Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 35

Skátablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 35
ingi, Tryggvi Þorsteinsson: „Að okkar dómi hefir tnikil framför orðið í félaginu hvað sjálfstætt sveitastarf snertir.“ Skátafélagið Hraunbúar, Hafnarfirði. Péiagið minntist 10 ára afmælis síns 1. febrúar. Barnaskemmtun var haldin í Bæjarbió daginn eft- ir. Skrúðganga og kirkjuferð 1. sumardag. Vormót var haldið suður við Kleifarvatn með um 80 þátt- takendum. Tvær stúlkur fóru á mót í Danmörku. Sjö Hraunbúar fóru á Friðar-Jamboree í Frakk- landi. Skemmtifundir og kvöldvökur voru haldnar á árinu. Haldið var áfram við byggingu skátaskál- ans við Kleifarvatn. Félagið eignaðisi á árinu bát, sem notaður var á Kleifarvatni. Efnt var til happ- drættis fyrir húsbyggingarsjóð félagsins. Félagiö seldi merki B.Í.S. Félagið safnaði fyrir Vetrar- hjálpina. Fjórir Hraunbúar sóttu foringjanámskeið að Úlfljótsvatni og í Reykjavik. Félagið átti full- trúa á aðalfundi B.Í.S. Félagið efndi til tveggja Hekluferða. Loks keypti félagið með aðstoð bæjar- ins húseignina Hressingarskáli Hafnarf jarðar. Verð- ur það væntanlegt Skátaheimili. Er unnið við það af kappi, en hið eiginlega skátastarf hefir dregizt mjög saman á meðan. taka þessa tillögu til greina, en áréttar það, sem getið er um að ofan, að bezt væri að fá mynda- mótin lánuð, ef þau eru til. Annars er nauðsynlegt að hlutaðeigendur sendi skýrar og góðar teikningar af merkjum sínum. Við skulum þá byrja á þrem fallegum merkjum, flokksmerkjum Ö'dunganna í skátafélaginu Völs- ungar, Delawaraflokksins úr Skátafélagi Reykja- víkur og Arnarflokksins úr sama félagi. Merkjahornið. Jamboreefari nr. 4 hefir sent blaðinu tillögu sína um enn einn nýjan þátt. Mun lesendum blaðsins farið að þykja nóg komið af nýjum þáttum, og Þykja vel að verið, ef þeim verður öllum jafn vel við haldið. Það skal tekið fram, að líf þáttanna er algerlega undir lesendum blaðsins komið. Einnig skal þess getið, að ekki er ætlazt til þess, að allir þættirnir komi í einu og sama blaðinu, heldur verður það haft eftir efnum og ástæðum. En tillaga Jamb. nr. 4 er svona: „Þá turinn nefnist merkjahornið. í merkjahorninu skulu koma alis konar merki, flokka, sveita, deilda og móta. Skulu þeir, sem hafa slík merki undir höndum, teikna þau upp með svörtu bleki (tússi) og senda þau til Skátablaðsins, pósthólf 831, Reykjavík. Bezt væri, ef myndamót eru til, að senda þau. Merkin komi síðan smám saman í Merkjahorninu, eftir því hvernig á stendur hverju sinni. Gæti ég trúað, að skátunum þæt i gaman að bera saman merki sín, gerð þeirra og frumleik. Einnig verður gaman að bera saman hugkvæmni og smekk merkjaeig- anda.“ Skátablaðið sér ekki ástæðu til annars en að Öldungaflokkurinn. Öldungamerkið, hefir sér það sérstaklega til gildis, að það er algerlega islenzkt, en eins og þið sjáið, er það skjöldur með mynd af Snorra Sturlu- syni. SKATABLAÐIÐ 105

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.