Fylkir - 19.10.1978, Blaðsíða 2
FYLKIR
----------------------^
Ritstjóri og ábm.:
Gísli Geir Guðlaugsson
Afgr. og auglúsingar:
Páll Scheving
Símar 1344 og 1129
Upplag: 2000 eint.
Útgefandi: Sjálfstæðifélögin í Vestmannaeyjum
Filmusetning og Offsetprentun: Eyrún h.f., Vm.
Enn vinstri stjórn
Þriðja vinstri stjómin frá lýðveldisstofnun hér á landi
situr nú á valdastólum.
Fyrsta vinstri stjómin sat í rúm tvö ár, en gafst þá upp
á glímunni við efnahagsvandann. Allt var komið í kalda
kol og þjóðin rambaði á brún hengiflugsins, átti það eitt
eftir að steypast fram af.
Önnur vinstri stjórnin var við völd um þrjú ár, en
hröklaðist þá frá undan vanda efnahags- og kjaramála,
enda sólundaði og splundraði góðbúi Viðreisnar-
stjórnarinnar, sem hún tók við, á hinum stutta
valdatíma sínum. Þjóðarskútuna rak flata og stjórn-
lausa undan hrikalegustu holskeflum óðaverðbólgu og
stjórnleysis, sem yfir hana höfðu gengið fyrr og síðar.
Samstaða fékkst engin um úrræði og þá hlaupist frá
vandanum.
Þau voru fögur fyrirheitin, sem vinstri menn svo-
kallaðir gáfu kjósendum í vor. Samningarnir skyldu í
gildi, vandi efnahagslífsins var auðleystur og verð-
bólgudrauginn átti að kveða niður án fórna fyrir
almenning. Allir skyldu halda sínu refjalaust.
Eftir hálfsannars mánaðar stjórnarsetu hafa vinstri
menn afhjúpað blekkingarvefinn og orðið uppvísir að
stórfelldustu svikum kosningaloforða, sem enn hafa
þekkst hér á landi.
Samningarnir taka ekki gildi, endurskoða skal
vísitölukerfið og skerða og launajöfnunarstefna síðustu
ríkisstjórnar skal brotin niður og bilið milli hálauna- og
láglaunafóls enn breikka og yfir það leggja jafnað-
armenn blessun sína.
Ríkisgeirinn er belgdur út og þaninn meira en
nokkru sinni áður. Byggt er á bráðabyrgðaráð-
stöfunum, sem í hæsta lagi standa fram að áramótum.
Fjárlög verða ekki lögð fram á Alþingi fyrr en í fyrsta
lagi í nóvember, þar sem engin samstaða hefur fengist
enn hjá stjómarflokkunum um gerð þeirra og stefnuna í
efnahagsmálum.
Hinir nýju valdhafar hafa, þrátt fyrir fögur fyrirheit,
tekið upp háttu lénsherra miðalda. Þegar fjár er vant
seilast þeir á siðlausan hátt dýpra í vasa skattgreiðenda,
leggja nýja tekju- og eignaskatta á gamla skattstofna og
skapa með því ótta og óvissu hjá borgurunum um
afkomu sína. Engin veit, hvað næst kemur frá
stjórnarherbúðunum. Nú skal vegið að sjálfstæði
einstaklingsins og atvinnurekstrar, fjármagnstilfærslur
svo auknar, að enginn veit að lokum, hver raun-
verulegur kostnaður er eða hvað hann hefur að lokum
handa á milli. Fólk horfir í kvíða og óvissu fram til
næstu mánaða.
Ferill fyrri vinstri stjóma hér á landi var ömurlegur
og áföll almennings mikil af setu þeirra. Af stuttum
valdaferli núverandi ríkisstjórnar verður ekki ráðið, að
árangur hennar verði annar eða betri en hinna fyrri.
Ráðherrarnir vafstra um í ráð- og fyrirhyggjuleysi, en
almenningur borgar brúsann. G.K.
Síldarvinna
Okkur vantar nokkra karlmenn í síldarvinnu
nú þegar. Mikil vinna. Upplýsingar hjá verkstjóra
í síma 1101.
.VfíSFÉLAG
v I m Vestmannaeyja hf.
