þeirra tíma hyggju. En það fór svo, að Hans Peter And- ersen tók tryggð við þetta land, gerðist íslendingur og var íslendingur langa og at- hatnasama ævi til dauða- dags. Hann var einn af þeim máttarstólpum, sem rifu ís- lendinga frá aldagamalli landlægri örbirgð og aum- ingjaskap inn á braut þeirr- ar verkhyggju og verkmenn- ingar, sem smám saman skipti sköpum um lífskjör þjóðarinnar og lífsviðhorf á fyrra helmingi þessarar ald- ar. Árið 1912 flytur Hans Pet- er alkominn til Vestmanna- eyja, ásamt ungri konu sinni, Jóhönnu Guðjónsdóttur frá Sigluvík í Landeyjum, sem hann hafði kynnzt austan- lands. Þau fluttu hingað frá Brekku í Mjóafirði, þar sem þau höfðu búið um skeið. Strax fyrsta árið í Eyjum byrjar Hans Peter Andersen formennsku, og útgerðar- rekstur hóf hann litlu síðar- Formaður var hann þar til ha.nn hætti sjómennsku kring um 1930, en útgerð rak hann til dauðadags. Árið 1940 gerðist hann svo verkstjóri hjá Lifrarsamlagi Vestmanna eyja og var það til æviloka. Hann eignaðist 8 börn, 5 syni og 3 dætur. Afkomend- ur hans eru nú nær 90 tals- ins. Nafnið Hans Peter Ander- sen varð aldrei tamt í munni Vestmannaeyinga, og nefndu þeir hann einfaldlega Pétur og stundum Danska Pétur _ til aðgreingar. Nú hefur Emil Andersen, einn af sonum Hans Peters, fært til hafnar í Eyjum nýtt fiskiskip, sem ber nafn föður hans, þ. e. a. s. það nafn, sem líklega mun minna Vest- mannaeyinga betur á gamla manninn en hans rétta nafn mundi gera. Danski Pétur, VE 423, er smíðaður í skipasmíðastöð- inni Þorgeir og Ellert h. f. á Akranesi. Smíðin hófst í apr- ílmánuði 1970, og var lokið og skipið afhent 8 þ. m. Skipið er smíðað úr stáli (að undanskildum fremsta hluta brúar, sem er úr selt- vörðu áli) og eftir ströngustu kröfum Skipaskoðunar rík- isins, með hiiðsjón af reglum Det Norske Veritas um út- hafsfiskiskip. Bolur og yfir- byggingar eru rafsoðin sam- an og bolurinn sérstaklega styrktur fyrir siglingar í ís. Frá siglutoppum til kjöldrags er skipið sandblásið og síðan galvaniserað niður að sjólínu. Stærðin er mæld 102 brúttó lestir (33 lestir nettó). Aðal- mál eru þessi: Lengd: 27,60 metrar, breidd: 6-60 metrar og dýpt: 3.30 metrar. Lestarrými er ca. 105 teningsmetrar Aðalvél er B.W. Alpha, 500 Da.nski Pétur VE 423 Við óskum Emil Andersen og fjölskyld.: hans til ham- ingju með nýtt skip og gott, og Danska Pétri velfarnaðar og aflasældar í framtíðinni- Vestmannaeyingar eru sjólfsagt fæstir gæddir þeim hæfileikað að sjá fyrir at- burði langt fram í tímann. Auðna verður að ráða í þeim - cfnum oftast nær. En eitt vita þó allir hér um slóðir: Danski Pétur mun ekki drabb ast niður í skít og óhirðu, meðan Emil Andersen er að mæta. Það eitt er víst. DANSKI PETUR VELKOMINN TIL EYJA — í ANNAÐ SINN

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.