Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1952, Síða 3

Skátablaðið - 01.05.1952, Síða 3
þegar við komumst að sannleiksgildi skota- sagnanna. Vil ég nú til gamans segja ykk- ur eina sérstæða Skotasögu. Við vorum tveir saman, sem höfðum tekið okkur far með sporvagni alllanga leið. Þegar við kom- um á ákvörðunarstaðinn og ætluðum að greiða fargjaldið, höfðum við ekki annað en stóra seðla, þar sem við höfðum ekki haft tækifæri til að skipta peningum okkar. Afgreiðslumaðurinn kvartaði yfir pening- unum, en við stóðum þarna alveg ráða- lausir. Þá vék að okkur nærstaddur Skoti og lét okkur hafa nokkur penny, er nægðu fyrir fargjaldinu. Við gátum nú greitt far- gjaldið, án þess að þurfa að láta afgreiðslu- manninn glíma við seðlana. Við þökkuð- um Skotanum fyrir gjafmildi hans og héld- um leiðar okkar. Það er sagt, að engin höfuðborg í Evrópu taki Edinborg fram að fegurð. Borgin stend- Framhald af 9. síðu. Ég veit ekki hver hefur ort þessa vísu, en hún er lærdómsrík: Mótlæti ef mætum við mesta villan, hún er sú, að gefast upp og ganga á snið við gátur lífsins, fyrr og nú. Þótt móti blási byr um stund bætir reynzlan styrkan mann, sem á kjark og karlmannslund kraft og þrek, unz sigur vann. Megi allir skátar, sem endurnýja skáta- heiti sitt í tilefni St. Georgs dagsins, öðlast styrk frá þeirri vitneskju að með þeim í starfi eru meira en fimm milljónir, og þar að auki meira en tuttugu og fimm milljónir, sem örfa þá til þess að gera sitt bezta, — standa uppréttir og einarðir. Ykkar einlægur J. S. Wilson. ur í klettóttri, skógivaxinni hlið. í fjarska sér rnaður Forth-brúna, er liggur yfir Forth- fjörðinn. Þessi brú er eina og hálfa mílu á lengd og kostaði yfir (£3.000.000) þrjár milljónir punda. Fimm þúsund manns unnu að byggingu hennar dag og nótt í sjö ár. Þessi brú þarf geysimikið viðhald. Til garnans má geta þess, að flokkur manna hefur stöðuga vinnu við að mála brúna. Þeir byrja verk sitt á öðrum enda brúar- innar og halda fram eftir henni. Þegar þeir hafa lokið við eina umferð byrja þeir aftur á ný á sarna stað og fara aðra ferð. Og sé rigning, þá bregða þeir sér inn í pípurn- ar, sem halda brúnni uppi, og mála þar. Þessir menn hafa því trygga framtíðarvinnu og þurfa engu að kvíða. Hátt yfir borginni gnæfir hinn forni Edinborgarkastali, líkt og tignarleg kóróna á geysimiklu klettabjargi. Hluti af þessum kastala er meir en 700 ára gamall, og hefur kastali þessi átt mestan þátt í því að gera Edinborg að frægri ferðamannaborg. í þess- um kastala bjó María Stúart, er hún ól son sinn, James VI., er síðar varð konungur Skota. Þarna er geymd kóróna og gimstein- ar konunganna er réðu ríkjurn í Skotlandi, þar til það var sameinað Englandi árið 1707. Rétt fyrir neðan kastalann sjáum við fagran skemmtigarð, er liggur með fram Princes Street. Þar sjáum við blómaklukk- una fögru, sem gerð er af fjölda mislitra blóma. Án þess að við vitum af, er tími okkar liðinn og við verðurn að yfirgefa þessa forn- frægu borg. Við horfum með söknuði til borgarinnar er skipið líður út fjörðinn. Við gleðjum okkur samt yfir því, að við skulum fá tækifæri til þess að sjá þessa borg aftur á ný á heimliðinni. Lengi vel sjáum við kast- alann, þar sem hann gnæfir yfir borgina líkt og tröllkarl, þar til að lokum að hann hverfur sjónum okkar í blámóðu fjarskans. 1 1 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.