Fylkir


Fylkir - 23.12.1971, Blaðsíða 5

Fylkir - 23.12.1971, Blaðsíða 5
riður á Priður á jörðu og gleðileg' jól. Það er liljómur í Jjessmn orðum, enda eru þau í flokki hinna vængjuðu orða, sem öllum verða ósjálfrátt svo munntöm og lijartfólg'- in, að hver einasti maður, sem ekki fengi þessa kveðju á jólunum, myndi finnast hann eiga mikils í að sa na, næstum því sem jól- in liefðu verið tekin frá honum. Þessi orð gera oft dimma og dapra daga bæði lilýja og glaða. Eg las einu sinni sögu um tvo ferðalanga, sem eitt jólakvöld voru villuráfandi í stór lirís og hörkufrosti um mannlausar víðáttur Norður-Kanada. Dagur var að kvöldi kominn. Vegnai fann fergis höfðu þeir neyðzt til að yfirgefa bíl- inn sinn á kafi í ófærðinni. En stormurinn geisaði, svo að ekki sá út úr augum fyrir niðdimmum byljum. Ótrauðir héldu þeir samt áfram í trausti þess að finna einhvers- staðaiv mannabústaði, þar sem þeir gætu gist. En þarna var strjálbýlt og erfitt yfir- ferðar. Sóttist þeini því gangan seint. Það leið heldur ekki á löngu unz þeir voru orðnir rammvilltir og gengu sem blind andi beint af augum í hríðinni, í þeirri von, að bráðlega kæmust þeir í húsaskjól. En ekki va,r útlitið gott, orðið aldimmt af nóttu ,þegar hér var komið sögunni. Þá sjá þeir bjarma fyrir ljóstýru í gegnum mold- viðrið. Þeir stefndu á ljósið. En ekki var bærinn rismikill, sem átti þetta ljós, bara ofurlítið i ofahreysi þarna úti í óbyggðinni. En hann var engu að síður lífsnauðsynlegur bjíi'gvættur þreyttum og aðframkomnum mcnnum. Og hann var mannabústaður, og það var eitthvað hiýlegt og notalegt við það að vita af sér nálægt mennskum mönnum og ekki sízt í lirakviðri eins og því, sem þarna geis&ði, En þeim brá nú samt í brún, er þeir sáu húti'áðandann, sem var eins og útilegumað- ur í útliti, hrjúfur og fráhrindandi. Menn- irnir voru að vísu ókunnugir á þessum s'.cðum og auk þess útlendingar enda gazzt þeim heldur ekki að manninum og fannst þeim sem þeir gætu vænzt alls ills af hon- um. ÍIí,nn var fámáll og spurði bá einskis meðan hann gaf þeim í svanginn. Að því búnu vísaöi hann þeim til svefns í óvistlegri skonsu innan af hessu herbergi, en það voru öll salarkynnin. Nú mundi margur telja sjálfsagt, að þeir hefðu þegar lagzt til svefns, hvíldinni fegn- ir. En það var nú öðru nær, að þeir þyrðu þaff. Þeir voru nefnilega sannfærðir um að einbúinn veitti þeim aðför, er þeir væru sofnaðir, og réði þeim bana, Þeir ákváðu að vaka til skiptis, til þess að vera við öllu búnir, ef grunur þeirra reyndist réttur. En þá sáu þeir í gegnum rifu á veggnum, að maðurinn hafði kveikt á smái erti og fyr- ir framan logandi kertaljósið sáu þeir gest- gjafa sinn krjúpa á bæn til Guðs. Hann var þá að halda jólin, þessi einsetu- maður, og að því er virtist einn og gleymd- ur, langt úti í kaldri óbyggðinni. Það var sem þungi fargi væri létt af ferðamönnun- um. Þeim blendaðist hvorugur hugur um, að nú væri öllu óhætt. Betri öryggistrygg- ingu var ekki unnt að fá. Og þeir sofnuðu ókvíðnir, því að jólin voru komin inn í hreysið til þeirra. Það var sem illveðrið hefði þagnað, ógnir næturinnar horfið, en þess í stað haíði friður og gleði jólanna tek- ið sér gistingu í litla kofanum. Þarna hafði runnið upp sú stóra stund, þegar veruleik- ans kaldi bíær liafði allt í einu þánað fyrir hlýju hátíðarinnar, og þeir fengu sannreynt að „hvert fátækt hreysihöll nú er, því Guð er sjálfur gestur liér“. Það liafði verið krjúpandi einsetumaður, hrjúfur hið ytra, sem hafði opnað hjarta sitt fvrir þeim lifandi boðskap, er hin vængjuðu lífsins orð — FRIÐUR Á JÖRÐU — hafa jafnan að flytja. En áhrifin höfðu borizt inn til þeirra félaga. Friður á jörðu og velþóknun Guðs sé yfir mönnunum. Þessi spádómsorð engilsins hafa rætzt alls staðar, þar sem Guð liefur komið að opnum hjörtum mannanna. Þetta er og að rætast enn í dag. Það er afleiðing þess, að einhverju sinni, fyrir ár- liundruðum bar svo við, að maður og kona< voru á ferð um hrjóstrugar fjallaauðnir Gyð ingalands. Þau voru langt að komin, enda bæði tvö þreytt og lúin, hann fótgangandi þessu löngu leið norðan úr landi, en liún sitjandi á áburðardýri, að því komin að ala barn sitt frumgetið. Þau voru að komast á áfangastað, í litla þorpið sitt —BETLEHEM. — En þegar þau báðust þar gistingar, komu þau ekki að lokuðu húsi, heldur komu þau að lokuðum hjörtum. Það voru þessi köldu, lokuðu hjörtu, sem bannaði þeim inn að ganga og úthýstu þeim. Þá leituðu þau til fjárhúskofans, sem stóð þar opinn uppi í lilíðinni og synjaði engum liúsaskjóls. Þar fæddi konan sveinbarn, vafði það reifum og Iagöi það í jötu. Og er hún hafði gjört hetta, þá gjörðist liið mesta UNDUR, sem sögur fara af. — Þetta undur hefur á- vallt síðan leitt af sér enn fleiri undur, sem skapað hafa frið og öryggi. Friður Guðs hef- ur þannig orðið að veruleika víðar en varir, allsstaðar þar sem hjörtu standa opin. Jólaævintýrið hér á undan, sem gjörðist í íitlu hreysi eitt aðfangadagskvöld í strjál býli Kanada, er sönum þessarar staðreynd- ar. Þetta undur, eins og öll önnur, eiga rætur sínar aö rekja til litla barnsins, sem fátæk móðir lagði í fjárhúsjötu í Betlehem, rúmum nítján öldum áður. Með áhrifum sinum liefur þetta litla barn æ siðan verið að opna lijörtu mannanna fyrir áhrifum og ágæti friðarins í sannastri mynd sinni og þannig, að hver einasti einstaklingur, sem jörðina byggir, öðlast þennan innri frið, því sá, sem fer með friði byggir friðinn upp. „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönn- um, sem hann liefur velþóknun á.“ GLEÐILEG JÓL! Þorsteinn L. Jónsson.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.