Skátablaðið - 01.12.1952, Qupperneq 5
um að ræða. Um vorið virtist félagið í al-
gerri upplausn og tókst Ingvari, er hann
kom hingað um sumarið, ekki að blása lífi
í það, svo talist gæti. Nokkrir okkar höfðum
þó haldið saman og hittst öðru hvoru (Arni
Ólafsson, Óli Haukur, Guido Bernhöft,
Östlundsbræður og ég, og var ég flokks-
foringinn). Við lágum yfir að revna að
skilja eitthvað í Scouting for Boys, nóg til
þess að halda áhuga okkar við og að sjá, að
skátar ættu að starfa öðru vísi en við höfð-
um gert. 7. júlí varð ég áskrifandi að ,,The
Sout“, sem var stórt vikublað, gefið út af
aðalstöðvunum í London. — Ég átti tal við
Ingvar Ólafsson um félagsstarfsemina og
deildi á hana og mælti fyrir munn margra,
er ég sagði honum að við vildum hafa ís-
lenzkt félag. En hann taldi öll vandkvæði
á því að við gætum stofnað það. Varð al-
drei mikill kunningsskapur með okkur eftir
þetta. En um haustið, eftir að hann var far-
inn heim, var reynt að ná saman þeim, sem
vildu stofna sjálfstætt, íslenzkt skátafélag.
Voru tveir eða þrír undirbúningsfundir
haldnir og var þá skipulagið aðalágrein-
ingsatriðið. Vildu nokkrir að félagið yrði
hluti að K. F. U. M. og fengju síra Friðrik
fyrir aðalforingja, en aðrir vildu ekki hafa
félagið í tengslum við neinn annan félags-
skap. Varð það sjónarmið ofan á. Vorum
við þó allir hlynntir síra Friðrik persónu-
lega og höfðum meir og minna starfað í
K. F. U. M.
Skátafélag Reykjavíkur var formlega
stofnað 2. nóv. 1912 á fundi í „Fjósinu“
á Menntaskólalóðinni. Var Sigurjón Pét-
ursson kjörinn fyrsti félagsforingi, en Helgi
Jónsson frá Brennu og Ben G. Waage sveit-
arforingjar. Litu ungir strákar þá margir
upp til Sigurjóns, sakir íþróttaafreka hans
og glæsimennsku. En sumir þeirra, sem
vildu halda tengslunum við K. F. U. M.
vildu' ekki vera í félaginu og urðu síðar til
þess, að Væringjarnir voru stofnaðir af K.
F. U. M. Var stundum rígur nokkur milli
Væringja og Skáta fyrstu árin.
Ég starfaði með S. F. R. fram undir upp-
lestrarfrí í Menntaskólanunr vorið 1914.
Eyddi ég allmiklum tíma í skátafélagsskap-
inn, of miklum myndi ég nú segja, með
því að stundum sat skólanámið frekar á
hakanum fyrir skátastarfinu, eða öfugt við
það sem vera skal. í sjálfu vorprófinu 1913
fórum við t. d. tvisvar í útilegu, og segir
um það í dagbók rninni frá 1913: laugar-
daginn 21. júní: „Gekk upp í íslenzku kl.
2. Lögðum af stað í útilegu kl. 4 inn að Ell-
iðaám. Idar Öslund meiddist. Ég svaf 2yz
klst. alla nóttina, strákarnir létu svo illa.
Vaknaði kl. 6. Voru að gera hitt oð þetta
fram yfir hádegi. Komum heim kl. 4.“ En
stærðfræðipróf var næsta dag. Þó ég væri
svo heppinn að ná sæmilegu prófi, þá er
þetta dæmi um það hvernig skátarnir eiga
einmitt ekki að starfa.
Húsnæði fyrir félagsfundi höfðum við í
hinu svonefnda „Fjósi“ Menntaskólans,
sem Pálmi yfirkennari lánaði okkur vin-
samlegast.
í dagbók, frá 1913, hef ég nýlega fundið
ýmislegt um starfsemi okkar, þó margt sé
Skátar úr S.F.R. við Elliðaár 24/4. 1913.
SKÁTABLAÐIÐ
43