Fylkir


Fylkir - 13.05.1978, Blaðsíða 5

Fylkir - 13.05.1978, Blaðsíða 5
FYLKIR Álit Stýrimannaskólans Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður um það, hvort stúfna eigi samræmdan framhaldsskóla (Fjöl- brautarskóla) hér í Eyjum. Einnig, hvort og þá hve hratt, sérskólar eins og Stýrimannaskólinn, Vélskólinn og Iðnskólinn myndu fara inn í þetta nýja kerfi. 1 þessu eins og mörgu öðru sýnist sitt hverjum. Við kynnum hér álit skólastjóra og skólanefndar Stýrimanna skólans á þessu máli. Fer hér á eftir greinargerð er nefndin gerði bæjarráði grein fyrir. Hinn 2. maí sl. vorum við undirritaðir, skólamefnd og skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum boðaðir á fund bæjarráðs Vestaannaeyja. Á fundinum voru einnig skóla- nefnd og skólastjóri Iðnskóla Vestmannaeyja og framkv.- nefnd að stofnun samræmds framhaldsskóla í Vestmanna- eyjum. Þessa framkvæmda- nefnd hafði bæjarráð skipað 13. fsbrúar sl. og vom í henni eftirtaldir mevin: B.iörn Bergs. son, kennari, Gísli Friðgeirsson, fyrrv. menntaskólakennari og Kristján Jóhannesson, forstöðu maður Vélskólans í Vestmanna. eyjum. Gíli Priðgeirsson og Björn Bergsson kynntu lítillega skýrslu þeirra nefndarmanna. Skólanefnd og skólastjóri Stýri maimaskólans röfðu ekki fyrr séð né heyrt þessa skýrslu og urðu umræður því nánat sngar um hana. Það þarf ekki hér nú í þess- ari skýrslu að rekja þær um. ræður, sem urðu á fyrrnefnd- um fundi. Bæjaráðsmönnum eru þær að sjálfsögðu kunnar. í lok fundarins var ákveðið að útbýtt yðri eintaki af skýrsl. unni til skólanefndar og skóla. stjóra Stýrimannaskólans, sem athuguðu hana og gæfu síðan umsögn sína. Áður en komið er að efni skýrslunnar skal þetta tekið fram, sem öllum er kunnugt: Þegar Stýrin annaskóli og Vél. skóli hófu göngu sína hér að nýju eftir gos, var það gírt með nokkurs konar fjölbraut- arfyrirkomulagi við Iðnskól. ann. Áður höfðu þessir þrír skólar starfað sitt í hvoru lagi. í Stýrimannaskólann innrituð. ust 5 nemendur og 5 nemendur í Vélskóla'-in. Samstarf þessara þriggja skóla gekk mjög vel í tvö skóla ár. Msmtamálaráðuneyti og bæjaryfirvöld hér vorii ánægð með n innkun kosnaðar og bætta.a árangur á öðrum svið. %i skólastafrfsins. Kennarar> sem við skólana störfuðu voru allir ánægðir með þetta sam. starf. Það sama er hægt að segja um nemendur skólanna, enda fjölgaði nen.endum Stýri. mannaskóla.is úr 5 í 25 skóla. árið 1977—78 cg Vélskólans úr 5 í 18 á sama tíma. í byrjun skólaárs 1977 — '78 var þetta samstarf útfært meira, þannig aðfyrrnefnd skólasamsteypa fór í samkennslu í kjamagroin um með framhaldsdeildurrj Gagnfræðaskólans hér. Allir að. ilar samþykktu þetta fyrir. komulag til reynslu þetta skóla ár, fyrst og fremst vsgna þess að fyrir alþingi lá og liggur frumvarp til laga um sam. ræmdan framhaldsskóla, sem allir töldu að samþykkt yrði á yfirstandandi þingi. Núna í lok þngtímans er það augljóst, að fyrrnefnt frumvarp verður ekki samþykkt og er það vegna þess að ótal athugasemdir hafa bor. ist til alþingis vsgna galla, sem færustu menn í skólamálum telja á því. Þegar sanstarf framhalds- deilda Gagnfræðaskólans, Iðn. skólans, Stýrimannaskólans og Vélskólans hófst, var sam. þykkt að kennt yrði eftir svo. nefndu fimmundarkerfi, sem kennt er við fjölbrautarskóla Suðurnesja. Kennarar fram. haldsdeildar Gagnfræðaskólans fengu námsskrár Stýrimanna. skóla og Vélskóla í hendur til þess að tryggt yrði að nem. endur þessara skóla fengju það nám sem þeim ber. Pyrr. nefnd kennsla kjarnagreina fór fram í Gagnfræðaskólanum og sáu kerinarar þaða'-i um hana. Það þarf svo ekki að orðlengja um framhaldið. Bæjarráðs. menn hafa fengið skýrslu frá nemendum Stýrimannaskóla og síðar frá nemendum Vél. skóla, þar sem lýst er eodregn um stuðningi við nemendur Stýrimannaskóla og harmað að ekki skyldi hafa verið leit- að álits Vélskólanema. Það, sem stendur upp úr þessu samstarfi er fyrst og fremst þetta: Nsmendur Stýri. mannaskóla og Vélskóla fengu ekki það- lám, sem þeim bar, skv. námsskrá þessara skóla þrátt fyrir það að kennarar Gagnfræðaskólans vissu um það. Þetta stafaði af því að kerfið, sem þeir voru alltof bundnir af, leyfði það ekki. Mik. il óánægja með niðurröðun í bekkjardeildir, þar sem full. orðnir ir.enn, sem voru kom.i. ir af alvöru í skóla til þess að læra, voru ssttir með ungling. um, fullum af námsleiða svo árangur kennslu var lélegur. Þama var kerfið að verki, sem ekki mátti hvika fá. Enginn '.