Skátablaðið


Skátablaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 23

Skátablaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 23
Á æviníýraslóðuiii I: Krókur á j ií « Hér birtist fyrsta sagan í verðlaunasam- keppni þeirri um skátasögu, sem hófst með 1. tbl. Skátablaðsins í ár. Blaðið beinir þeim ein- dregnu tilmælum til skáta yfirleitt að taka þátt í þessari samkeppni. /^NNUR og þriðja sveit voru í útileik. Þriðja sveit hafði bækistöð í eyju, sem var úti í miðri ánni, en önnur sveit hafði bækistöð sína við bugðu á ánni nokkru neðar. Þar var öruggt vígi og gott útsýni yfir ána og bakka hennar. Óli og Högni voru í þriðju sveit og liöfðu verið ferjaðir í lancl til að njósna. Þeir áttu að komast að, hvar væri bezt að gera árás á vígi annarrar sveitar, og fóru þeir í þvx skyni allt í kringum vígið, án þess að verðfrnir sæju þá. Þeir uppgötvuðu, að það voru engir verðir á neðanverðu víg- inu, þaðan átti þeir ekki árásar að vænta. Óli og Högni læddust nú að vígisveggnum. Það voru einhverjir að tala saman fyrir innan vegginn. Þeir lögðust niður og hlust- uðu. Kalli, sveitarforingi annariar sveitar, var á ráðstefnu með flokksforingjum sín- um um, hvernig þeir ættu að gera árás út í eyjuna. Hann vildi teyma bátana upp fyrir eyjuna, fara þar í þá og láta þá reka fyrir straumi út í hana. Högni hnippti í Óla: „Heyrðirðu?“ Óli kinkaði kolli, og síðan hlupu þeir burtu. Þeir urðu að gera Adda, sveitarforingja í þriðju sveit, aðvart í tæka tíð. Hann beið áreiðanlega eftir að þeir kæniu með ein- hverjar upplýsingar. Þeir félagar fóru nú í hálfhring í kringum vígið og að ánni fyrir ofan og ætluðu síðan að hlaupa upp með ánni, en þá konxu þeir auga á þrjá báta, sem voru við bakkann. Þeir læddust að bátunum, eins og þeir hefðu báðir fengið sömu hugmyndina um leið. Það virtust ekki vera neinir verðir nálægt. Hveinig væri að hertaka bátana — fara með þá? Það var ekki hægt að róa þeim uppeftir ánni, þeir yrðu að draga þá, og til þess þyrftu þeir reipi. Nú og þarna var reipi rétt hjá þeim. Önnur sveit var þá þegar farin að undir- búa herfeiðina á eyjuna. Högni tók reipið og gekk að bátnum, en allt í einu var rekið upp heióp rétt hjá þeim. Nú hafði verið leikið á þá — sannkallað hexbragð. Það kom fát á þá Óla og Högna, og þeir hlupu, eins og fætur toguðu, en það var of seint. Þeir voru gersamlega umkringdir. Nú hlakkaði í þeim í annarri sveit, um leið og þeir þrengdu hringinn umhverfis vesalings njósnarana. , „Það verður erfiðara að sækja að okkur upp á klettinum þarna,“ sagði Högni, og þeir byrjuðu að klifra upp klettinn. Hann var brattur og það var erfitt að klifra hann. Eftir nokkurt strit stóðu þeir uppi á klett- inum og lituðust um. Árásaimennirnir höfðu hlaupið að klett- inum, þegar þeir sáu, hvað Óla og Högna hafði clottið í hug, og það munaði litlu, að þeir næðu í fætuina á Óla, en Högni hafði komið honum til hjálpar og dregið hann upp á klettinn. 73 SKATAB laðið

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.