Fylkir


Fylkir - 13.05.1978, Blaðsíða 8

Fylkir - 13.05.1978, Blaðsíða 8
FYLKIR UR VERINU Vikan. Lítið hefur verið róið þessa viku og afli verið sáratregur í öll veiðarfæri, enda leiðinda sjóveður. f gær voru allir netabátarn- ir búnir að taka upp nema Gullborg. Jói á Sigurbáru var einskipa á sjó af troll- bátum, ætlar að drösla fram á síðasta dag. Aflaskýrslan á lokadag, sl. fimmtudag: Hæstu netabáar torin 1. Þórunn Sveinsd. 789 2. Árni í Gröðum 552 3. Gandi 540 4. Elliðaey 507 5. Dala-Rafn 501 6. Stígandi 490 7. Ölduljón 474 8. Gullborg 431 9. Bergur 426 10. Kópur 400 Hæstu trollbátar: tonn 1. Sigurbára 465 2. B.jörg 428 3. Frár 357 4. Surtsey 352 5. Þristur 312 6. Öðlingur 203 7. Sæbór Árni 276 8. Ver 238 9. Baldur 215 10. Óli Vestmann 196 Togárarnir. Vestmannaey landaði um 60 tonnum í gær. Klakkur landaði 116 tonnum síðast- liðinn þriðjudag og er á veiðum fyrir vestan land. Sindri er á veiðum fyrir austan Iand og er væntan- legur til löndunar á þriðju dag. Spærlingurinn. Sl. fimmtudag voru kom- in hér á land um 16.330 tonn af spærlingi. Piski- mjölsverksmiðjan var búin að taka á móti 9.630 tonn- um og FES um 7,200 tonn- um. í fyrra bárust hér á land allt árið 12.672 tonn, 9.532 tonn til Fiskim.jöls- verksmið.iunnar og 3.140 tonn til FES. Áfli hefur tregast m.iög síðustu daga og eru flest- ir bátanna að hætta veið- um. Pá var stórum veiði- svæðum lokað á fimmtu- daginn vegna þess hve afl- inn var orðinn blandaður öðrum fiski. Útflutningsbannið. Útflutningsbannið er þeg ar tekið að valda f iskvinnsl- unni talsverðum vandræð- um og auknum kostnaði. Mjög var aftur tekið að þrengja að í frystigeymsl- um hér og fékkst því aftur undanbága til útskipunar. m/s Brúarfoss tók hér á miðvikudag 12 þús. kassa af frvstum fiski. sem fara eiga til Rússlands. Geymslupláss er löngu þrotið í mjölgeymslu FES og er búið að stafla rúml. 2 þúsund tonnum af mjöli á Nausthamarsbryggjuna og austast á Strandveginn. Hætt er við, að mjölið verði fyrir skemmdum af raka og jafnvel maðki, ef það verður látið standa úti lengi. Breki. Ekki er enn búið að full- kanna t.ión bað, er varð á b/v Breka í eldsvoðanum fyrra þriðjudag, en verið er að hreinsa skipið svo að glögg mynd fáist af tjðn- inu. Þá verða fengin tilboð í viðgerð skipsins og er bú- ist við, að það verði frá veiðum það sem eftir er af árinu. Breytingar á bátum. ísleifur er á Akureyri, þar sem verið er að setja í hann bógskrúfur og hækka nótakassa. Huginn er hættur veiðum, því að hækka á á honum brúna um eins og hálfan metra. Magni, Skipaviðgerðir og Geisli eiga að framkvæma verkið. Leitað er eftir til- boðum í yfirbyggingu á Gjafar. Stærðarflokkunarband. Halldór Axelsson, út- varpsvirki, sonur Axels Halldórssonar á Kirkju- hvoli, hefur hannað stærð- arflokkunarband fyrir fisk sem byggist á fótósellumæl ingu. Örugg stærðarflokk- un hefur alltaf verið mikið vandamál í fiskvinnslu. Vélsmiðjan Völundur h. f. hefur smíðað bandið og hefur það verið reynt í Fiskið.junni h. f. á vertíð- inni og skilaði góðum ár- angri. Bandið, sem er 7 m. langt með 40 cm breiðri gúmmíreim, 2 úthlaup til hliðar og eitt áf enda, flokk ar í 3 stærðarflokka eftir vali notenda og gefur þar með möguleika á nákvæm- ari stillingu flökunar-, flatn ings- og roðflettivéla eftir stærð unnins fiskjar hverju sinni. Notkun bandsins stuðlar að bættri meðferð og nýtingu hráefnisins. Árangur af notkun bands ins hefur vakið áhuga fisk- vinnslumanna um allt land og hafa margir þeirra þeg- ar komið hingað til Eyja og fleiri væntanlegir. Þegar hafa verið pöntuð 10 bönd, sem Vélsmiðjan Völundur mun smíða. Ánægjulegt er, að Vest- mannaeyingar hafa átt frumkvæði að þessari gagn legu nýjung við fiskvinnslu, sem gæti orðið kveikja að öðru meira, en Halldór mun starfa í sumar í Fisk- iðjunni að frekari tækni- nýiuneum með aukna hag- ræðingu og bætta nýtingu í huga. Heildarafli landsmanna janúar — marz. Botnfiskaflinn varð 113. 