Fylkir


Fylkir - 01.04.1978, Blaðsíða 1

Fylkir - 01.04.1978, Blaðsíða 1
Pétur postuli Eyjablaðsins FRÁ SLYSAVARMADEILDINNI EYKYNDLI. Vart hefur farið fram hjá fólki, að Slysavarna- félag íslands á 50 ára afmæli nú í ár. Mun þetta vera eitt virkasta og þarfasta félag fólksins í landinu. Pau eru orðin mörg mannslífin, sem félagar í þessu félagi hafa bjargað frá slysum og bráðum bana. Við erum fá og því hver maður dýrmætur, ekki aðeins sjálfum sér, ættingjum og vinum, heldur öllum í landinu. Starfsemi Slysavarnafélags íslands er býsna kostnaðarsöm, og hefur fjármagn til starfseminn- ar að mjög miklu leyti komið frá kvennadeildum félagsins um allt land. Við erum margar konurnar, sem leggjum fram okkar skerf eftir getu og mætti, en fleiri megum við vera. Við vitum að margar hendur vinna létt verk. Þess vegna skorum við konur í Slysavarnadeild- inni Eykyndli á ykkur konur, sem ekki eruð komn- ar í hópinn, að koma nú þegar. Sérstaklega viljum við benda ykkur sjómarmskonum á, að sé eitt- hvert félag ykkar félag, þá er það Slysavarnadeild- in Eykyndill. Takið nú ákvörðun og skrifið ykkur inn. Hringið í síma: 1620 Eygló Einarsdóttir Hringið í síma: 1784 Lára Porgeirsdóttir Hringið I síma: 1373 Sigríður Björnsdóttir Hringið í síma: 1340 Rósa Magnúsdóttir F.h. Slysavarnardeildarinnar Eykyndils, Rósa Magnúsdóttir, ritari. Veljwn hfffa menn Eg sé af Eyjablaðinu 16. þ.m. að grei'.i mín í Fylki fyrir nokkru um skrif ýmsra aðila um m.s. Herjólf hefur farið all hressilega í taugarnar á Garð- ari Sigurðssyni, alþingismanni og komið honum í það hugar- ástand að hann er allt í einu farinn að gera orð Péturs post- ula að sínum. Hélt maður satt að segja að aðrar bókmenntir en Nýja Testamentið væru dags daglega hendi hans nær. Og hafi hann haldið áfram lestri heilagrar ritningar nú í páska. fríinu er ég einu góðverki rík- ari en ég vissi af og er það vel. En skýri'ngin á sálarástandi G.S. þegar hann skrifaði grein sína í Eyjablaðið 16. þ.m. felst í hinu gamla spakmæli, að sann leikanum verður hver sárreið. astur. En ég hélt því fram í grein minni í 2. tbl. Fylkis, að lítið hefði borið á að G.S. heföi sýnt yfirþyrmandi áhuga fyr- ir málefnum Herjólfs h.f. og var ég þá meðal annars með í huga, að þann 2'/2 mánuð, sem skipið var í Reykjavík í byrj- U'n fyrra árs í sambandi við ábyrgðarskoðun þess, varð ég þess aldrei var að hann kæmi um borð í skipið utan einu sinni er hann mætti þar á fundi, sem boðað hafði verið til vegna umræðna milli trún- laöarmanna féiagsins og sér- fræðings frá norska fyrirtæk- inu Wickmann Motorfabrik og var hann þó allan eða mest an þennan tima í Reykjavik. Eg minnist þess að einu sinni spurðist G.S. fyrir um það hjá mér hvort skipið væri enn í slipp eða komið á flot. Afstaða annarra stjórnarmeðlima var á allt annan veg. Á hverjum ein asta degi hringdi einhver þeirra og stundum oftar til mín eða framkv.stjóra félagsins og spurð ust fyrir um gang mála, þann. ig að heima í Eyjum var sjá- anlega fylgst með málinu af áhuga. Eg skal fúslega viður- kenna að mér sárnaði nokkuð þetta tómlæti G.S. og er ég al- veg sannfærður um það, að ef enginn í stjórn m.s. Herjólfs hefði sýnt málefnum félagsi'.is á þessum tíma meiri áhuga en G.S. gerði væri skipið enn í slipp í R.vík eða hefði verið tekið til lúkningar slipp og viðgerðarkostnaði. Eg held að það væri skyn. samlcgra fyrir G.S. að reyna að gorta af einhverjum afrek- um sýnum öðrum en þátttöku sinni í stjóm Herjólfs h.f. Guðl. Gíslason. „Vestmannaeyjar skulu rísa” Þannig hljóðuðu orð fyrrver. andi forsætisráðherra, þegar eldur og eimyrja grúfði yfir öllu. En hvaða hendur skyldu hafa reist Eyjuna? Eg veit að þannig þarf skki að spyrja. Eg sá með eigin augum hvernig Vestmannaeyingar byggðu aft- ur heimili sín með tveimur höndum. RáCamenn þessa lands brugðust og hafa alltaf brugðist. Það eru rúm fimm ár síðan gaus hér í Eyjum, ög ekki höfum við séð neitt af þeirri hjálparhönd, sem þeir þóttust rétta okkur úr R.vík. Þau orð hafa sannast, sem ég heyrði í bernsku: „Vestmanna- eyingár standa alltaf fyrir sínu.” Það er krafa okkar Vest- mannaeyinga að staðið v-erði við gefin loforð, og það verð- ur ekki hægt nema að þeir sem stjórna þessu bæjarfélagi vinni markvisst að því. f framkvæmda. og byggða- áætlun Vestmannaeyja kemur fram, að stefnt skuli að því að fjölga bæjarbúum í 10.000 og að atvinnutækifærum fjölgi um 200 — 300. Eg er á móti því að bæjar- búum fjölgi svo ört, að ekkert verði við ráðið. Eg veit að það er nauðsynlegt að fá fólk til að flytja hingað, e.i það verður að gerast með skynsemi. Reynt verði að hvetja gamla Vest- mannaeyinga til að koma aftur. Það er v?rðugt verkefni fyrir næstu bæjarstjórn. í sambandi við fjölgun at- vinnufyrirtækja vil ég taka fram, að hér eru mörg og stór fyrirtæki. Að þeim þarf að hlúa, Framliald á 2. síður Sigurgeir tók þcssa mynd af Skuldinni 28. mars s.l-, þar sem hún öslar til hafnar á skammdekki af góðum fiski. Reyndist aflinn tæp 12 tonn og var þriðjungurinn ýsa, hit* þorskur. Peir róa bara tveir á Skuldinni núna: Bergþór formaður Guð- jónsson frá Hlíðardal og Elías í Varmadal. Á myndinni er Elías frammá og veifar.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.