Skátablaðið


Skátablaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 9
Brynja HlíSar o „Vertu trúr allt til dauða og ég mun gefa þér kórónu lifsins.“ « 'JIT’NNÞÁ er ein skátasystir okkar horfin yfir landamærin miklu. — Er það sorg og söknaður, sem fyllir hjörtu okkar við þá fregn, eða samgleðjumst við henni, sem fékk að fara heim mitt i blóma lífsins? Mér finnst, að það muni vera hvorutveggja. En við getum ekki annað en spurt: „Hvers vegna fór lnin Brynja svona snemma, hún, sem átti svo mörg verkefni fyrir höndum og varði lífí sínu í þágu hins góða?“ Við eigum svo bágt með að átta okkur á því, að lnin Brynja er ekki lengur á meðal okkar, hún, sem var þó svo full af lífsfjöri og áhuga fyrir málefnum skátanna. Já, hvers vegna? — Hversu oft kemur ekki sú spurning fram í huga okkar, er við stöndum sem agndofa og skiljum ekki tilgang hinna ýmsu atburða lífsins. Brynja átti svo mörg og góð verkefni fyrir höndum, en ef \ið hugsum um það, að hún fékk meiru áorkað á nokkrum árum þessa lífs en margir fá á langri ævi, þá skiljum við betur, að lnin hafði lokið ævistarfi sínu. Hún hafði rutt veginn og sýnt þeim leiðina, sem á eftir eiga að fara. íslenzkir skátar eiga að vera sólskinsbörn, sem birta og ylur á að stafa frá, hvar sem þeir fara. Ég hef ekki þekkt neinn skáfa, sem þetta getur átt betur við, en einmitt Brynju. Mér fannst strax og ég sá hana í fyrsta sinn, að sólin og ylurinn ein- kenndu hana öllu fremur. Svipurinn var svo hreinn og bjartur og brosið svo SKATABLAÐIÐ 59

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.