íemenda Stýrimanna. skóla sða Vélskóla, sem voru í þessu skólasamstarfi í vetur munu kona hingað næsta vet. ur, ef þetta fyrirkomulag verð. ur áfram. í lögum um Stýrimannaskól. ann í Vestmannaeyjum segir, að skólanefidin skuli fylgjast msð kennslutUhögun og náms. efni og vera skólastjóra til að. stoðar í málefnum skólans al- mennt. Þess vegna vill nefndo taka fram þar sem segir um kennslu fyrirkomulag. Ekki hsfur verið lokið samræmdri skráningu námsáfanga né samræmdum ¦námsvísi fyrir þá fjölbrautar. skóla, sem fyrir eru í land- inu. Nefndin er sammála því að fylgjast verði náið með þeirri samræmingu, en mun ekki taka afstöðu til hennar nema í samráði við Stýrimanna skólavin í Reykjavík. Þar sem talað er nú um námsleiðir í skýrslunni mun. um við ekki samþykkja skip- stjórabraut á 1. og 2. ári fyrr en fyrinsfndar leiðir liggja ljós. ar fyrir, þ.e. skráning í áfanga og samræmdar námsleiðir er henta námi skipstjómarmanna. í sambandi við aukin útgjöld er ekki hægt að sjá á skýrsl- unni, hvemig því mundi reiða af. Skv. einkasamtölum við nefndarmenn hefur komið fram að kostnaðarauki yrði talsverð. ur ef farið yrði út í breytingar. Sem almennir borgarar taka nefndarmenn fram, að þeir eru á móti auknum rikisútgjöld- um, nema sannað sé, að þau séu til bóta. Reynsla þessa skólaárs sýnir annað. Nefndin er fylgjandi þeim hugmyndum um nýtingu skóla- húsnæðis, sem fram kemur í skýrslunni. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemsndur úí framhaldsdeild um Gagnfræðaskólans komi í Iðnskólahúsið í eðlisfræði og efnafræði með kennumm sín. um. Þetta er ekki nýtt hér í Eyj- urrj. Meðan Gagnfræðaskólinn var á Braiðabliki sóttu nemend. ur þaðan alla leikfimike'nnslu í Bamaskólann og piltar úr Barnaskóla verklega kennslu í kjallarann að Breiðabliki. Um breytingar á kennslutU- högun vill nefndin taka fram: Þar ssm talað er um kjörsviðs stærðfræði 223 fyrir l. stig vél. stjöra og stýrimanna. Skóla- stjóri Stýrimannaskóla og kenn arar margbáðu um þetta at. riði í upphafi skólaárs og marg kvörtuðu um að því væri ekki sinnt, en því miður, kerfið leyfði það ekki og þar við sat. Um liðinn framkvæmdaáætl- un tekur 'nefndin fram: Engin skólansfnd verði sett á fót fyrir væntanlegan samræmdan fram haldsskóla hér í Eyjum, né neinar stöður auglýstar við ham. Skólamir, þ. e. fram. haldsdeildir Gagnfræðaskólans, Iðnskóli, Stýrimannaskóli og Vélskóli starfi sitt í hvoru lagi næsta skólaár eins og geri var skólaárin 1975—76 og 1976—77. Farið verði þess á leit við Gísla Friðgeirsson, að ha.in fylgist msð námi skólanna þannig. Geri hann síðan tillögur um samræmingu. Ut í hött er að ætla að ræða við væntanlega nemeadur Stýri mannaskólans í apríl—maí. Væntanlegir nýir nemendur Stýriman.iaskóla innrita sig yf- irleitt ekki fyrr sn rétt fyrr skólatíma í byrjun október. Þeir sem vom í 1. stigi þessa Framhald á 8. síðu. Eimskipafélag íslands AÐALFUNDUR AÖalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík fimmtudaginn 18. maí 1978, kl. 13,30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. greín sam- þykkta félagsins. 2. Tillögur tll breytinga á samþykktun félagsins samkvæmt 15. grein samþykktanna (ef tillögur koma fram). 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aögöngurniöar ao fundinum verða afhentir hluthöfum og umboösmönnum hluthafa á skrif- stofu félagsins, Reykjavík 12-17. maí. Reykjavík, 20. mars, 1978 STJÓRNIN.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.