Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 1

Skátablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 1
REYKJAVÍK MAÍ 1952, RITSTJÓRI: 2. TBL. XVIII. ÁRG. TRYGGVI KRISTJANSSON COL. J. S. WILSON: St. Georgs daáur 1952 Kæru skátabræður! Þegar hinn látni konungur Georg VI. ávarpaði þjóð sína í útvarpi á seinustu jól- um, lagði hann áherzlu á, í síðasta boðskap sínum: „Vertu trúr yfir litlu, þá munt þii verða settur yfir mikið“. Þennan boðskap ættu skátar um gjörvall- an heim að hugleiða á St. Georgs daginn. Dæmisagan um St. Georg er notuð sem dæmi um góða hegðun, í mörgum trúar- brögðum, talar um fyrirvaralausa vörn og hetjudáð, af einvígi hans fyrir veraldleg- um eða andlegum málstað. Engin undur þótt við séum frekar ótta- slegnir, ef við eigum að feta í hans fótspor. Það getur verið að slík eldraun verði ekki okkar hlutskipti. Það gæti verið, ef svo bæri undir, að við gætum ekki horfst í augu við þann veruleika. Enginn veit hvers hann er megnugur, fyrr en á hólminn er komið. Á liðnum áratug hafa margir skátar, ungir og gamlir, gengið undir þrekraun og staðið sig með ágætum. í styrjaldar ofsa, er meira hægt að þola, í samfélagi við aðra, heldur en hver einstakur getur, þegar á reynir og hann þarf að sýna líkamlegt eða andlegt hugrekki. Samt stóðu margir, á þess- um tíu árum einangraðir andspænis erfið- leikurn og sigruðu. Eíinn hljóðláti og einlægi framburður hins látna Georgs konungs, til okkar allra, hlýtur að flytja uppörfun, og á sinn hátt, mikið af friði og ánægju. Við getum fundið að það er mögulegt fyrir okkur að ráða við hin einföldu viðfangsefni lífsins. Því meira sem við reynum, þess meiri verður árangur- inn, þess sterkari verðum við að mæta flókn- ari viðfangsefnum, sem við þurfum að glíma við. Framhald d 11. siðu. SKATABLADIÐ 9

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.