Fylkir


Fylkir - 22.05.1971, Blaðsíða 2

Fylkir - 22.05.1971, Blaðsíða 2
FYLKIR oooooooooooooooooooooooooooooo Ritnefnd: Steingrímur Arnai (áb.) Ármann Eyjólfsson Helgi Bernódus Jóhann Friðfinnsson Ingibjörg Johnsen Hörður Bjarnason Guðmundur Karlsson Málgagn S j álf stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag V es tmannaey j a Prentsmiðjan Eyrún h.f. Auglýsingar: Steingrímur Arnar Sími 1620 XOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO TIL ÞESS AB TRYGGJA ÍSLENDINGUM LANDGRUNNIO ALLT NÆGIR EKKI ÚTFÆRSLA UM 50 MILUR Löng barátta hafin Vestmannaeyjar liggja við beztu fiskimið heims. Þar bregst afli sjaldan, þótt alltaf hafi komið einstök ár, sem afli er minni en venjulega. Vertíð sú, sem nú er ný- lokið er mun lakari en ver- tíðin 1970 var, í Vestmanna- eyjum og í fleiri verstöðvum. Þrátt fyrir þetta eru menn ekki svartsýnir um aflabrögð á árinu. Margir telja, að út- koma ársins geti orðið sæmi leg ,ef afli verður með venju legum hsatti í sumar og haust. Verðlag á fiski og fiskafurð- um er nú mjög gott og ekki er útlit fyrir, að það lækki, eins og nú horfir. Fiskimiðin kringum landið er sá akur, sem verður að yrkja og vernda. Þar má ekki vera sú rányrkja, sem leitt gæti til auðnar, held- ur verður að nýta fiskimiðin á vísindalegan hátt með það í buga, að ofveiði eigi scr ekki stað. Erlendum skipum t er að banna veiðar á land- grunninu, og friða þarf ein- stök svæði á fræðilegan hátt, á vissum tímum ársins. Ekki er vitað með vissu um stærð landgrunnsins. Fyrir hendi eru ekki nægiiega ná- kvæm kort, sem hægt er að byggja á í þessu efni. Það má því reikna með, að út- færsla landhelginnar í 50 sjó mílur sé of iítið, ef íslending- ar ætla að helga sér land- grunnið allt. Nákvæmra upp- lýsinga verður að afla nú þeg ar um stærð landgrunnsins. Talið er að landgrunnið muni ná 60-70 niílur frá landi á vissum svæðum. Sjálfstæðismenn hafa gert sér grein fyrir þessu og munu gera ráðstafanir til að land- grunnið verði kortlagt ná- kvæmlega á ný. Sjálfstæðis- menn munu einnig á raunhæf an hátt vinna að útfærslu landhelginnar og tryggja landsmönnum landgrunnið allt þótt það reynist mun stærra, en áður hefur verið talið. Eftir kosningar mun verða mögulegt að ræða við stjórn aranclstöðuflokkana á skyn- samlegan hátt um landhelgis málið. Ágreiningur þeirra í málinu nú er eingöngu sýnd- ormennska og gerð vegna kosninganna, sem í hönd fara. Öll þjóðin er á einu máli um það, sem máli skiptir um útfærslu landhelginnar. Eftir hið mikla atkvæðatap framsóknarmanna í bæjar- sljórnarkosningunum hér I fyrra, sat Sigurgeir Krist- jánsson lengi í fýlu mikilli, og varð að beita margflóknum diplomatiskum aðferðum til að fá hann á ný til samskonar meirihlutamyndunar í bæj- arstjórninni og verið hafði, þrátt fyrir að framámenn framsóknar virtust flestir telja það sjálfsagðan hlut. Ástæðuna fyrir atkvæðatap inu og hinu barnalega þrefi sem á eftir fór, taldi S.K. sjálfur vera, að Magnús Magn ússon bæjarstjóri hefði á ó- drengilegan hátt komið aftan að sér í kosningabaráttunni og auk þess staðið sig illa á kjörtímabilinu við að standa við kosningaloforð Framsókn arflokksins. Með þeim manni væri því ekki lengur starf- andi, a. m. k. ekki sem bæj- arstjóra. Var þá ekki laust við að ýmsir brostu í kamp- inn og teldu SK. vera svo- lítið skrýtinn kall. Jafnvel einhverjir tryggir kjóssndur Framsóknar munu hafa láiið orð falla í þá átt. Nú þogar stilla átti upp lista Framsóknarflokksins í Suóurlandskjördæmi i sein- psia skiptið uppi á Selfossi og Eyjamen lögðu ríka á- herzlu á að fá S.K. í sæmilegt sæti, þá munu megínlands- menn hafa tilkynnt, að á með an Eyjamenn hefðu ekki upp á annað að bjóða en þennan skrýtna kall, þá vævi tómt mál fyrir þá að tala um þess háttar. Og við þetta sat. En S.K. er iaungreindur maður og hagsýnn, og ekki á því að gefast upp. Hann ætlar sér á þing þó seinna verði, og nú hefur hann hafið þá bar- áttu upp á líf og dauða. Og hinn þrautþjálfaði stjórnmála maður sá auðvitað strax hvernig átti að byrja þetta stríö. í síðasta Framsóknarblaði skammar hann mig fyrir að telja ekki Mm. góðan mann, því allir bæjarbúar viti að svo sé. Haldi S.K. svona á- fram, þá er það eitt víst, að Selfyssingar verða næst að finna aðra ástæðu en sein- ast fyrir frávísun á alvöru- framboði Sigurgeirs. Eg fyrir mitt leyti yrði ckki hissa, þótt S.K. verði vel ágengt í hinni löngu og stiöngu baráttu sem framund an er. Eg held líka að hann mundi gera Eyjunum mun meira gagn á Alþingi með sínu hæglæti, en sumir þeirra, sem þangað munu nú komast og hærra láta. Steingr.Arnar Kvenfélag Landakirkju þakkar öllum bæjarbúum, sem í smáu og stóru lögðu lið til hlutaveltu félagsins 29. apríl s. I. Stjórnin. ión ðskarsson HDL jögfræðistofa Vestm.braut 31 ’iðtalstími milli kl. 5 og 7 siðdegis. _ Sími 1878. — Heimasími 2383 — Ford CORTINA 71 fríi sölu. 1600 cc vél, loffrbremsur. ingar • SfiíílG 1511. FRAMHALDSAÐALFUNDUR Framhaldsaðalfundur lífeyrissjóðs Vesf- mannaeyinga verður haldinn í Bæjarleik- húsinu við Heiðarveg, fimmtudaginn 10. júní 1971, kl. 20.30. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. Tryggingafræðingur sjóðsins, Þórir Bergs- son, cand. acf., svarar fyrirspurnum fund- armanna. STJÓRNIN. Pósthólf 265 Lífeyrissjóður V estmannaeyinga

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.