Skátablaðið


Skátablaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 10
blítt og hlýtt. — Islenzkur sólskinsskáti. — Já, hún var sannarlega ímynd hins sanna skáta. Alltaf reiðubúin, ef hún gat veitt öðrum lið, — alltaf viðbúin. Vertu sæl, Brynja! Við skátasystkini þín söknum þín öll. Við þökkum þér allar góðar samverustundir og öll þín miklu og góðu störf í þágu skátahreyí- ingarinnar. Við eigum eftir að sjást aftur, því að þú ert ekki dáin, — þú ert bara íarin heim. Þú hefur nú lokið lífsstarfi þínu hér, en handan við gröf og dauða bíða þín launin fyrir trúa og dygga þjónustu: Kóróna lífsins! Guð blessi Jrig og ástvini þína, sem eftir lifa. Friður sé með þér, sólskinsskáti. Með skátakveðju. Hrefna Tynes. Mínnínjj Brynjn Hlíðar kvenskátaforínjjja 'IJT'IN af hinum mörgu, sem í dag voru lagðir til hinztu hvíldar, var Brynja Hlíðar kvenskátaforingi. Okkur kom sízt til hugar, er við kvöddum hana brosandi fyrir hálfum mán- uði, að það væri í síðasta skipti, sem við sæjum hana. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér, og í einni svipan var hún horfin, farin heim, foringinn okkar, senr við elskuðum og virtum. Vegir guðs eru órannsakanlegir, og okkur veitist svo erfitt að skilja, hvers vegna þeir, sem lifa lífi sínu öðrum til góðs, eru kallaðir burtu, áður en lífsstarf þeirra virðist hálfnað. Brynja Hlíðar var ein af fyrstu félögunum í kvenskátafélaginu ,,Valkyrjan“ hér á Akureyri, er það var stofnað 1923. Hún endurreisti félagið 1932 og var félagsforingi ætíð síðan. Oft gekk erfiðlega og félagið virtist ætla að deyja út, en Brynja átti hinn sanna skátaanda og hún gafst ekki upp, þótt á móti blési, heldur byrjaði á nýjan leik. Og nú var hópurinn stærri en nokkru sinni fyrr. En henni var það ekki nóg. Við þurftum að sýna, að starfið var meira en bara skátabúningurinn. Við þurftum að skilja bræðralagshugsjónina og reyna að vera skátar af lífi og sál eins og hún sjálf. Aldrei hefur neinni okkar skilizt betur en einmitt í návist hennar, hvað það er að vera sannur skáti. Engin átti drenglyndi og ættjarðarást í ríkara 60 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.