Skátablaðið


Skátablaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 8

Skátablaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 8
Ung stúlka, sem elst upp sem skáti, hefur áreiðanlega fyllstu skilyrði til að geta orðið góð móðir. Hún hefur öðlazt þá reynslu og þann skilning á hinum mörgu vandamálum æskunnar, sem gerir hana viðbúna öllu, sem að höndum ber. Hún ætti því að geta leitt æskuna inn á þær brautir, sem liggja til gæfu og gengis fyrir land og þjóð. Skátahreyfingin hér á landi hefur aldrei búið við þau ytri skilyrði, sem nauðsynleg eru til að eila og auka skilning og áhuga fólks á skátastarfinu. En þrátt fyrir erfiðleika og oft illar aðstæður, hefur skátahugsjónin glæðzt og þroskazt í hugum margra æskumanna og kvenna. Allir skátar elska skátalífið, sem er í senn bæði þroskandi og skemmtilegt og miðar allt að því að gera þá viðbúna vanda lífsins. Skátar! Stöndum fastar saman. Sýnum það, að gagn og gaman getur samrýmzt, hvar sem er. Verum engra eftirbátar. Allir skátar! — Alltaf skátar! sé vort takmark. Hrefna Tynes. Sön^ur viS var8eldínn! Lag: Oh, My Darling Clementine. Kyndum eldinn, kyndum eldinn, kvöldið líður undra fljótt. Kyndum eldinn, kyndum eldinn, kyrrðin rikir, — allt er hljótt. Kyndum eldinn, kyndum eldinn, kvöldsins álfar lœðast hljótt. Kyndum eldinn, kyndum eldinn, kviltna draumar hcegt og rótt. Kyndum eldinn, kyndum eldinn, kveðjum daginn, heilsum nótt. Kyndum eldinn, kyndum eldinn, kvöldið liður, — allt er hljótt. S. J. 58 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.