Fylkir


Fylkir - 01.12.1979, Side 3

Fylkir - 01.12.1979, Side 3
FYLKIR Húsráðandi hefur þú athugað hvort reyk- skynjarinn virkar? Brunavarðafélagið Munið kosningagetraun Rauða krossins Tekið verður á móti get- raunaseðlunum á kjörstöð- um n.k. sunnudag og mánu- dag. Einnig verður um leið tekið á móti greiðslum. Til mikils er að vinna, því potturinn verður stór! FASTEIGNA- MARKAÐURINN Nýr sölulisti vikulega Skrifstofa í \'cstmarmat>}um: Bárugotu 2, 2. hxi. VJdttbtími: 15.30-19.09 þriðjudag-fiMtadugi, S 104? Skrifst. i Reykjavlk: Garðastneti 13. VMtalstimi: 15.30-19.00, mánudaga, * 13945 JÓN HJALTASON, hrf Bílasíminn er 1344 X - D -------------------------\ Allt í jólabaksturinn Sykur í 25 kg. pokum ☆ Hveiti í 25 kg. pokum ☆ Kókósmjöl í sparipakkningum ☆ Möndluspænir í sparipakkningum ☆ Súkkulaðidropar ☆ Kattartungur o.m.m.fl. ☆ VERIÐ VELKOMIN ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ * Gunnar Olafsson & Co hf J Sókn til sigurs Um helgina verður gengið til kosninga. Þá verður vinstri vill- an látin svara til saka. Kaup- ránsflokkarnir réttnefndu A-flokkarnir hafa fengið á sig eigin slagorð, eftir að hafa svik- ið allt sem þeir lofuðu. Vest- manneyingar gera það nú upp við sig, hvort þeir vilja vinstri villu eða rökfasta hægri stefnu. Framsókn á engu fylgi hér að fagna, þar sem enginn Vest- manneyingur hjá þeim hefur möguleika á að koma nærri þingi. Alþýðubandalagið sem hér hefur tröllriðið verkalýðs- félögum og sjómannafélögum undanfarin ár, hlýtur að bíða skipbrot. Almenningur er löngu farinn að sjá í gegnum blekkingarvefi þeirra. Sá sí- felldi áróður þeirra að þeir séu að vinna fyrir verkalýðinn er hlægilegur farsi. Væri nær að kalla hann menntalýðflokk. Hér í Eyjum er ógnvekjandi hve há prósentutala kommún- ista er við kennslu hér í skólun- LA NDAKIRKJA Sunnud. 2. des.: Sunnudagaskóli kl 11. Messa kl. 14. Þórhildur Óskarsdóttir og Reynir Guðsteinsson syngja stóivers. Samkoma í Landakirkju n.k. miðvikudag kl. 2.0.30 á vegum ungs fólks í Landakirkju. Sóknarprestur. Fasteignaúrvalið er hjá okkur Vidskiptaþjónustan hf Iangagötu 1 S 2000 um. Hafa foreldrar stórar áhyggjur af innrætingarstarfi því sem þar fer fram. Það er ógnun við lýðræði. Garðari greyinu er vorkunn, hann á nú fótum sínum fjör að Iauna, fyrir hinum nýja Messí- asi (að eigin mati) Baldri Ósk- arssyni, sem stöðugt vegur að honum. Verður þetta líklega í síðasta sinn sem Garðar fær að fara á þing. Magnús Magnús- son er löngu orðinn þjóðkunn- ur fyrir auglýsingaskrum um eigið ágæti. Hann viðurkenndi að hann vildi ekki fara úr ráð- herrastól, enda ólíkt betri tekj- ur en hjá Pósti og síma. Hann átti svo mörg verkefni óleyst á skrifborðinu! Sumir segja að Georg H. Tryggvason hafi bannað honum að hætta. Ragn- ar Arnalds sagði í sjónvarpinu að hann þættist eiga félags- málapakkann einn, enn upp- lýsti hann að MHM hefði ekki meira komið nálægt honum, en að sleikja frímerkin á umslög- BETEL Almenn samkoma þriðju- dags-, fimmtudags-, og laugar- dagskvöld kl. 20.30. Sunnudag kl. 13 sunnudagaskóli, sam- koma kl. 16.30. FYRIR JÓLIN Kerti og Konfekt í miklu úrvali unum. Magnús er á þessu eina ári búinn að afhjúpa sig rækilega. Hlaupandi í fjölmiðla og full- yrða hitt og þetta, sem hann hefur svo orðið að draga úr eða til baka. Brúin fræga er enn í fullu gildi í loforðapakkanum og ætti að endast 1-2 kjör- tímabil enn. Guðmundur Karlsson er þekktur af öðru en auglýsinga- skrumi. Hann er þekktur fyrir rökfestu og dugnað. Hann læt- ur verkin tala, en er ekki þannig maður að hlaupa alltaf í fjöl- miðla, þegar hann vinnur að málum byggðarlagsins. Hann lofar ekki upp í ermina á sér og stendur við það sem hann segir. Það eru slíkir menn sem Alþingi er sómi af, en draga það ekki niður í svaðið eins og lýðskrumarar kratanna. Árni Johnsen er ungu fólki vel þekktur. Óteljandi eru þau skipti sem íþróttafélög, önnur félög og einstaklingar hafa leit- að til Áma og alltaf heíúr hann greitt götu manna af stakri ljúf- mennsku. Því ætti unga fóíkið sem nú er að kjósa í fyrsta sinn, að veitast auðvelt að kjósa nú og setja X fyrir framan D. Þeir sem kusu vinstri flokkana síð- ast, vegna þess að þeir trúðu slagorðunum, hljóta að setja X við D og sýna vinstri flokkun- um að það er ekki hægt að hafa fólk að fíflum oftar en einu sinni. Vinstri flokkarnir hljóta að fá rassskell svo um munar. Fólk lætur ekki teyma sig á asnaeyrunum. Ó þau fögru fyrirheit fyrir síðustu kosningar. Almenningur sem á agnið beit uppskar aðeins blekkingar. Aftur kosið enn á ný áður en þjóðaskútan er sokkin. Kaupráns kumpánum gefuj frí og kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Sókn til sigurs X - D. S.A. Um hvað verður.... Framhald af 1. síðu í huga að þessi óheillaþróun heldur áfram ef ekkert er að gert. Ég hef ekki trú að því að þær aðgerðir sem reyndar hafa ver- ið á undanförnum árum í bar- áttunni við verðbólguna, reyn- ist betur í framtíðinni. Þess vegna er ég sannfærð um að stefna Sjálfstæðisflokksins, að vinna bug á verðbólgunni með leiftursókn, er spor í rétta átt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur kynnt stefnu sína rækilega fyrir öllum landsmönnum og kjós- endur ’ættu ekki að vera í neinum vafa hvaða flokk þeir eiga að kjósa, því Sjálfstæðis- flokknum einum er trúandi til að leiða þjóðina út úr efnahags- öngþveiti sem hún er nú í. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur markað nýja stefnu, stefnu sem miðar fyrst og fremst að því að kveða niður verðbólguna. Um þetta verður kosið á sunnudaginn kemur, gamlar og úreltar að- ferðir í baráttunni við verð- bólguna, eða stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Sigríður Björnsdóttir. Undirstaöa uppbyggingar byggöarlagsins er þróttmikiö atvinnulíf. Ljósni. Guðmunilur Sigfússori *-------------I----------\ V estnianney ingar! Munið kosningakaffið í Samkomuhúsinu á sunnudag X D - Til sigurs J

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.