MINNING
Alfreð Þorgrímsson
Fæddur 23. nóvember 1914 — Dáinn 25. ágúst 1978
Vinur minn og félagi, Alfreð
Þorgrímsson, andaðist á
Sjúkrahúsinu hér 25. ágúst s.l.
eftir erfið veikindi. Útför hans
var gerð frá Landakirkju 2.
september þar sem vinir hans
og félagar fjölmenntu til að tjá
honum virðingu sína og þakkir.
Við Alfreð vorum búnir að
bekkjast lengi.
Ég minnist hans fyrst sem
drengs, innan við fermingar-
aldur. Alfreð átti þá heima í
nágrenni við mig og fór daglega
framhjá heimili mínu.
Ég veitti sérstaklega athygli
þessum glaðlega dreng, hversu
léttur hann var á fæti og lipur í
hreyfingum, en hann kom á-
vallt á harðahlaupi heimanað
þegar leið hans lá í sendiferðum
niður í bæ. En kynni okkar,
samstarf og vinátta hófst þegar
við völdumst til starfa í stjórn
Vélstjórafélags Vestm.eyja, en
við vorum báðir í hópi stofn-
enda þess félags, 29./11-1939.
Alfreð var fyrst kosinn
gjaldkeri félagsins 3. janúar
1947 og þann starfa hafði hann
á hendi óslitið til dánardægurs
eða samtals á fjórða áratug,
ávallt árlega endurkosinn.
Sýnir það best verðskuldað
traust félaganna.
Hann starfaði líka á mörgum
öðrum sviðum fyrir félagið,
meðal annars í Sjómannadags-
ráði í fjöldamörg ár. Einnig sá
hann afar lengi um þátttöku
félagsins í kappróðri á Sjó-
mannadaginn. Ég tel á engan
hallað þó sagt sé, að Alfreð hafi
lagt af mörkum meira starf í
þágu Vélstjórafélags Vestm.-
eyja, en nokkur annar félags-
maður þess. Hann byrjaði ung-
ur sjómennsku og öðlaðist
vélstjóraréttindi, að loknu
námi á mótornámskeiði Fiski-
félagsins, strax og aldur leyfði.
Hann stundaði svo vélstjórn,
bæði á fiskibátum og í landi.
Alfreð var ágætur vélstjóri,
skyldurækinn og ábyggilegur.
Konu sína, Sigríði Jósafats-
dóttur, sótti Alfreð til Þórs-
hafnar á Langanesi, þaðan sem
hún var ættuð. Þau byrjuðu
búskap hér í Eyjum 1939. Þau
Alfreð og Sigríður eignuðust
tvö börn, Guðna Ágúst, dós-
ent, búsettur í Reykjavík og
Öldu, húsmóður, búsett í
Eyjum. Sigríður lést hér á
Sjúkrahúsinu, eftir langvarandi
veikindi, 6. jan. 1977.
Alfreð gekk ekki heill til
skógar, síðustu ár ævi sinnar.
Hann varð að þola spítalalegur
og erfiðar brjóstholsaðgerðir.
Að síðustu dvaldi hann á
Sjúkrahúsi Vestm.eyja. Þar
hitti ég hann að máli, einmitt á
Þjóðhátíðardaginn síðasta. Við
töluðum lengi saman og bar
margt á góma frá löngu liðnum
dögum, m.a. Þjóðhátíðarhaldið
áður fyrr og nú. Þá var Þjóð-
hátíðardagurinn aðeins einn.
En eftir að gróska hljóp í í-
þróttalífið hér, á þriðja tug
aldarinnar og Þjóðhátíðin varð
jafnframt aðal íþróttamótið, þá
var ekki hægt að ljúka keppni í
öllum greinum íþróttanna á
einum degi. Þá var horfið að því
ráði, að hafa Þjóðhátíðar-
dagana tvo og dugði vart til. Nú
stendur Þjóðhátíðin í þrjá daga.
En það eru ekki lengur íþrótt-
imar, sem bera uppi hátíðina.
Þar er annað komið í staðinn og
annars eðlis og sumt er gjarnan
mætti án vera, um það vorum
við sammála.
Mér flaug ekki í hug þá, að
þetta yrði í síðasta sinn, sem við
dveldum saman dagstund. Mér
fannst Alfreð hressari og líta
betur út en þá, er ég talaði við
hann áður, en þetta varð samt
okkar síðasta samtal og síðasta
kveðjuhandtak, er ég kvaddi
hann þá.
