Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 38

Skátablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 38
Eftir KJELD SIMONSEN. Þegar Róbinson hafði eignazt sitt eigið heimili, langaði hann til þess að hafa það sem líkast æskuheimili sínu. Og auðvitað varð hann að halda sunnudag- inn heilagan, eins og allir siðaðir menn gera. Hann þurfti því að finna upp eins konar dagatal. Ekki langt í buirtu stóð gamla furðutréð með sinn fallega, gljá- andi, slétta stofn. Bezt var að nota það. Róbinson þurfti eigin- lega að höggva ferns konar skor- ur í tréð. Fyrst þurfti hann merki fyrir hvern dag, annað, sem tákna skyldi vikurnar, þriðja fyriir mánuðinn og fjórða .... Æ, nei, guð minn góður, hugsaði Róbinson. Hann vonaði, að hann þyrfti aldrei á því að halda. Það fór nú að þrengjast í bú- inu hjá Róbinson. Allur skelfisk- ur var á þrotum og seinustu kókóshnetuna hafði hann hrist niður úr pálmaviðartrénu daginn áður. — Hvað átti hann nú til bragðs að taka? Róbinson hafði aldrei vogað séir langt frá heimkynnum sín- um af ótta við villidýr og villi- menn. En nú ákvað hann að takast ferð á hendur, fara í eins konar rannsóknarleiðangur. En eitthvað varð hann að hafa til þess að skýla sér fyrir brennandi heitri sólinni. Hann tók sig því til og safnaði saman vafnings- viðum, trjágreinum, stórum blöð- um, fiskroði og beinum. Beinin notaði hann fyriir nálar. Og áður en sólin var til viðar gengin var hann búinn að útbúa sér eins konar sólhlíf. Hún var kannske ekki afbragð, en hollt er heima hvat. Og Róbinson gat ekki leynt gleði sinni, er hann snaraði henni yfir höfuð sér. Víst var hún fyrirtak. 108 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.