336 tonn á móti 143.447 tonnUm á sama tíma í fyrra. Bátaaflinn varð 61. 789 tonn á móti 83.639 tonn um í fyrra. Þar munar mestu á vertíðarsvæðinu frá Vestmannaeyjum til Stykkishólms, en rýrnun miíli ára er þar 22.904 tonn. Togaraflinn er um 5.800 lestum minni í heild ina en í fyrra þrátt fyrir fjölgun skipa. FASTEIGNA- MARKAÐURINN Nýr sölulisti vikulega. Skrifstofa Vm.: Bárug. 2, 2. ha>ð. Viðtalstími: 15,30—19, miðvikud. — föstudaga. Sími 1847. Skrifstofa Rvík: Garðastræti 13. Viðtalstími: Mánudaga og þriðju- daga. — Sími 13945. JÓN HJALTAS0N, hrl. Fasteignaúrvalið er hjá okkur. Viðskipta- þjónustan h/f Tangagötu 1 Sími 2000. Betel. Árnað heilla. Laugard. 13. maí kl. 8.30: Al- menn samkoma. Hvítasunnudag 14. maí kl. 16.30: Almenn samkoma. Annan í hvítasunnu 15. maí kl. 16.30: Almemn samkoma. Ræðumaður: Hinrik Þorsteins soj. úr Reykjavík. Sigríður Valgerður Guð- mundsdóttir, Garðsauka, átti 80 ára afmæli, 30. apríl s. 1. Jónína K. Þorsteindóttir, Faxastíg 2, varð 70 ára 7. maí síðastliðinn. Blaðið árnar afmælisbörnun-- um heilla á þessum tíman.ót- um. ÁLIT..... Framhald af 5. síðu. skólaárs hafa nú lokið prófum og eru komnir um allt land. Ekki þarf því að tala um inn. ritun af hálfu 'nen.enda stýri- manaaskólans í júní Um framkvæmdir í júlí-ágúst þar sem talað er um að tveir menn vinni við að meta stýri- mannanámið tekur nafndin skýrt fram, að mat á stýri. mannanámi hér í Eyjum fer ekki fram nema í sam.virt.iu og samráði við Stýrimannaskðl ann í Reykjavík. Skólastjóri þess skóla, Jónas Sigurðsson, hefur sagt að ekki hafi verið ákveðið af hálfu Stýrimanna- skólans í Raykjavík nei'.i sam. ræming námsefnis við fjöl- brautarskólana fyrr en lög frá alþingi þar um liggi fyrir. Við munum verða sarrferða þeim. Skýrslunni lýkur með þoim orðum, að samræmdur fram. haldsskóli verði settur í Vest- manaasyjum i september. Undirritaðir skólanefndar. ir enn taka skýrt fram, að Stýri mannaskólinn verður ekki í þeirri samræmingu nú. Máli okkar til stuðnings tök- um við fram: Ánægjulegt hef. ur verið að vinna að málefn- um skólans í samvinnu við Iðnskóla og Vélskóla skólaánn 1975—76 og 1976—'77. Við vitn- um þar í upphaf þessar&r skýrslu. Aftur á móti h^fur allt farið á verrj veg þetta skólaár í samvinnu við framhaldsdeild. ir Gag ífræðaskólans. Þannig er ljóst, að engir nemendur láta skrá sig til stýrimannanáms hér næsta ár. Við styðjum ekki aðgerðir, sam stuðla að því. Mikil óánægja er meðal nem- enda fjölbrautarskóla Suður. nesja og Flensborgar með kerf- ið. Svör, sem þair fá eru þau, að skólai.iir séu enn að berjast við byrjunarörðugleika. Við teljum rétt að þeir glírr.i við þá og vonum að þeim ljúki sem fyrst. Þá ættu að vera hæg heimatökin fyrir okkur. Við minnum líka á, að frum.- varp um samræmda framhalds skóla nær ekki fram að ganga vegna galla að áliti færustu manna. Stýrimannaskólinn í Reykja- vík mun bíða og starfa sjálf. stætt þar til lög um samræmd- an framhaldsskóla verða sarr^. þykkt á alþingi. Vestmannaeyjum, 8. maí 1978 Einar Guðmundsson, Óskar Matthíasson, Þórður Rafn Sigurðsson, Þorsteinn Sigurðsson, Friðrik Ásmundsson. VORHATID EYVERJA

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.