Skátablaðið


Skátablaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 17
„Skípper Slcraelfc“ seéir frás ég heyrt Lalla tauta: „Ótætis geiturnar á Grimsstöðum á Fjöllum.“ Aldrei hefur mér verið iyllilega Ijóst, hvað Lalli var að vilja upp að Grímsstöð- um, en þar varð hann eftir, er hitt fólkið geystist áfrarn austur á bóginn. En Laiii hélt samdægurs tii baka aftur og stanzaði ekki fyrr en á litla bænum undir stóra fjallinu í Axarfirði. En það eru óskráð iög okkar í niillum, að þegja yfir hvors annars ströngustu leyndarmálum. Þess vegna verð ég að sleppa kaflanum um hina skemmti- legu dvöl á þessum ágæta bæ. ★ ÓSKÖP EINFALT! A: „Hvernig stóð á því að þú varðst var við þjófinn undir rúminu hjá þér?“ B: „Nú, það stóð nú svoleiðis á því, að ég hnerraði og þá var sagt undir rúminu: „Guð hjálpi þér!““ La'tur maður. — Sá latasti maður, sem ég hef nokkurn tíma Jtekkt, var málari. Hann var svo iatur, að hann festi málningu á með teikniból- um. — Já, en ég þekkti einu sinni stýrimann, sem var svo latur, að hann dó! — Hvernig stóð á því? — Jú, sjáðu, hann var svo latur, að hann nennti ekki að draga andann. Kalt. — Kuldi? Var einhver að tala um kulda? Þegar ég var einu sinni á Grænlandi, var svo kait, að orðin frusu á vörum okkar, svo að allt rann í beig og biðu, þegar við komum inn í hlýjuna. Hiti. — Heitasti staður á jörðinni? Já, það er áreiðaniega Persaflóinn. Þar hef ég oft séð fiskana synda með höfuðið upp úr sjón- um og svitinn hefur perlað á enni þeirra. Ósvikin sjóarasaga. — Þið talið um hita .... Þá hefðuð þið átt að vera með, þegar við fórum einu sinni yfir miðjarðarbauginn, Jjví að þá urðum við að gefa hænunum hraðfrysta fæðu, svo að þær verptu ekki harðsoðnuxn eggjum! ★ F elunafnagáta. x x r x x u x x x S x x n Gxxxuxxxr x x n x x x a x x a x x x m x x Hér eru falin 6 karlmannsnöfn, og þegar þau eru fundin, þá mynda upphafsstafir þeirra sjö- unda nafnið. SKATAB LADIÐ 67

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.