Ég vil með þessum fáu línum
færa Alfreð þakkir mínar fyrir
samstarfið og langa vináttu og
fyrir hans mikla og óeigin-
gjama starf í þágu Vélstjóra-
félags Vestm.eyja og bið
honum blessunar Guðs í nýjum
heimkynnum.
Ástvinum hans sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Páll Scheving.
Kveðjuord
Einn kunnasti borgari Vest-
mannaeyja er nú burt kvaddur,
Alfreð Þorgrímsson, Vestur-
vegi 20, hér í bæ. Það hús átti
hann og bjó í því um mörg ár.
Alfreð var fæddur Rangæ-
ingur og af ættum, er stóðu
langt fram í Rangárþingi.
Ungur fluttist hann með for-
eldrum sínum til Eyja og hér
var starfsvettvangur hans alla
tíð. Ungur byrjaði hann sjó-
mennsku og með föður mínum,
Gísla frá Amarhóli, var hann
árin 1933 og 1934. Litlu
munaði að þau lok, sem era nú,
yrðu þá, er Alfreð féll útbyrðis
af Víkingi í s.austan stormi, sjó
og blindbyl vestan við Eini-
drang. Skeði það í janúar. Eftir
því sem Alfred sagði mér
sjálfur, fékk báturinn á sig tvö
áföll og það síðara svo mikið,
að vél bátsins stöðvaðist. Gísli
hafði hugboð um, þegar sjórinn
kom, að bakka sem mögulegt
var. Þegar báturinn kom úr
sjólöðrinu frá brotinu, þá kom
Álfreð samtímis upp og rétt
aftan við bátinn. Júlíus á
Hlíðarenda, Júlíus í Hjálmholti
og Bergur Lofstsson, skips-
félagar Alfreðs, náðu honum
innbyrðis og allt hafði þetta
góðan endi. Alfreð varð ekkert
meint af því volkinu.
Síðar var Alfreð vélstjóri hér
um árabil til sjós og svo í
Rafstöðinni, bæði nýju og
gömlu.
Alfreð var öryggið sjálft,
aðgætinn og passasamur og
góður vélstjóri. Síðustu ár var
Alfreð við verslunarstörf á
vegum Ríkisins.
Alfreð var einn af fram-
herjum Vélstjórafélags Vest-
mannaeyja og um áratugi var
hann þar gjaldkeri.
Alfreð átti sín hugðarefni og
áhugamál. Skepnuvinur var
hann einstakur og var sauð-
kindin í miklu uppáhaldi hjá
honum. Átti hann sjálfur
kindur um árabil og hafði þær
jafnan í Elliðaey. Bæði í sókn
og töku og útferðum, var
Alfreð alltaf á steðjanum, því
ekki var að spyrja um handtök
hans, traust, föst og öragg, bæði
fyrir menn og skepnur.
Alfreð var ekki allra, óá-
reitinn og afar traustur við þá er
hann tók. Tryggðin sjálf og
öruggur vinur.
Nú þegar Alfreð er allur, og
það langt um aldur fram, þá vil
ég þakka honum samstarfið um
mörg ár, er aldrei féll skuggi á.
Fyrir hönd félaga í Sauðfjár-
eigendafélagi Vestmannaeyja,
þakka ég Alfreð góð störf og
margar skemmtilegar fundar-
setur.
Síðast hitti ég Alfreð mánu-
dag eftir sjómannadag s.l. á
þáverandi heimili hans, við
Faxastíg hér í bæ. Mér verður
sú heimsókn minnistæð. Ég
vildi ekki trúa að nú væri ég að
kveðja Alfreð hinsta sinni á
þessari jörð. En sú varð raunin.
Alfreð flíkaði aldrei tilfinn-
ingum sínum eða trú. Þó vissi
ég um bjargfast traust hans á
Drottni. Kvöddumst við í ein-
lægri bæn, sem ég veit að
Drottinn heyrði og svaraði eftir
sínum vilja.
Ég blessa góða minningu um
Alfreð Þorgrímsson og bið
bömum hans, bamabömum og
tengdabörnum huggunar og
blessunar Drottins.
Einar J. Gíslason
BETEL
Samkoma verður laugar-
dagskvöld kl. 20.30 og sunnu-
dag kl. 16.30.
Sunnudagaskólinn er kl. 1
Allir velkomnir.
Betel