Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1948, Side 14

Skátablaðið - 01.05.1948, Side 14
að engu orðnir eftir 14 daga þramm um vegleysur í bleytu og hríð. Minntist ég nú gamals smalamanna- bragðs. Fór af stað og. leitaði uppi haga- lagða og þófa í Tjarnárheiðinni og útbjó gangþófa. Var svo haldið til Hvítárvatns. Þar höfðum við stutta viðdvöl. Ferjuðum okkur yfir ána, því að þá voru tveir bátar við Hvítárós. Fórum svo, sem leið liggur, til byggða. Ásgeir var nú á batavegi, en við nokkuð sárfættir á eggjagrjótinu fyrir ofan Upp- hóla. Þegar við komum að bænum, var þar engin hreyfing, en nokkur hluti túnsins sleginn, var heyið þurrt í skárunum. At- huguðum við þetta nánar. Var þá enginn maður þar uppi standandi, heimilisfólk allt veikt og ósjálfbjarga. Gerðum við þá boð á næsta bæ og hirt- um töðuna fyrir bónda. Mikið var borðað að Múla næsta dag. Nú tókum við að hressast, fengum lánaða skó og örkuðum á Þingvöll. Þar skildu leiðir, Ásgeir fór til Borgarfjarðar, en við Ósvaldur að Arnarbæli í Ölvesi. Vorum við þá svo fjallvanir orðnir, að við geng- um þversum yfir Skeggjann á Hengilinn til þess að „krækja ekki“. Séra Ólafur Magnússon heitinn í Arnar- bæli og frú hans, Lydia, hafa oft minnzt þess, hvað við tveir unglingar hefðum verið horaðir og sárfættir, er við komum þangað fyrir 30 árum. V: GUÐM. EINARSSON: STOÐHESTAR (MALVERK) 84 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.