Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1952, Qupperneq 4

Skátablaðið - 01.05.1952, Qupperneq 4
Við erum aftur komin á siglingu, og nú er Danmörk fyrir stafni. Sólbjartan morg- un siglir skipið inn Eyrarsund. Við siglum hjá Kronsborg, án þess að greiða nokkurn toll. Nú þegja gömlu fallbyssurnar, sem áð- ur fyrr voru svo árvakrar. Nú stendur þessi mikli kastali sem jrögult minnismerki um liðinn tíma gömlu harðstjóranna. Brátt sjáum við Kaupmannahöfn, og inn- an stundar höfum við yfirgefið skipið okk-. ar og komið okkur fyrir í borginni. Seinni hluta dagsins erum við staddir á Ráðhús- torginu. Þar er allt iðandi af lífi og fjöri. Ómar frá fleiri þúsund reiðhjólabjöllum berast til eyrna okkar. Hvar sem litið er má sjá hjólreiðamenn, sem eru að flýta sér heirn frá vinnu. Enginn virðist hugsa um annað eit að komast áfram. Brátt er farið að skyggja og þá má sjá ljósaauglýsingar alls staðar í kring um torgið. Á vinstri hönd er risabygging Politikkens en þar er hægt að lesa allar þær markverðustu fréttir, er koma frá umheiminum. Orðin renna eftir þak- brúninni, alltaf kemur eitthvað nýtt og nýtt. Á hægri hönd sjáum við Tivoli og alla þá ljósadýrð, sem þar er. Við röltum þangað og innan stundar erum við komnir á fleygiferð í alls konar skemmtitækjum. Tíminn flýgur áfram og áður en varir höf- urn við eytt of miklu af sparifé okkar, sem á að endast í heilan rnánuð. Við höldum þreyttir heim og ekki líður á löngu þar til við erum komnir yfir í draumalandið góða, þar sem hægt er að skemmta sér án þess að hugsa urn kostnaðinn. Við dvöldum sex ógleymanlega daga í Kaupmannahöfn. Ég ætla ekki að reyna að lýsa þessurn dásam- legu dögum, sem við dvöldum í borginni, núna. Vonandi gefst betri tími til þess seinna. Frá Kaupmannahöfn héldum við með járnbrautarlest áleiðis suður á bóg- inn Nú var erfitt ferðalag framundan. Það var ekki stanzað fyrr en við komum til Flensborgar, en þar var vegabréfaskoðun. Það var gaman að virða fyrir sér þýzku tollverðina, þar sem þeir sátu fyrir innan borð í grænu einkenningsbúningunum sín- um. Það vantaði ekkert annað en haka- krossinn á handlegg þeirra og þá hefði mað- ur séð hina marg umtöluðu þýzku hermenn í allri sinni „magt“. Frá Flensborg héldum við til Hamborg- ar en þar var lítil viðstaða, heldur haldið beint suður. Ég veit, að við gleymum aldrei þeim degi, sem við lifðum, er við ókum í gegnum Þýzkaland. Það var um 40 stiga hiti og sólin skein beint á okkur, þar sem við sátum við klefagluggann. Ekki mátt- urn við opna gluggann, því þá fylltist allt af reyk frá eimvagninum, sem var rétt fyrir framan vagninn okkar. Svo þröngt var í lestinni, að við urðum að hafa farangur okkar á göngunum, eða inni í klefum hjá okkur. í þessari lest vorum við í 28 tíma samfleytt, án þess að fá nokkurn svefn. Þarna sátum við í stuttbuxunum okkar naktir ofan að mitti. Svitinn rann niður eftir okkur í lækjum. Eftir þetta ferðalag reyndum við að forðast járnbrautalestir, senr mest við máttum. Við komum seint um nótt til Salzburg, en þaðan héldum við með annarri lest til Bad Ischl. Framhald ncest. r--------------------------------n, Kaupíð úrín hjá FRANCH Laugarvegi 39 - Reykjavík - Sími 3462. ★ Sendi gegn póstkröfu ★ v________________________________r 12 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.